Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2003, Síða 7

Læknablaðið - 15.07.2003, Síða 7
RITSTJÓRNARGREINAR Þíasíð aftur fyrsta lyfið við háþrýstingi Nýlegar niðurstöður ALLHAT rannsóknarinnar á meðferð við háþrýstingi sýna að þvagræsilyf í flokki þíasíða er góður valkostur og jafnvel betri en ACE hemlar og kalsíumgangalokar. Að auki eru þíasíð mun ódýrari en hin lyfin. Endurmat á háþrýstings- meðferð gefur tilefni til að skoða fjárhagslega ábyrgð lækna við ávísanir á lyf og áhrif lyfjafyrirtækja á ávís- anavenjur þeirra. Eftir að niðurstöður ALLHAT rannsóknarinnar birtust í desember 2002 (1) hafa fræðimenn endur- skoðað fyrri ráðleggingar varðandi háþrýstingsmeð- ferð. ALLHAT rannsóknin er með umfangsmestu rannsóknum sem gerðar hafa verið á þessu sviði. Styrkur hennar felst meðal annars í því að rannsókn- arhópurinn er margbreytilegur að aldri, kyni, kyn- stofni og ýmsum heilsufarsvandamálum en ekki ein- litt úrval einsog oft er í slíkum rannsóknum. Niður- stöðurnar varðandi árangur þíasíðmeðferðarinnar reyndist eins í öllum undirhópum, flokkuðum eftir kynstofnum, kyni og aldurshópum. Hópurinn og all- ar aðstæður likjast því þýði sem er að jafnaði í umsjá heilsugæslunnar. Allflestir erlendir fræðimenn komast að þeirri niðurstöðu að trúverðugleiki og vísindalegt gildi ALLHAT rannsóknarinnar séu veruleg og að þvag- ræsilyf í flokki þíasíða séu íyrsta val við meðferð á há- þrýstingi (2-6). Túlkun Karls Andersen á rannsókn- inni í leiðara Læknablaðsins í mars síðastliðnum (7) var hins vegar nokkuð á skjön við umsagnir erlendra fræðimanna. I febrúar á þessu ári birtust niðurstöður frá Ástra- líu á samanburði ACE hemla og þíasíða við meðferð á háþrýstingi hjá 6083 eldri einstaklingum í umsjá 1594 heimilislækna/heilsugæslustöðva (8). Niður- stöðurnar sýndu að árangur af báðum lyfjategundum var ágætur. Útkoman var heldur betri fyrir ACE hemlana hjá körlum, en munurinn var á mörkum marktækni varðandi bæði kynin saman. Þessar niður- stöður leiddu aftur til umræðu um það hvaða lyfja- meðferð væri sú besta samanber leiðara í New Eng- land Journal of Medicine (9). Val á milli lyfja Rýnihópurinn „The Therapeutics Initiatives" (10) hefur nú sent frá sér fræðilega samantekt á ofan- nefndum tveimur rannsóknum auk annarra slembi- úrtaksrannsókna þar sem þíasíð eru borin saman við ACE hemla og kalsíumgangaloka. Meginniðurstöð- ur rýnihópsins voru eftirfarandi: • Árangur fyrstu meðferðar með þíasíðum, kalsíumgangaloka eða ACE hemlum er í öllum meginatriðum svipaður varðandi áhrif á lækk- un heildardánartíðni, dánartíðni af völdum hjarta- og æðasjúkdóma og lokastig nýrna- sjúkdóma. • Þíasíð og ACE hemlar virka betur á hjartabil- un en kalsíumgangalokar. • Þíasíð lækka blóðþrýsting jafn vel eða betur og þolast betur borið saman við ACE hemla. • Þíasíð hafa áhrif á efnaskipti sem hingað til hafa verið talin varhugaverð en breyta engu um klínískt heilbrigðisástand sjúklinganna. • Kostnaður er umtalsvert minni með þíasíðum borið saman við betahemla, ACE hemla og kalsíumgangaloka (sjá töflu). • Þíasíð passa nær öllum sjúklingum með há- þrýsting. Undantekningartilfellin eru þeir sem fá endurtekna þvagsýrugigt sem tengist þíasíð- um og tilvik þar sem hægt er að meðhöndla tvennt í einu með einu lyfi, svo sem hjartaöng og háþrýsting með betahemlum. Tafla. Kostnadargreining á háþrýstingsmeðferd fyrir einn einstakling í 10 ár‘. Lyf Bandaríkjadalir íslenskar krónur Chlorthalidone 25 mg 37 2.646 Lisinopril 40 mg 7139 510.510 Amlodipine 10 mg 7420 530.604 1 Hæsti skammtur fyrsta lyfs í ALLHAT rannsókninni var notaöur viö þessa útreikninga (10). Eitt eöa fleiri blóöþrýstingslyf í maíhefti JAMA 2003 eru birtar nýjustu leiðbeining- ar frá Bandaríkjunum um meðferð háþrýstings (11). Þar er mælt með þíasíðum sem fyrsta lyfi við háþrýst- ingi. Bent er á að oft þurfi samt samsetta meðferð fleiri háþrýstingslyfja. í ALLHAT rannsókninni náð- ist góður blóðþrýstingslækkandi árangur hjá 55% þátttakenda með aðeins einu háþrýstingslyfi og í 65% tilvika í áströlsku rannsókninni. Líklegt er sam- bærileg hlutföll geti náðst hér á landi, það er að í um eða yfir 50% tilvika sé hægt að ná viðunandi árangri með þíasíðum einum saman. V Jóhann Ág. Sigurðsson Sigurður Helgason Jóhann er prófessor í heim- ilislæknisfræði við HÍ með aðsetur í Heilsugæslu- stöðinni Sólvangi. Sigurður er ritstjóri klínískra leiðbeininga hjá Land- læknisembættinu og kennir heimilislæknisfræði við HÍ. Læknablaðið 2003/89 563
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.