Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 45
UMRÆÐA & FRÉTTIR / A F SJÓNARHÓLI STJÓRNAR LÍ menn og án „hefðbundinna“ réttinda sem aðrar sér- fræðigreinar hafa notið hingað til. Sé þetta rétt þá er óneitanlega ákveðinn samhljómur í málefnum lækna í heilsugæslunni og málefnum lækna á sjúkrahúsum, sérstaklega með tilliti til skerðingar á faglegu frelsi og stöðu þeirra innan kerfisins almennt. Eru læknar ósáttir? Eflaust eru ekki allir kollegar óánægðir með þá þró- un sem hefur átt sér stað að undanförnu. Margir eru hins vegar ósáttir, bæði innan Landspítala og í heilsu- gæslunni og upplifa þessar breytingar mjög neikvætt. Þetta er ekki að furða þar sem hefðbundið nám lækna og þjálfun snýst að miklu um greiningu og meðferð með sem minnstum afskiptum þriðja aðila. En hvað með hinar ágætu tekjur stéttarinnar almennt sem margir skírskota til? Það skýtur skökku við að stéttin í heild sinni skuli ekki vera ánægðari þar sem læknar njóta almennt ágætra kjara. Þessu til viðbótar hygg ég að flestir læknar geti verið sammála um að læknisstarfið geti verið gefandi og ánægjulegt undir venjulegum kringumstæðum. Kannski er ekki eins mikil fylgni á milli tekna og ánægju í starfi og ætla mætti og annað búi undir. Það má ætla að almenn tekjuaukning stéttarinnar með síðustu samningum leysi einungis hluta vandans og aðallega það sem snýr að hinu mikla vinnuálagi og ábyrgð sem fylgir starf- inu þar sem óánægjuraddir halda áfram að vera há- værar innan stéttarinnar. Þannig sá geðlæknir við spítalann sig knúinn til að rita pistil í Læknablaðið í upphafi árs um lífshamingju lækna og leiðir til úr- lausnar í þeim efnum (1). Eg hef heyrt annan lækni hafa á orði að það sé sem hluti stéttarinnar þjáist af „stéttardysfóríu". Ólíklegt þykir mér að það veljist til læknisstarfans fólk sem hefur tilhneigingu til starfs- leiða eða þunglyndis umfram aðra. Að mínu mati er ástæðu óánægjunnar að leita í því umhverfi þar sem við vinnum fremur en innan stéttarinnar. Starfshamingja lækna undir smásjánni Til stendur að gera athugun á ánægju lækna í starfi á öllum Norðurlöndunum. Er mér sagt að verkefni þetta sé hugmyndasmíð forstjóra Karolinska sjúkra- hússins í Stokkhólmi og er rannsóknin grundvölluð á tveimur forsendum: 1. Læknar á Norðurlöndum séu almennt ekki nægilega hamingjusamir og kulnun í starfi sé því algeng; 2. Starfshamingja lækna skiptir miklu eða meginmáli við útfærslu heilbrigiðisþjónust- unnar. Fyrrgreindi liðurinn hefur verið nokkuð í um- ræðunni hér á landi á seinni árum, en lítið hefur borið á þeim seinni. Það ætti að vera öllum ljóst mikilvægi þess að læknar séu ánægðir í starfi enda hvílir drif- þungi heilbrigðisþjónustunnar á læknum landsins. Hvað er læknum að kenna? Að ofan hef ég ályktað að óánægju lækna megi, að minnsta kosti að hluta, rekja til minnkandi áhrifa þeirra á vinnustað sínum og minna faglegs sjálfstæðis sem fylgir í kjölfarið. Því hefur verið haldið fram að læknar hafi ekki reynst viljugir til að axla stjórnunar- ábyrgð og sýna frumkvæði sem aftur hafi leitt til minnkandi áhrifa stéttarinnar. Nýlega hélt stjórn- sýslufræðingur erindi um þetta málefni og lýsti kenn- ingum sínum um viðbrögð lækna við auknum kröfum nútíma heilbrigðisstofnana um þátttöku þeirra í mál- efnum sem snúa ekki beint að umönnun sjúklinga (2). Þar kom fram að læknar hefðu gjarnan skorast undan á þessu sviði og látið öðrum heilbrigðisstéttum það eftir. Þessar stéttir, og þá sérstaklega hjúkrunar- fræðingar, hafa axlað ábyrgðina með glöðu geði og lái þeim hver sem vill. Læknar hafa gjarnan borið því við að hafa ekki tíma til annars en að sinna sjúklingum, en ég er ekki viss um að sú skýring ein nægi til að fría þá allri ábyrgð. Hvaö er til ráða? Hér hef ég reynt að draga fram þau málefni lækna sem hafa verið til opinberrar umfjöllunar á undan- förnum misserum. Frumkvæði kollega á sviði stefnu- mótunar í heilbrigðisþjónustu hefur fallið í skuggann af réttindabaráttu lækna og málefnum sem snúa að þverrandi áhrifum þeirra innan kerfisins. Að mínu mati hefur þetta leitt til víðtækrar óánægju innan stéttarinnar og stendur til að rannsaka það á næst- unni. Einn læknir komst nokkuð nálægt sannleikan- um að ég held þegar hann sagði að „íslenskir læknar væru góðir læknar sem ynnu í gölluðu kerfi“. Ég er á þeirri skoðun að læknastéttin eigi ekki að veigra sér við að reyna að breyta því umhverfi sem þeir vinna í, sér og sjúklingum sínum til gagns. Slíkt gerist ekki nema hugarfarsbreyting eigi sér stað innan stéttar- innar. Þannig eiga læknar að taka frumkvæðið í sínar hendur og leita á virkan hátt að lausnum á þeim vandamálum sem hafa plagað stéttina að undan- förnu. Slíkra lausna er ekki að vænta nema í samstarfi við að aðrar heilbrigðisstéttir og stjórnendur heil- brigðiskerfisins. Það verður að gerast á þeim forsend- um að læknar skapi sér stöðu sem leiðtogar á sem flestum sviðum heilbrigðisþjónustunnar, hvort sem er í faglegum teymum eða við útfærslu heilbrigðis- kerfisins á stærri vettvangi. Ég vona að umræðan um breytt hlutverk lækna í síbreytilegu heilbrigðiskerfi fari af stað því ekki er seinna vænna. Heimildir 1. Óttar Guðmundsson. Óhamingjusamir læknar. Læknablaðið 2003; 89; 103. 2. Sigurbjörg Sigurðardóttir. How thc impossible became possible. Politics and leadership in shaping health policy. (Óbirtur fyrir- lestur.) Læknablaðið 2003/89 601
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.