Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.07.2003, Qupperneq 36

Læknablaðið - 15.07.2003, Qupperneq 36
FRÆÐIGREINAR / BEINÞETTNI KVENNA (38) voru aðeins konur með lágan beinmassa (osteo- penia) skoðaðar og varð 0,5% aukning á ári í með- höndlunarhópnum en 1,3% minnkun á ári í saman- burðarhópnum. Marktæk aukning varð í bæði með- höndlunar- (1,2%) og samanburðarhópi (1,6%) Bass- ey og kollega (37) en þær konur voru þó á östrógen- meðferð. í öðrum rannsóknum náðist ekki marktækur árangur fyrir lendhiyggsbeinþéttni (23,24,39-42). Líkamsþjálfun virtist almennt hafa jákvæð áhrif á beinþéttni lærleggsháls og jafnvel stuðla að aukn- ingu. í rannsókn á konum á breytingaskeiði (43) kom fram að eftir 18 mánaða þjálfun var þróun bein- þéttnibreytinga (g/cm2/mánuði) hjá þeim sem gengu, skokkuðu og hjóluðu marktækt frábrugðin viðmið- unarhópnum og virtist þolþjálfunin geta viðhaldið beinþéttni yfir þetta tímabil. Kohrt og samstarfsfólk (26) fundu 3,5 % marktæka aukningu eftir 11 mánaða þjálfun, göngu og skokk, þrisvar í viku á 80% af há- markshjartsláttartíðni og í annarri rannsókn fengust mjög jákvæð áhrif af styrktarþjálfun (44). í fullu samræmi við fyrri yfirlitsgreinar var ekki unnt að komast að skýrri niðurstöðu varðandi það hvort og þá hvers konar þjálfun er jákvæð fyrir bein- þéttnina. Niðurstöður rannsóknanna voru ákaflega mismunandi sem kemur þó ekki á óvart þar sem þjálfunaráætlanir voru mismunandi með tilliti til eðl- is æfinganna, lengd þeirra, fjölda á viku og ákefðar. Ef dregin eru saman einkenni þeirra þjálfunaráætl- ana sem virtust gefa jákvæðan árangur má nefna að þær stóðu yfir í að minnsta kosti 12 mánuði, æft var meira en tvisvar í viku og æfingarnar voru af þeim toga að nokkuð miklir gagnkraftar voru til staðar. Líklegt má telja að sérhæfðar æfingar sem notast við vöðva sem tengdir eru þeim beinum sem eru undir rannsókn skili bestum árangri. Þetta má meðal annars sjá í rannsókn Adami og samstarfsfólks (34) þar sem þjálfunaráætlunin samanstóð af æfingum sem reyndu á úlnliðina. Engin breyting varð á beinþéttni lendhryggs eða lærleggsháls en marktækar niðurstöður fundust fyrir geislabein hjá konunum í meðferðarhópnum. Sérstaklega er erfitt að bera saman ákefð mismun- andi þjálfunaráætlana. Lýsingar eins og „rösklega“ (brisk), „þægilega" (comfortable) eða „af mikilli ákefð“ (vigorous) voru oft notaðar og mun álagið þá háð einstaklingsbundinni upplifun út frá líkamlegu ástandi og áhugahvöt hverju sinni. Sérstaka athygli vakti sú staðreynd að í mörgum rannsóknum varð engin breyting á lífeðlisfræðilegum breytum, svo sem vöðvastyrk eða súrefnisupptöku, eftir margra mán- aða þjálfun og má þá geta sér til um að þjálfunar- áætlunin hafi að einhverju leyti ekki skilað nægilegu líkamlegu áreiti hjá þátttakendum. Fyrir utan óvissuna um eðli þeirrar þjálfunar sem gefur bestan árangur fyrir beinþéttni er einnig lítið vitað um hvernig aðlögun beinanna að ytri kröftum á sér stað. Allir kraftar sem beinið verður fyrir valda togi (strain). Sú spenna sem beinið þolir ákvarðar styrk þess. Dæmigerðar líkamshreyfingar framkalla 2000- 3000 míkrótog á yfirborði beina. Haldist álag jafnt yfir tíma er beinvefurinn í jafnvægi. Ef álagið eykst eða minnkar verður aukning eða tap á beinvef þangað til nýju jafnvægi er náð (45). Samkvæmt kenningu Frost (the mechanostat theory) (46) verður beinmyndun án undanfarandi beinátu sé beinvefur beittur meira en 2500 míkrótogum. Markus og Kiratli (43) telja breyt- ingar í beinvef sem verði vegna ytri krafta frábrugðnar þeim breytingum sem verði vegna næringarlegra þátta eða hormónabreytinga. Nokkrir staðbundnir þættir sem gætu valdið svörun beinfrumna hafa verið nefndir, svo sem nituroxíð, prostaglandín, vaxtaþátturinn IGF- I (insulin-like growth factor-I) og glútamat (47, 48). Framleiðsla þessara þátta kann að vera örvuð af vökvaspennu (fluid shear stress) á samskiptanet bein- frumna (49). Einnig er hugsanlegt að hormónasvörun við líkamlegri áreynslu dragi úr beinátu og valdi þar með jákvæðri beinumsetningu (3). Lokaorö Rannsókn okkar styður þá kenningu að ávinningur sé af líkamlegri þjálfun fyrir beinþéttni hjá eldri konum. Ekki virðist þó nægilegt að stunda gönguferðir en þar sem ekki er vitað um eðli annarra æfinga sem konurnar stunduðu er erfitt að segja til um hvers kon- ar þjálfun skili bestum árangri. Þessar niðurstöður eru studdar af yfirliti yfir íhlutunarrannsóknir þar sem kemur fram að engar skýrar línur virðast vera um samband þjálfunar og beinþéttni þó tilhneiging virðist vera til jákvæðrar fylgni. íslenska rannsóknin er mik- ilvæg viðbót við það sem þegar er vitað um áhrif þjálf- unar á beinþéttni því hún sýnir jákvæða fylgni hjá eldra og innbyrðis líkara úrtaki en flestar aðrar rann- sóknir. Því er enn ein ástæðan komin til þess að hvetja eldra fólk til þess að stunda líkamsþjálfun sér til heilsubótar. Æskilegt væri að framkvæma slembiúr- taksrannsókn á þessum aldurshópi en fram til þessa hefur meðalaldur í slíkum rannsóknum verið nokkuð undir 70 ára. Einnig er vert að geta þess að tilhneiging til þess að detta er minni hjá þeim hópi eldri einstak- linga sem stundar reglubundna hreyfingu (50). Þakkir Höfundar þakka Guðrúnu Kristinsdóttur og Leifi Franzsyni fyrir veitta aðstoð í rannsókninni og Maríu Henley fyrir aðstoð við undirbúning handrits. Rann- sóknin var studd af Vísindasjóði Borgarspítalans og Rannís. Heimildir 1. Weaver CM. Calcium requirements of physically active people. Am J Clin Nutr 2000; 72 : 579S-84S. 2. World Health Organization. Women, Ageing and Health. Achieving health across the life span. Ageing and Health Programme. Geneva, WHO, 1998. 3. Beck BR, Shaw J, Snow CM. Physical activity and osteoporo- sis. In: Marcus R, Feldman D. Kelsey J eds. Osteoporosis, volume 1. London: Academic press, 2001: 701-20. 592 Læknablaðið 2003/89
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.