Læknablaðið - 15.04.2003, Qupperneq 80
NÁMSKEIÐ / STYRKIR
Heilbrigðisþjónusta
í dreifbýli
Á AKUREYRI
Háskólinn á Akureyri og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri bjóða eftirfarandi sérhæfð námskeið fyrir heilsugæslu-
lækna.
Hagnýt efni í lyflæknisfræði í umsjón Jóns Þórs Sverrissonar, sérfræðings í lyflæknis- og hjartasjúkdóm-
um verður haldið 11. apríl kl. 13:10-16:20 og 12. apríl kl. 9:15-11:40. Á námskeiðinu fjalla sérfræðingar um
hjartsláttarónot, lyfjameðferð kransæðasjúkdóma og efri loftvegssýkinga, langvinna lungnateppu, nýjungar
í greiningu og meðferð beinþynningar, höfuðverk, byrjunareinkenni dementiu og skimun fyrir ristilkrabba-
meini. Námskeiðsgjald er 15.000 kr.
Meðhöndlun og flutningur slasaðra í umsjón Helgu Magnúsdóttur, svæfingalæknis og Hildigunnar Svav-
arsdóttur, skólastjóra sjúkraflutningaskólans verður haldið 9. og 10. maí frá kl. 9:00-17:00. Markmið nám-
skeiðsins er að auka hæfni þátttakenda í bráðameðferð á vettvangi og gæði meðferðar slasaðra og bráð-
veikra. Fjallað verður um mat og meðhöndlun áverka og bráðveikra. Kennd undirstöðuatriði í hvernig búa
á sjúkling til flutnings. Fyrirlestrar og verklegar æfingar. Lesefni: Basic Trauma Life Support (2000) 4. útg.
Námskeiðsgjald er 37.500 kr.
Námskeiðin verða haldin á Akureyri og er í boði milliganga um gistingu og afþreyingu fyrir þá sem þess óska.
Upplýsingar og skráning er í síma 463 0566, netfang emh@unak.is og á heimasíðu HA www.unak.is (símenntun).
ÁSKÓLINN
NCU
Styrkir Norrænu krabbameinssamtakanna
Norrænu Krabbameinssamtökin, (NCU) samtök norrænu krabbameinsfélaganna auglýsa styrki fyrir árið 2004.
Þeim er ætlað að styðja og örva samstarf í krabbameinsrannsóknum á Norðurlöndunum (samstarf tveggja landa
að lágmarki). Rannsóknaverkefnin verða að vera á krabbameinssviði, vera sérstaklega vel fallin til þess að fram-
kvæma þau einmitt á Norðurlöndum og áhrif samstarfsins þurfa að vera gagnvirk.
Fjármögnun slíkra samstarfsverkefna takmarkast við 1) faraldsfræðilegar rannsóknir þar sem notaðar eru krabba-
meinsskrár viðkomandi lands, 2) klínískar rannsóknir, 3) skipulagningu slíkra rannsókna og forrannsóknaverkefni
(t.d. innan undirbúningshópa á Norðurlöndum).
Að hámarki munu þrjú verkefni fá stærstu styrkina, um það bil 180.000 evrur árhvert. Auk þess verður minna fjár-
magni veitt til undirbúnings- og tilraunaverkefna. Styrkir eru veittir til eins árs. Senda þarf nýja umsókn um fram-
haldsstyrk til verkefnisins. Mat umsókna er í höndum Norrænu vísindanefndarinnar.
Umsókn, rituð á ensku, skal innihalda
• umsóknareyðublað
• kostnaóaráætlun verkefnis
• verkefnalýsingu (hámark 10 A4 blaðsíður)
• stutta starfsferilslýsingu (1-2 A4 blaðsíður)
• meðmæli
• lista yfir birtar fræðigreinar
• undirritaða yfirlýsingu um samstarf
• samþykki vísindasiðanefndar á verkefninu
(þar sem það á við)
Umsókn skal senda í einu frumeintaki og sjö afritum til:
NCU-Secretariat
C/o Cancer Society of FinlandLiisankatu 21 B,
00170 Helsinki, Finland.
Tel +358 9 1353 3238,
Fax +358 9 135 1093
ncu@cancer.fi
Umsóknarfrestur er til 15. maí, 2003.
Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu Krabbameinsfélags íslands, www.krabb.is og frekari upplýsingar hjá Valgerði
Jóhannesdóttur, fjármálastjóra KÍ í s. 540-1900.
364 Læknablaðið 2003/89