Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.2003, Page 20

Læknablaðið - 15.07.2003, Page 20
FRÆÐIGREINAR / LITLIR FYRIRBURAR og 55 samanburðarbarna áranna 1991-95 leiddi í ljós að fleiri mæður fyrirbura reyktu (p=0,003) og glímdu við sjúkdóma á meðgöngu (p=<0,001) og að fleiri fyrirburar fæddust með keisarskurði (p=0,001). Mark- tækur munur var á heilsufari fyrirbura og saman- burðarbarna hvað varðar asma (p=<0,001), krampa (p=<0,001), kyngingarerfiðleika (p=0,001) og erfið- leika með að þyngjast (p=0,005). Athugun við fimm ára aldur leiddi í ljós að nriðað við samanburðarbörn voru marktækt fleiri fyrirburar áranna 1991-95 með frávik við almenna skoðun (p=<0,001), taugalæknis- fræðilega skoðun (p=<0,001) og við mat á hreyfifærni (p=<0,001). Niðurstöður þroskamælinga voru mark- tækt lægri (p=0,002). Svipað hlutfall fyrirbura var með fötlun á báðum tímabiium, 16% árin 1982-90 og 14% árin 1991-95. Ályktun: Fyrirburahópar áranna 1982-90 og 1991-95 voru svipaðir hvað varðar heilsufar á meðgöngu, fæð- ingu og sjúkdóma eftir fæðingu. Hlutfall barna með fötlun var svipað á báðum tímabilum þrátt fyrir marktækt aukna lifun. Samanburður lítilla fyrirbura áranna 1991-95 við jafnaldra samanburðarbörn sýndi að litlir fyrirburar voru með marktækt meiri heilsu- farsvandamál og þroskafrávik. Inngangur Á íslandi hafa lífslíkur lítilla fyrirbura með fæðingar- þyngd <1000 g aukist verulega hin síðustu ár sam- hliða lækkun á burðarmálsdauða (1, 2). Lifun lítilla fyrirbura á íslandi var 22% á tímabilinu 1982-90 og 52% 1991-95 (3). Landfræðilega afmarkaðar rann- sóknir frá níunda áratugnum sýndu að langtímalifun þessara litlu barna var á bilinu 25-46% í Ástralíu, Skotlandi, Englandi, Wales og Kanada (4-7). Eftir að notkun lungnablöðruseytis varð almenn á tíunda ára- tugnum jókst lifun lítilla fyrirbura markvert og varð 47-60% í landfræðilega afmörkuðum rannsóknum í Ástralíu, Svíþjóð og Finnlandi (8-11). Víða erlendis hefur litlum fyrirburum verið fylgt eftir um árabil með tilliti til þroska, heilsu, fötlunar og vandamála í tengslum við skólagöngu. Þannig hafa fengist upplýsingar um afdrif lítilla fyrirbura sem fæddust á áttunda og níunda áratug síðustu aldar fyrir notkun lungnablöðruseytis (4-7,12-18) og þeirra sem fæddust eftir að notkun þess varð almenn (8-11, 19,20). Á íslandi hefur litlum fyrirburum verið fylgt eftir í göngudeild Vökudeildar Bamaspítala Hringsins. Ef barni heilsast vel og ekki er grunur um veruleg frávik í þroska hefur eftirliti verið hætt á aldrinum eins til tveggja ára. Komi fram frávik í heilsu eða þroska hefur börnunum verið fylgt eftir áfram af sérfræðing- um Barnaspítalans eða verið vísað til frekari athug- ana á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Enda þótt margar rannsóknir hafi verið gerðar á heilsufari lítilla fyrirbura hefur skort tæmandi upp- lýsingar um afdrif barnanna. Lagt hefur verið til að i) fyrirburarannsóknir njóti forgangs innan rannsókna í barnalækningum, ii) rannsóknaraðferðir verði staðl- aðar, iii) rannsóknir verði landfræðilega afmarkaðar og gefi upplýsingar um lífslíkur og horfur miðað við fæðingarþyngd, iv) rannsóknir verði framskyggnar, með óháðum athugendum, viðmiðunarhópi full- burða barna og athugun á foreldrum, v) niðurstöður verði birtar á staðlaðan hátt svo hægt sé að bera sam- an rannsóknir og vi) tryggt sé nauðsynlegt fjármagn til þessara rannsókna (21). Með vaxandi fjölda lítilla fyrirbura á íslandi og í ljósi þess að einhver hluti þeirra glímir við langvinn og alvarleg heilsuvandamál þótti áhugavert að hanna fyrirburarannsókn samkvæmt ofangreindum ráð- leggingum (21) og var tilgangur rannsóknarinnar „Fyrirburar - langtímaeftirlit með heilsu og þroska“ að varpa ljósi á lífslíkur, heilsufar, þroska og lang- tímahorfur lítilla fyrirbura á Islandi og bera saman við jafnaldra börn sem fæðst höfðu fullburða. Rannsóknaraöferöir og efniviöur Upplýsingar um heildarfjölda fæðinga og lifun lítilla fyrirbura frá 1982-1995 fengust úr tölvuvæddri Fæð- ingarskráningu Ríkisspítala (nú Landspítala háskóla- sjúkrahúss). Þannig fékkst heildarfjöldi skráðra fæð- inga lítilla fyrirbura á tveimur tímabilum, hinu fyrra 1982-1990 fyrir reglulega notkun lungnablöðruseytis við glærhimnusjúkdómi (HMD) og hinu síðara 1991- 95 eftir að notkun þess varð almenn. Skoðaðar voru fæðingartilkynningar bamanna á Kvennadeild Land- spítalans og á Hagstofu Islands og þær bomar saman við Fæðingarskráningu til að útiloka innsláttarvillur. Leitað var upplýsinga um afdrif barnanna hjá Hag- stofu íslands. Samanburðarbörn voru fundin með aðstoð frá Hagstofu Islands. Þau skyldu vera fædd sama dag (±ld) og vera af sama kyni og fyrirburar áranna 1991-1995. Meðgöngulengd þeirra skyldi vera 37 vikur eða meira, fæðingarþyngd 2500 g eða meira og APGAR einkunn við eina og fimm mínútur skyldi vera sjö eða meira. Samanburðarbörnin þurftu að vera talin hraust að mati foreldra sinna, ekki talin glíma við þroskavanda og tala íslensku að móðurmáli. Þannig fengust þrír hópar barna til athugunar: I. Börn sem fæddust á árunum 1982-90 og vógu minna en 1000 g við fæðingu og voru á lífi við 5 ára aldur. II. Börn sem fæddust á árunum 1991-95 og vógu minna en 1000 g við fæðingu og voru á lífi við 5 ára aldur. III. Börn sem fæddust á árunum 1991-95 og voru fullburða við fæðingu og voru þátttakendur sem heilbrigð samanburðarbörn. Leitað var eftir heilsufarsupplýsingum úr sjúkra- 576 Læknablaðið 2003/89

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.