Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.07.2003, Side 44

Læknablaðið - 15.07.2003, Side 44
UMRÆÐA & FRÉTTIR / A F SJÓNARHÓLI STJÓRNAR LÍ Umræðan og hugleiðíngar um stöðu lækna í íslenska heilbrigðiskertínu Ófeigur Þorgeirsson Umræðan um málefni lækna á undanförnum miss- erum hefur ekki farið fram hjá mörgum. Af mörgu er að taka en oftar en ekki hefur umræðan verið fremur lítt uppbyggileg. Umfjöllun fjölmiðla síðla árs um greiðslur Tryggingastofnunar ríkisins til einstakra sérfræðinga vakti mikla athygli og vissulega voru dregin fram neyðarleg dæmi um slíkt. Sem betur fer heyrir slíkt til undantekninga en slík umfjöllun getur gert lækna tortryggilega í augum almennings. A svip- uðum tíma ásakaði TR nokkra sérfræðinga í bæklun- arlækningum um óheilindi við gjaldtökur hjá fólki sem treysti sér ekki til að bíða lengur eftir aðgerðum á biðlistum kerfisins. Landspítala kvarta gjarnan yfir því að vera ekki hafð- ir eins mikið með í ráðum og æskilegt væri og áður var raunin til að mynda í vali í nefndir um fagleg málefni. Ennfremur hafa komið upp mál sem snúa að rétti lækna til að praktísera utan sjúkrahússins og eru ekki allir á eitt sáttir. Aðalfundur LÍ síðastliðið sumar ályktaði meðal annars um skýrari stefnumörkun í starfsemi Landspítala. f ályktun LÍ var farið fram á að vægi lækninga yrði dregið skýrar fram í stefnumót- un spítalans og slík ályktun hefði vart verið samþykkt væru læknar sáttir við sinn hlut. Af ofangreindu má álykta að sjúkrahúslæknum finnist ekki nægilega hlustað á sjónarmið þeirra við mótun nýss háskóla- sjúkrahúss í Reykjavík. Skrif lækna Af mörgu góðu er að taka í skrifum lækna um heil- brigðismál og gagnrýnin skrif formanns LÍ á síðum Morgunblaðsins um það sem nálgast rangtúlkun fjöl- miðla á kostnaðarliðum heilbrigðiskerfisins endur- spegla þörfina á ábyrgri umfjöllun lækna um þessi málefni. Sérstaka athygli mína vakti einnig grein eftir Jón Atia Árnason í Morgunblaðinu síðla vetrar. Grein þessi lét ekki mikið yfir sér en var því áhuga- verðari. Þar fjallar Jón Atli á mjög hreinskilinn hátt um það sem mætir lækni sem flytur heim að loknu sérnámi erlendis. Hann lýsir þeim vandamálum sem blasa (augljóslega) við í kerfinu og leggur fram skýr- ar hugmyndir til úrlausnar. Hugmyndir þessar taka ekki síst mið af þörfum notenda heilbrigðisþjónust- unar með bættu verklagi, þar á meðal með bættu samstarfi heilbrigðisstétta undir verkstjórn lækna. Ályktun ASÍ Snemma vetrar birtist á síðum dagblaða ályktun ASÍ um heilbrigðis- og velferðarmál þar sem þessi heild- arsamtök verkafólks í landinu lýstu sýn sinni á heil- brigðiskerfi framtíðarinnar. Þar voru kynntar tillögur sem boðuðu allróttækar breytingar á kerfinu. í álykt- uninni var meðal annars fjallað á stuttan en bein- skeyttan hátt um verkaskiptingu sérfræðinga í heilsu- gæslu og annarra undirgreina læknisfræðinnar, helg- un lækna á sjúkrahúsum, upptöku tilvísunarkerfis og fleira. Ekki ætla ég að leggja mat á hugmyndir ASÍ en það gladdi mig að einhver hafði áhuga á því að setja fram hnitmiðaða heildarsýn á heilbrigðiskerfið. Því er ekki að neita að sú hugsun læddist að mér að það væri hálfneyðarlegt að ASÍ skyldi stela senunni á jafn uppbyggilegan hátt á meðan læknar og heilbrigðis- yfirvöld stunduðu skotgrafahernað. Höfundur á sæti í stjórn LÍ. I pistlunum Af sjónarhóli stjórnar birta stjórnarmenn LÍ sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. Stóru málin tvö Læknar í heilsugæslu, sérstaklega á suðvesturhorn- inu, stóðu í stórræðum á síðastliðnu ári og kasta nú mæðinni. Fyrst var það svokallað „vottorðamál" sem síðar kveikti annan eld, sem var réttindabarátta heim- ilislækna og krafa þeirra um að fá að sinna heimilis- lækningum utan heilsugæslunnar. Afleiðingar þess- ara málaferla var frekari flótti sérfræðinga í heimilis- lækningum úr stéttinni og Reykjanesskagi nánast án nokkurrar heilsugæslu. Það er vafalaust óbragð í munni margra eftir eftir þessi glímutök við heilbrigð- isstjórnina enda átökin sumarið 1996 ekki enn liðin úr minni margra. Á svipuðum tíma stóð sem hæst sameiningarferli stóru sjúkrahúsanna og heyrðust þá óánægjuraddir margra sjúkrahúslækna. Læknar á Hefur staða lækna almennt breyst á undanförnum árum? Svo virðist sem breyttar áherslur og stjórnarhættir einskorðist ekki við Landspítala. Almennt má segja að heilbrigðisstjórnin hafi mótað stefnu til framtíðar sem hefur meðal annars leitt til skerðingar á áhrifum lækna. Það er liðin tíð að læknar séu sjálfkjörnir til forystu í faglegum málaflokkum eins og nefndarskip- an um málefni BUGL á liðnum vetri gaf til kynna og hlaut rækilega umfjöllun. Fyrir mér var það mál for- dæmisgefandi um það sem koma skal. Málefni lækna á nýstofnuðum Landspítala virðast vera á svipaðri braut og mörkuð var í heilsugæslunni fyrir mörgum árum þar sem heimilislæknar eru launaðir starfs- 600 Læknablaðið 2003/89

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.