Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 55

Læknablaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 55
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ALÞJÓÐLEG HEILBRIGÐISMÁL Frá WHO til Lýðheilsustöðvar - Rætt við Guðjón Magnússon, einn af framkvæmdastjórum Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Kaupmannahöfn og nýskipaðan forstjóra Lýðheilsustöðvar íslands Um miðjan maÍ skipaði heilbrigðisráðherra dr. Guðjón Magnússon í embætti forstjóra Lýðheilsu- stöðvar Islands. Þegar þetta er ritað er ýmislegt óljóst um starfsemi þessarar ágætu stöðvar, annað en það að innan hennar á að sameina fjögur ráð sem starfa á sviði forvarna: Manneldisráð, Tób- aksvarnaráð, Áfengis- og vímuvarnaráð og Slysa- varnaráð. Einnig er ljóst hver á að leiða stöðina. Þar hefur tekist vel til því Guðjón Magnússon er meðal reyndustu manna við stjórnun á sviði heil- brigðismála sem völ er á hér á landi. Reyndar var Guðjón sóttur út fyrir landstein- ana en hann hefur starfað utanlands í sjö ár, fyrst sem rektor Norræna heilbrigðisháskólans í Gauta- borg og síðan sem einn af æðstu stjórnendum Evr- ópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar (WHO) í Kaupmannahöfn. Það var þar sem blaðamaður Læknablaðsins hitti Guðjón að máli daginn eftir hvítasunnu. Eftir nokkra leit fannst skrifstofan í lítilli hliðargötu við Strandveginn en sú gata er kennd við danska rithöfundinn Hans Scherfig. Guðjón kom heim frá námi árið 1980 og var fljótlega skipaður aðstoðarlandlæknir. Því starfi gegndi hann í tíu ár en næstu fimm árin var hann skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu. Árið 1996 fór hann til Gautaborgar og var þar rektor þangað til í fyrra að hann réðst til starfa hjá WHO í Kaupmannahöfn. En hvert er hlutverk hans þar? Barátta gegn berklum „Eg er framkvæmdastjóri skrifstofu sem ber enska heitið Reducing Disease Burden eða Að minnka sjúkdómsálagið. WHO er ein af undir- stofnunum Sameinuðu þjóðanna en að henni eiga 192 ríki aðild. Stofnunin skiptist niður í sex svæða- skrifstofur og ein þeirra er skrifstofan hér í Kaup- mannahöfn sem nær yfir allt Evrópusvæðið sem telur 52 ríki. Reyndar fjölgaði ríkjunum um eitt í síðasta rnánuði þegar Kýpur flutti sig frá Mið- Austurlandaskrifstofunni til okkar. Svæði okkar nær yfir gömlu Evrópu að landamærum Kína en við fall Sovétríkjanna urðu til 15 ný ríki sem öll eiga aðild að þessari skrifstofu. Þetta er því feikilega stórt landsvæði með 870 milljónum íbúa. Gæðunum er ákaflega misskipt NIZATION DE LA SAN N ’.SATIOK V H< X )XPAi-j því undir okkur heyra sum ríkustu lönd í heimi þar Guðjón Magmisson með sem þjóðartekjurnar á mann eru yfir 30.000 doll- merki WHO að bakhjarli. arar en einnig sum þeirra fátækustu þar sem tekjur á mann eru ekki nema um 500 dalir og heilbrigðis- ástandið afar bágborið. Lífsskilyrðin eru eftir því ólík en ævilengdin í sumum ríkjum er að meðaltali um 80 ár en í öðrum allt niður undir 50 ár. Það er mikil ögrun fólgin í því að takast á við heilbrigðis- mál á svona stóru svæði þar sem aðstæður eru svo ólíkar. Við Evrópuskrifstofuna starfa urn 600 manns og skiptist það til helminga þannig að um 300 starfa hér í Kaupmannahöfn en afgangurinn er dreifður um alla álfuna. Af þessu starfsliði heyra um 130 manns undir mína deild. Þeir vinna á ýms- um sviðum en það stærsta er smitsjúkdómar og sóttvarnir þar sem um 90 manns vinna. Stærsta verkefnið þar er baráttan gegn berklum sem hafa náð sér á strik aftur eftir fall Ráðstjórn- arríkjanna. Tíðnin í Rússlandi hefur aukist úr svona 40 tilvikum á 100.000 íbúa á ári fyrir áratug upp í yfir 90 tilvik. Við erum með 18 starfsmenn í Rússlandi sem vinna að því að innleiða nýjar að- ferðir við að takast á við sjúkdóminn, bæði í því að greina hann og meðhöndla. Þeir beita nýrri aðferð sem þróuð hefur verið á vegum WHO og nefnist DOTS en samkvæmt henni er lögð mikil áhersla á að fylgjast náið með meðferðinni og tryggt að sjúklingar hafi verið sjúkdómsgreindir með rækt- Þröstur un og að þeir fái og taki Iyfin. Áður hefur verið Haraldsson Læknablaðið 2003/89 611
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.