Læknablaðið - 15.04.2003, Page 64
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNAR & LÖG
launþegar og þeirra sem vinna sjálfstætt. Sjálfstætt
starfandi læknar bera allan kostnað af tryggingunni
meðan hinir vinna í skjóli ábyrgðar vinnuveitandans.
Þótt áhrif þessarar mismununar séu sem stendur ekki
endilega mikil kunna þau síðar að hafa mikil áhrif.
I þættinum 60 mínútur sem sýndur var á Stöð 2
sunnudagskvöldið 16. mars sl. kom fram að banda-
rískir læknar eru í æ meira mæli farnir að velja sér sér-
greinar þar sem hættan á læknamistökum er lítil.
Ástæðan er sú að iðgjöld þeirra lækna sem stunda
sérgreinar þar sem áhættan er meiri hefur á fáum ár-
um margfaldast og er nú svo komið að rekstur
margra þeirra stendur ekki undir kostnaði. Þessi þró-
un hefur leitt til þess að farið er að bera á alvarlegum
skorti lækna í þeim sérgreinum þar sem áhættan er
talin meiri. Hefur þetta vandamál leitt til þess að í
sumum ríkjum Bandaríkjanna hefur hámarksfjárhæð
bóta verið lögfest og Bandaríkjaforseti hefur beitt sér
fyrir að svo verði gert víðar í því skyni að snúa þeirri
þróun við sem byrjuð er.
Til að sporna strax við tilhneigingu til óæskilegrar
þróunar hér á landi er nauðsynlegt að gera lækna
jafnsetta hvað varðar iðgjaldagreiðslur og gera þeim
sem sjálfir þurfa að kaupa sér tryggingar kleift að
innheimta gjöldin af þeim sem eiga að njóta ávaxt-
anna af tryggingunum - þ.e. viðskiptavinunum.
Islendingar greiða í heild 40-60% hærra
verð fyrir lyf en nágrannaþjóðir
Ólafur Ólafsson
Höfundur er fyrrverandi
landlæknir.
Miklar umræður hafa verið um dýrleika lyfja á ís-
landi í samanburði við nágrannaþjóðirnar. Lítið gagn
er að því að tala um einstök lyf til samanburðar eins
og gert hefur verið. Menn leita langt yfir skammt. Ná-
kvæmar upplýsingar hafa lengi verið til um heildar-
sölu lyfja og smásöluverð þeirra í tölfræðihandbók-
um Norðurlanda sem koma út árlega. Hér á eftir
fylgja slíkar upplýsingar frá 1999.
Lyfjasala á Norðurlðndunum 1999
Lyfjasala mæld í evrum á íbúa Lyfjasala í dagsskömmtun á 1000 íbúa
ísland 429 880
Danmörk 269 900
Finnland 288 1050
Noregur 290 950
Svíþjóö 299 1150
Health statistics in the Nordic countries 1999.
Rétt er að geta þess að lyfjaverslanir á íslandi
kaupa lyf á rúmlega 10% hærra verði á pakkninguna
en lyfjaverslanir á hinum Norðurlöndunum. Lyfja-
fyrirtækin flagga oft þessum tölum sem segja þó að-
eins hálfan sannleikann.
Á íslandi er selt minnsta af lyfjum en smásöluverð
er 40-60% hærra en meðal hinna Norðurlandaþjóð-
anna þegar á heildina er litið. Svipaðar tölur komu
fram á árunum 1983-1998 sbr. sömu heimildir og í
Fylgiriti landlæknis 1988 nr. 4. Við nánari athugun
kemur í ljós að neysla geð-, róandi-, svefn- og sýkla-
lyfja er einna hæst á Islandi, en neysla annarra teg-
unda lyfja er einna minnst svo að heildarneysla er
minnst hér á landi. Aðalorsökin er að heildsölu- og
smásöluálagning er langhæst hér á íslandi. Menn geta
kynnt sér þessar tölur betur í norrænum tölfræðibók-
um sem koma út árlega, en að þessum samanburði
hefur verið unnið í áratugi.
Helstu leiðir til þess að lækka verð er að lækka
heild- og smásöluálagninguna. Hæg eru heimatökin
því nú eru það aðallega tveir aðilar sem sjá um smá-
söluna. Freista þarf þess að taka þátt í útboðum með
nágrannaþjóðum eins og Landsspítalamenn hafa bent
á. Ennfremur mætti heilbrigðisráðherra huga betur
að óskráðum lyfjum sem falla ekki undir verðlagseft-
irlit. En ljóst er af þessari samantekt að lyf eru úr hófi
dýrari hér á landi í samanburði við nágrannalönd og
kemur verst niður á veiku fólki, öryrkjum og öldruð-
um. Lyfjafyrirtæki hafa hingað til ekki getað hnekkt
þessum útreikningum en falið sig á bak við alls
óskyldar upplýsingar.
348 Læknablaðið 2003/89