Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 10
RITST JÓRNARGREIIUAR Geðklofagen, gereyðingarvopn og geðlæknaþing Engilbert Sigurðsson Höfundur er geðlæknir og starfar á geðdeild Landspítala. Merkur vísindamaður hafði á orði á nýafstöðnu árs- þingi ameríska geðlæknafélagsins að þar til á síðasta ári hefðu nokkur líkindi verið með leit vísindamanna að meingenum geðklofa og leitinni miklu sem enn stendur yfir að gereyðingarvopnum í írak. Samlíking- in á sem betur fer ekki lengur við. Vatnaskil urðu í meingenaleitinni um miðbik árs 2002 þegar þrír rann- sóknarhópar birtu greinar um tengsl fjögurra gena við geðklofasjúkdóm. Genin heita neuregulin 1 (NRGl) (1) sem til þessa hefur verið betur þekkt í tengslum við meingerð krabbameina, dysbindin (2), G72 og D- amino acid oxidasi (DAAO) (3). Fyrir Islendinga var árið einkar ánægjulegt þar sem afrakstur tveggja áratuga meingenaleitar meðal margra hundruða íslendinga með sjúkdóminn og ís- lensks samanburðarhóps birtist í einni þessara greina (1). Voru þær niðurstöður staðfestar skömmu síðar í sambærilegri rannsókn á 600 geðklofasjúklingum og jafnstórum hópi heilbrigðra Skota og aftur nýverið í enn stærri breskri rannsókn (4, 5). Er þeim gert hátt undir höfði í nýrri yfirlitsgrein Harrisons og Owens í tímaritinu Lancet (6). Neuregulin þykir einkar áhuga- vert í þessu samhengi í ljósi nýlegrar þekkingar á hlutverki þess í þroska miðtaugakerfisins og áhrifa á virkni taugamóta (6). Þeir Harrison og Owen lýsa að auki þremur genum, RGS4, COMT og PRODH, sem tengd voru geðklofa á síðari hluta uppskeruársins 2002. Þessar niðurstöður gefa því rannsakendum og áhugamönnum um erfðafræði geðsjúkdóma tvöfalda ástæðu til að fagna 50 ára afmæli uppgötvunar Francis og Crick á eðli erfðaefnisins (7). Flestir læknar hafa lesið um tilgátur um ofvirkni dópamíns innan miðtaugakerfisins í geðrofi. Er geð- klofasjúkdómur þar þekktasta dæmið en tilgátumar má meðal annars rekja til dópamínhömlunar geðrofs- lyfja. Færri læknar hafa ef til vill heyrt um truflun á virkni glútamats og N-metýl-D-aspartat (NMD A) við- taka glútamats í þessu samhengi. Áhugi á glútamati og tengslum þess við sjúkdóma í miðtaugakerfi hefur þó farið hratt vaxandi á síðari árum. Lengi hefur verið þekkt að hægt er að kalla fram geðklofalík einkenni með NMDA-hemlum, svo sem englaryki, MK-801 og ketamíni hjá heilbrigðum einstaklingum. Athyglisvert er að mun hægara er að tengja nýfundnu genin virkni glútamatferla en virkni dópamíns (6). Áhangendum dópamíns má þó til huggunar benda á að vanvirkni glútamatferla virðist tengd ofvirkni dópamínferla og er þekking á þeim tengslum raunar ekki ný af nálinni (8). Um miðbik ágústmánuðar verður norrænt geð- læknaþing haldið í Reykjavík www.icemed.is/npc2003 Nær 300 vísindaágrip voru samþykkt til kynningar á þinginu. Spanna þau öll helstu svið geðlækninga auk þess sem nokkuð er um innsend ágrip frá sálfræðingum. Ágripin endurspegla mikla grósku í rannsóknum ís- lendinga og gefa tilefni til bjartsýni um frekari sigra í innlendum rannsóknum. Verða þau kynnt í 28 málstof- um og átta styttri málfundum auk þess sem veggspjalda- sýningar verða dagana 14. og 15. ágúst, en hver dagur þingsins hefst á tveimur til þremur yfírlitsfyrirlestrum. Norrænir faraldsfræðingar á sviði geðheilbrigðis- fræða funda 13. ágúst, á opnunardegi þingsins. Munu þeir einkum beina sjónum að geðröskunum aldraðra og heldur Ingmar Skoog yfirlitsfyrirlestur um viða- miklar rannsóknir sínar á þeim vettvangi. Er fagfólk í öldrunarlækningum og hjúkrun aldraðra sérstaklega hvatt til að sækja fyrirlestra þann dag. Sama dag verða haldin þrjú námskeið. Lars Göran Öst mun kenna hug- ræna meðferð kvíðaraskana, Paul Salkovskis hug- ræna meðferð sjúkdómsótta og Janet Treasure með- ferð átraskana. Námskeiðin henta einkar vel þeim sem sinna sjúklingum með kvíðaraskanir eða átrask- anir, svo sem geðlæknum, heimilislæknum, lyflækn- um, unglæknum, sálfræðingum og hjúkrunarfræðing- um. Hannes Pétursson mun halda einn af lykilfyrir- lestrum þingsins um vatnaskilin í erfðafræði geðklofa fimmtudaginn 14. ágúst. Daginn eftir verða kynntar niðurstöður rannsókna á tengslum geðklofa og geð- hvarfa meðal fslendinga við genin dysbindin, G72 og DAAO í málstofu um erfðafræði geðklofa og geð- hvarfa. Sama dag verður fyrirlestur Robin Murray um þá þætti sem vísindamenn skortir helst skilning á í þróun geðklofasjúkdóms og John Livesley heldur námskeið um meðferð einstaklinga með persónu- leikaröskun. Laugardagurinn 16. ágúst verður meðal annars helgaður fyrirlestrum um geðrækt, viðhorf geðsjúkra til meðferðar og fjallað verður um lífsgæði einstaklinga með geðraskanir. Gísli Guðjónsson pró- fessor í réttarsálfræði við Lundúnaháskóla mun einnig fjalla um sérsvið sitt, falskar játningar. Haldnar verða sjö málstofur um málefni barna og unglinga með geðraskanir. Eg vænti þess að þátttakendur hafi í heiðri orð Ara fróða og verði reiðubúnir að endurskoða tilgátur sínar í ljósi þess sem sannara reynist. Vonandi á það einnig við um þá sem leita og hina sem gagnrýna leit- ina að gereyðingarvopnum í írak. Heimildir 1. Stefánsson H, Sigurðsson E, Steinþórsdóttir V, Bjömsdóttir S, Sigmundsson T, Ghosh S, et al. Neuregulin 1 and susceptibility to schizophrenia. Am J Hum Genet 2002; 71:877-92. 2. Straub RE, Jiang Y, MacLean CJ, Ma Y, Webb BT, Myakishev MV, et al. Genetic variation in the 6p22.3 gene DTNBPl, the human ortholog of the mouse dysbindin gene, is associated with schizophrenia. Am J Hum Genet 2002; 71: 337-48. 566 Læknablaðið 2003/89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.