Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2003, Síða 30

Læknablaðið - 15.07.2003, Síða 30
FRÆÐIGREINAR / BEINÞÉTTNI KVENNA Inngangur Áhrif líkamsáreynslu á beinþynningu hafa verið mik- ið til umræðu á síðastliðnum áratugum. Því hefur ver- ið haldið fram að forvarnir séu hagkvæmasta leiðin í baráttu við beinþynningu (1) en engu að síður hefur lyfjanotkun aukist verulega í þessu skyni (2). Miðað við síðustu rannsóknir virðist hreyfing vera aðlað- andi kostur í fyrirbyggingu og meðhöndlun á bein- þynningu. Enn er þó mörgum spurningum ósvarað varðandi það hvers konar æfingar og af hversu mikilli ákefð þær skuli stundaðar, einnig hversu oft og hve lengi til þess að koma í veg fyrir eða hægja á beintapi. Að auki er ekki ljóst hvort allir aldurshópar hafi sama gagn af líkamlegri áreynslu, sérstaklega hefur verið lítið um rannsóknir á þessu sambandi hjá eldri einstaklingum. Er nægilegt fyrir eldra fólk að stunda létta hreyfingu eða er um að ræða álagsþröskuld sem fara þarf yfir til þess að örva beinmyndun? Þessum spurningum er mikilvægt að svara því eldra fólki, stærsta áhættuhópi beinþynningar og afleiðinga hennar, fjölgar ört í samfélagi okkar. Síðan á tímum Galíleo hefur verið talið að bein- vefur bregðist við þeim lífeðlisfræðilegu kröftum sem á hann verka og seint á 19. öldinni settu þýskir vís- indamenn fram formlega kenningu um þetta upp- bygging/virkni samband sem síðar hefur verið þekkt undir nafninu Wolfs-lög. Til þess að ná nægilegum styrk án þess að auka þyngd um of aðlagast beinin daglegu áreiti með breytingum á massa ásamt ytri og innri uppbyggingu (3). Enn ríkir óvissa varðandi það ferli sem veldur því að ytri kraftar valdi svörun á frumustigi en talið er að beinfrumur verði fyrir mest- um áhrifum (4). Rannsóknir á íþróttafólki hafa sýnt að þeir sem stunda þyngdarberandi þjálfun hafa þéttari bein en samanburðarhópar (5-8). Þjálfun fþróttafólks er þó oftast frábrugðin þeirri hreyfingu sem almenningur stundar í sínum frí- eða vinnutíma, sérstaklega með tilliti til ákefðar og lengdar æfingatíma. Því hefur reynst erfitt að yfirfæra þetta jákvæða samband þjálf- unar og beinþéttni yfir á almenning. I þversniðsrannsóknum á beinþéttni kvenna og líkamlegrar áreynslu í frítíma hefur oft verið ályktað að virkir ástundendur hafi hærri beinþéttni en óvirkir (9-11) en það er þó alls ekki einhlítt. Niðurstöður þversniðsrannsókna á öldruðum konum hafa bent til þess að jákvæð fylgni sé milli iðkunar líkamsáreynslu á hverjum tíma og beinþéttni mjaðmar (12). Einnig milli meðalákafrar áreynslu og beinþéttni lærleggs og lendhryggs (13). í einni rann- sókn var sýnt að virkar konur urðu fyrir litlu eða engu beintapi samtímis því sem marktækt beintap varð hjá þeim konum sem minna hreyfðu sig (14). Áhrif ævilangrar iðkunar hafa verið metin svo að til- hneiging sé til hærri beinþéttni hjá þeim konum sem hafa verið virkar alla tíð (15). I þeim fáu rannsóknum sem fyrir liggja hefur ver- ið ályktað að langvarandi erfiðisvinna geti virkað fyrirbyggjandi við mjaðmarbrotum (16) og að starfs- stéttir sem standa og ganga mikið við vinnu hafi hærri þéttni í hrygg, lærlegg, lærhnútum og heildarbeina- grind (17-19). Jafnvel þegar litið er til æðsta forms vísindarann- sókna, slembiraðaðra íhlutunarrannsókna, hafa nið- urstöður varðandi líkamlega áreynslu og beinþéttni verið misvísandi. Sérstakur vandi er að bera saman rannsóknir vegna mismunandi aðferða sem við þær er beitt. Þó gerðu Wolff og samstarfsaðilar (20) safn- greiningu á slíkum rannsóknum og fundu að konur í meðferðarhópum juku beinþéttni eða unnu upp beintap sem samsvaraði 1 % miðað við samanburðar- hópana. Tilgangur rannsóknar okkar var tvíþættur. Að skoða samhengi milli beinþéttni mældri í heildarbeina- grind, lendhrygg, nærenda lærleggs og lærleggshálsi og núverandi líkamlegrar áreynslu í frítíma annars vegar og fyrrverandi og núverandi líkamlegs álags í vinnu hins vegar hjá sjötíu ára gömlum íslenskum konum. Efniviöur og aöferöir Árið 1997 var öllum konum sem voru á íbúaskrá Reykjavíkur og urðu sjötugar á árinu boðin þátttaka, alls 418 konum. Konunum var í fyrstu sent bréf en boðinu síðan fylgt eftir með einu eða fleiri símtölum. Konunum var skipt í tíu hópa sem voru kallaðir til rannsóknarinnar frá september 1997 til júní 1998. Fimmtíu og fjórar konur mættu ekki og ekki náðist í 46. Alls mættu því 308 konur, eða 73,7%. Beinþéttni- mælingar, blóðmælingar og hæðar- og þyngdarmæl- ingar voru gerðar og konurnar svöruðu spurningum varðandi lyfjanotkun, heilsufar, reykingar, hreyfingu og fleira. Sextíu konur voru útilokaðar úr hópnum við úrvinnslu. Sjö konur voru útilokaðar vegna of- starfsemi í kalkkirtlum, 34 voru á östrógenmeðferð, 15 á bisfosfónatmeðferð og fjórar konur á barkstera- meðferð. Útreikningar byggjast því á niðurstöðum 248 kvenna. Samþykki Vísindasiðanefndar og Tölvu- nefndar var fengið fyrir rannsókninni. Beinþéttnimœlingar: beinþéttni var mæld með HOLO- GIC QDR2000 tæki sem styðst við DEXA (dual energy X-ray absorptiometry, tvíorkudofnunarmæl- ing) og sýnir þéttleika steinefna á flatareiningu. Bein- þéttni (g/cm2) var mæld í heildarbeinagrind, nærenda lærleggs (lærleggsháls, lærhnútur og beinið milli lær- hnúta), lærleggshálsi og lendhrygg (L2-L4). Fitumassi og fitufrír massi voru einnig mældir með DEXA. Mælingar á líkamlegri áreynslu: I spurningakverinu sem konurnar svöruðu fjölluðu sex spurningar um líkamlega áreynslu. Upplýsingar um hreyfingu í frí- tíma voru fengnar með fjórum spurningum varðandi göngu til og frá vinnu, fjölda gönguferða á viku og hversu oft í vikunni önnur hreyfing var stunduð. Lík- 586 Læknablaðið 2003/89
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.