Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 35
FRÆÐIGREINAR / BEINÞÉTTNI KVENNA uðu enga hreyfingu og er það svipað hlutfall og fundist hefur hjá norskum konum á svipuðum aldri þar sem rúmur helmingur hreyfir sig að minnsta kosti tvisvar í viku en 18% stunda enga hreyfingu (28). Hjá 65-74 ára gömlum konum í Bandaríkjunum er hreyf- ingarleysi enn algengara, eða 32,5% (29). Þar stunda um 20% kvenna mikla hreyfingu, skilgreint sem fimm æfingar á viku í 30 mínútur eða meira (30). Erf- itt er að bera þessar tölur saman milli landa, til dæmis voru íslensku konurnar ekki spurðar hversu lengi í senn þær stunduðu hreyfinguna. Hins vegar verður að taka til greina að iðkun lík- amlegrar þjálfunar hjá öldruðum er oft óregluleg, sér- staklega milli árstíða. Beinumsetningarferlið tekur gjarnan fjóra til sex mánuði og beinþéttnimæling á ákveðnum tíma endurspeglar því ekki endilega iðkun- armynstur viðkomandi einstaklings á þeim sama tíma. I rannsókn okkar voru konurnar ekki spurðar um það hvort þær hefðu stundað líkamsrækt í uppvexti sínum. Beinþéttni á hverjum tíma endurspeglar samspil þess lágmarksbeinmassa sem náðist á yngri árum og því tapi sem síðan hefur orðið. Hugsanlegt er að líkams- áreynsla á vaxtarskeiði hafi meiri áhrif á hámarksbein- massa en á viðhald þéttninnar síðar meir. Ut frá því sem vitað er um iðkunarmynstur sjötugra íslenskra kvenna má gera ráð fyrir að fyrir utan göngu- ferðir sé sundiðkun líklegasta hreyfingin (31). Afar lítið er vitað um áhrif sunds á beinþéttni hjá eldri kon- um eða konum eftir tíðahvörf (öðrum en keppniskon- um). Flestar rannsóknir á sundi og beinþéttni eru þversniðsrannsóknir á ungu keppnisfólki og hafa til þessa ekki sýnt nokkurt jákvætt samband þar á milli. Ekki fannst fylgni milli líkamlegs álags í vinnu (úti- eða heimavinnandi) og beinþéttni. Mikil fylgni var milli vinnuálagsflokka fram að 65 ára aldri en ekki milli núverandi og fyrrverandi álags sem bendir til þess að konurnar hafi starfað við svipað starf fram á eftirlaunaaldur. Hugsanlegt er að slæmt minni stuðli að rangri flokkun á fyrri atvinnu en ekkert samband fannst þó heldur við núverandi álag. Hér má þó hugsa sér að meira vinnuálag skili sér í hærra hlutfalli vöðvamassa og hafi þannig óbein tengsl við beinmassann. Erfitt er að bera þessar niðurstöður saman við fyrri rannsóknir þar sem úrtakið hér er umtalsvert eldra og ekki var spurt sérstaklega um atvinnugrein eða menntun. I rannsókn okkar tóku einungis konur þátt og því ekki hægt að fullyrða nokkuð um það hvort samhengi hlutanna er hið sama hjá eldri körlum. Afar fáar rannsóknir á sambandi líkamlegrar áreynslu og beinþéttni hjá eldri körlum (í frítíma eða vinnu) hafa verið birtar. Konur hafa oft margar skyldur, í vinnu, á heimil- um og í samfélaginu sem gerir líkamsþjálfun þeirra óreglulega og dreifða og þar með erfiða að mæla. Einnig verður að taka fram að spurningalistar eru ef til vill ekki besta leiðin til þess að mæla þjálfunar- mynstur eldra fólks. I fyrsta lagi þarf að spyrja um viðeigandi hreyfingu og álag fyrir þennan aldurshóp. í öðru lagi verður að hafa í huga að aldraðir stunda hreyfingu oft óreglulega og mislengi í senn. í þriðja lagi eru minnisbrestir algengir hjá öldruðum og því verða spurningarnar að vera afar skýrar og svörun þeirra gerð eins auðveld og hægt er. Betri mælingar mætti til dæmis fá með beinum mælingum á úthaldi og/eða styrk en þó verður að hafa í huga hvort það sé siðferðilega forsvaranlegt að leggja slík próf á eldri einstaklinga. Spurningarnar sem konurnar í rann- sókn okkar svöruðu voru hvorki áreiðanleikaprófað- ar né staðlaðar en reynt var eftir fremsta megni að hafa þær viðeigandi fyrir viðkomandi aldurshóp. Á það hefur verið bent að fæstir staðlaðir spurningalist- ar um líkamlega áreynslu henta við athuganir á eldri einstaklingum þar sem þeir taka ekki tillit til léttrar áreynslu sem er oft einkennandi fyrir þá (32). Þessi rannsókn byggir á þversniðsúrtaki en allar konurnar voru fæddar á sama árinu og mæting í rann- sóknina var góð, eða 73,7%. Þó er ekki hægt að úti- loka að þær konur sem voru mest veikburða og stunduðu þar af leiðandi minnsta líkamsþjálfun hafi ekki mætt til rannsóknarinnar. Til þess að forðast slíka valskekkju má til dæmis líta á íhlutunarrann- sóknir sem gerðar hafa verið á líkamsþjálfun og bein- þéttni á síðustu árum. í nýrri yfirlitsgrein yfir slíkar rannsóknir (33) kem- ur fram að á árunum 1996-2002 voru birtar 18 vís- indagreinar um áhrif líkamsþjálfunar á beinþéttni í lendhrygg og lærleggshálsi heilbrigðra kvenna. Með- ferðarhóparnir voru oftast litlir (n=7-61) þó með einni undantekningu (34) þar sem hópurinn saman- stóð af 118 konum. Sex rannsóknir fjölluðu um konur fyrir tíðahvörf og voru áætluð áhrif þjálfunarinnar misjöfn. Af nið- urstöðum má nefna rannsókn þar sem meðferðar- hópurinn stundaði þolþjálfun (aerobics) í 20 mínútur tvisvar til þrisvar i viku í 18 mánuði og varð marktækt meiri aukning í beinþéttni lærleggsháls meðferðar- hópsins en viðmiðurnarhópsins (35). í einni lítilli rannsókn fengust mismunandi niðurstöður fyrir und- irhópa. Meðal þeirra sem tóku getnaðarvarnartöflur varð meiri aukning í beinþéttni lærleggsháls hjá með- ferðarhópnum en hjá viðmiðunarhópnum en öfug áhrif fundust meðal þeirra sem ekki tóku getnaðar- varnartöflur (36). Þrátt fyrir þetta misræmi virðist vera tilhneiging til þess að meðferðarhóparnir hafi fengið jákvæð áhrif á beinþéttni bæði lendhryggs og lærleggsháls. I 12 rannsóknum var fjallað um konur á eða eftir breytingaskeið. Þar komu fram mismunandi niður- stöður varðandi áhrif þjálfunarinnar á beinþéttni lend- hryggs. Marktækar breytingar á beinþéttni í lendhrygg kvenna um og eftir tíðahvörf urðu mestar 2,0% aukn- ing á ári hjá konum sem ekki voru á östrógenmeðferð (26) og 1,6% aukning á ári hjá konum sem voru á östrógenmeðferð (37). I rannsókn Bravo og kollega Læknablaðið 2003/89 591
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.