Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.07.2003, Side 22

Læknablaðið - 15.07.2003, Side 22
FRÆÐIGREINAR / LITLIR FYRIRBURAR Table II. Clinical Data and Comparison of ELBW Children 1982-90 to ELBW Children 1991-95. ELBW 1982-90 ELBW 1991-95 P n (%) n (%) Respiratory Distress Syndrome 19 (100) 34 (97) NS Patent Ductus Arteriosus 9 (47) 16 (46) NS Infections 8 (42) 20 (57) NS Necrotising Enterocolitis 2 (11) 1 (3) NS Congenital Anomalies 2 (11) 0 (0) NS Intra Ventricular Hemorrhage 2 (11) 2 (6) NS CNS Infection 0 (0) 2 (6) NS Retinopathy of Prematurity 1 (5) 1 (3) NS Deafness 0 (0) 1 (3) NS ELBW = Extremely Low Birth Weight <1000g NS = Non Significant CNS = Central Nervous System Table III. Health Problems at 5 Years ofAge Reported by Parents. ELBW Children Born in 1991-95 Compared to Control Children. ELBW Control P n (%) n (%) Respiratory Probtem URTI >3/yr. in last 2 yrs. 14 (40) 12 (20) NS LRTI >3/yr. in last 2 yrs. 3 0) 0 (0) NS Asthma >3/yr. in last 2 yrs. 10 (29) 0 (0) <0.001 CNS Problems Convulsions 12 (34) 1 (2) <0.001 Epilepsy 2 (6) 1 (2) NS Blindness/Low Vision 2 (6) 0 (0) NS Deaf/Loss of Hearing 1 (3) 0 (0) NS Nutritional Probtems Difficulties Swallowing 7 (20) 0 (0) 0.001 Slow Weight Gaining 9 (26) 1 (2) 0.005 Other Health Problems Heart Diseases 1 (3) 2 (4) NS Gastrointestinal Diseases 1 (3) 1 (2) NS Urinary Tract Diseases 2 (6) 3 (5) NS Bone and Muscle Diseases 0 (0) 1 (2) NS Skin Diseases 2 (6) 6 (11) NS Other Diseases 1 (3) 1 (2) NS Congenital Anomalies 0 (0) 3 (5) NS Family History Respiratory Diseases 17 (49) 27 (49) NS Mental/Neurological Dis. 10 (29) 20 (36) NS Eye Problems 2 (6) 1 (2) NS Hearing Problems 5 (14) 5 (9) NS Congenital Anomalies 3 (9) 4 (7) NS URTI=Upper Respiratory Tract Infections LRTI=Lower Respiratory Tract Infections CNS=Central Nervous System samanburðarbarna. Áfengisnotkun skráðist lítil sem engin hjá öllum hópum. Lyfjanotkun á meðgöngu var hjá um fjórðungi fyrirburamæðra á báðum tímabilum (26% og 23%) og hjá 7% af mæðrum samanburðar- barna. Sjúkdómar á meðgöngu greindust hjá 13 (68%) fyrirburamæðrum á árunum 1982-90 og 24 (69%) á árunum 1991-95. Hjá níu (16%) mæðrum samanburðarbarna greindust sjúkdómar á með- göngu. Nánari upplýsingar um sjúkdóma á með- göngu er að finna í töflu 1. Á tímabilinu 1982-90 fæddust fjórir fyrirburar af 19 (21%) með keisara- skurði, 20 af 35 fyrirburum (57%) áranna 1991-95 og sex (11%) af 55 viðmiðunarbörnum. í töflu II eru upplýsingar um fyrirbura og sjúk- dóma sem þeir glímdu við eftir fæðingu. Allir fyrirburar áranna 1982-90 glímdu við glær- himnusjúkdóm. Þeir voru að meðaltali 36 daga í önd- unarvél, miðgildi 29, dreifing 0-173 dagar. Þeir þurftu aukasúrefni að meðaltali í 58 daga, miðgildi 54, dreif- ing 2-204. Af þeim greindust níu með opna fósturæð, átta glímdu við sýkingar, sem krafðist sýklalyfjameð- ferðar í æð. Þarmadrepsbólga greindist hjá tveimur, meðfæddir gallar hjá tveimur, sjónukvilli fyrirbura hjá einum og heilablæðing hjá tveimur. Upplýsingar fundust um ómskoðanir af höfði hjá átta fyrirburum og voru þrír með eðlilega skoðun. Breytingar sáust hjá hinum fimm, þar af voru þrír með víð heilahólf, einn með grófkornaáferð og síðar blöðrubreytingar og einn var með lágþéttnisvæði. Allir fyrirburar áranna 1991-95 nema einn glímdu við glærhimnusjúkdóm. Þeir voru að meðaltali 23 daga í öndunarvél, miðgildi 14, dreifing 0-191 dagar og þurftu aukasúrefni í 65 daga að meðaltali, miðgildi 53, dreifing 0-296 dagar. Af þeim greindust 16 með opna fósturæð, 22 glímdu við sýkingar, sem kröfðust sýklalyfjameðferðar í æð, þar af tveir með sýkingar í miðtaugakerfi, einn greindist með þarmadrepsbólgu, einn með sjónukvilla fyrirbura og einn með heymar- skerðingu á öðru eyra. Alls fundust upplýsingar um ómskoðanir af höfði 32 fyrirbura. Omskoðanir 22 barna voru eðlilegar (69%). Eitt barn greindist með snemmblæðingu af gráðu II-III og eitt barn með snemmblæðingu af gráðu I. Hjá fimm börnum greindust ómrík svæði við heilahólf og voru seinni tíma rannsóknir eðlilegar hjá fjórum þeirra en hjá einu barni fundust víkkuð heilahólf . Eitt barn sýndi merki um heilabjúg við snemmómun og breytingar í hvíta efni seinna og tvö börn greindust með vatns- höfuð. I töflu III eru upplýsingar frá foreldrum um heilsu- far fyrirbura og samanburðarbama áranna 1991-95. Fyrirburar glímdu við meiri heilsuvandamál á fyrstu æviárum en samanburðarbörn. Marktækur munur var hvað varðar asma, krampa og næringarvandamál. Aðrir sjúkdómar voru til staðar í svipuðum mæli hjá fyrirburum og samanburðarbörnum og ekki var munur á fjölskyldusögu um heilsufarsvandamál hjá nánustu ættingjum. I töflu IV eru upplýsingar sem fengust við skoðun bamalæknis. Þar kemur fram að við fimm ára aldur voru fyrirburar áranna 1991-95 styttri, léttari og með minna höfuðummál en samanburðarbörn. Almenn skoðun var eðlileg hjá 17 (49%) fyrirburum en frávik 578 Læknablaðið 2003/89

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.