Læknablaðið - 15.07.2003, Qupperneq 57
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ALÞJÓÐLEG HEILBRIGÐISM
A L
vaninn að láta gegnumlýsingu nægja til að greina
sjúkdóminn svo þarna er verið að innleiða nýjung-
ar sem krefjast þjálfunar starfsfólks, bæði við
ræktun og rannsóknir á smiti og við notkun nýrra
tækja.
Lömunarveiki útrýmt
Annar stór þáttur í starfsemi okkar eru bólusetn-
ingar og ónæmisaðgerðir en á því sviði náðist sá
árangur í júní í fyrra að Evrópa var lýst svæði sem
laust er við lömunarveiki. Það þýðir þó ekki að
hægt sé að slaka á vörnunum því veikin getur
komið upp, svo sem með innflutningi frá öðrum
svæðum eða með öðrum hætti. Það er því mikil-
vægt að fylgjast vel með, halda uppi óbreyttu
bólusetningarstigi og vera undir það búin að tak-
ast á við minni faraldra ef þeir kynnu að brjótast
út. Næsta stórverkefni í bólusetningum eru misl-
ingar sem eru gífurlega mannskæðir, einkum hjá
börnum. Nú starfa um 20 manns að því að útrýma
mislingum og þeirra starf miðast einkum við suð-
austurhluta Evrópu þar sem ætlunin er að bólu-
setja milljónatugi barna á næsta vetri.
Svo er það alnæmið en árið 2001 var hvergi
meiri fjölgun nýrra alnæmistilfella en í Austur-
Evrópu, hún var langtum meiri en í Afríku. Ut-
breiðslan er fyrst og fremst með sprautunotkun,
en ólíkt því sem raunin er í vesturhluta álfunnar
þá eru það ekki fyrst og fremst forfallnir vímu-
efnafíklar sem smitast heldur ungt fólk sem stund-
ar skemmtanalíf um helgar og lætur sprautuna
ganga í partíum. Þetta er einskonar nútímaútgáfa
af rússneskri rúllettu. Spurningin er hvernig við
náum til þessa fólks og komum því í skilning um
þá áhættu sem það er að taka.“
Milljón Rússar með HIV
- Meðan Sovétríkin voru við lýði var það algengt
að yfirvöld neituðu að horfast í augu við faraldra
og sjúkdóma af þessu tagi. Hefur það breyst?
„Já, ég var á ráðstefnu í Moskvu fyrir skömmu
og þar kom fram að á síðasta ári voru 26 milljónir
Rússa skimaðir vegna alnæmi. Yfirvöld hafa því
reynt að gera sér grein fyrir útbreiðslu sjúkdóms-
ins og hafa gefið út opinberar tölur sem segja að
260.000 Rússar séu smitaðir en viðurkenna hins
vegar að sennilega séu þeir fjórum sinnum fleiri
eða meira en ein milljón smitaðra. Útbreiðslan
hefur verið örust á síðustu árum svo enn eru út-
gjöld Rússa vegna dýrra alnæmislyfja ekki orðin
mikil. Það er hins vegar mjög brýnt að nota þenn-
an tíma sem nú gefst til að halda uppi fræðslu
meðal hinna smituðu til að koma í veg fyrir að þeir
smiti aðra.
Þegar fram líða stundir mun lyfjaþörf þessara
þjóða verða mikil og þess vegna gaf Gro Harlem
Brundtland framkvæmdastjóri WHO út þá yfirlýs-
ingu að fyrir árið 2005 myndu þrjár milljónir
manna fá aðgang að niðurgreiddum alnæmislyfj-
um til viðbótar þeim sem hafa þegar fengið þau.
Kostnaðurinn við þetta átak kemur aðallega úr
tveimur áttum, annars vegar úr alþjóðlegum sjóði,
Global Fund, sem stofnaður var til að takast á við
berkla, malaríu og alnæmi, og hins vegar með
samningum við lyfjaframleiðendur um hagstæðara
verð fyrir magninnkaup."
Spurning um kunnáttu
En það er fleira sem heyrir undir deild Guðjóns en
smitsjúkdómar því á hans könnu er einnig mæðra-
og ungbarnaeftirlit.
„Já, þar eru að störfum um það bil 30 starfs-
menn sem sinna erfiðum málaflokki sem hefur
þróast mjög á verri veg í Austur-Evrópu. Ríkin
sem áður voru á áhrifasvæði Ráðstjórnarríkjanna
ganga nú í gegnum breytingatíma með auknum fé-
lagslegum erfiðleikum og heilbrigðisvanda sem
kemur mjög niður á mæðra- og ungbarnaeftirliti
sem er víða töluvert lélegra en fyrir tíu árum. Nú
er kappkostað að endurmennta ljósmæður og
hjúkrunarfræðinga og að beina fæðingum út af
stofnunum inn á heimilin þar sem minna er um
sýkingar. Það krefst hins vegar ýmissa breytinga á
fyrirkomulagi fæðingarhjálpar og umönnunar. Við
reynum líka að auka fræðslu heilbrigðisstarfsfólks
um smithættu hjá ungbörnum og bæta aðstöðu
þess til að takast á við hana.
Allt þetta gerum við í nánu samráði við frjáls
félagasamtök sem láta sig þessi mál varða og það
er raunar einkenni á starfi WHO að stofnunin
vinnur mikið með frjálsum félagasamtökum og al-
þjóðasamtökum. Stofnunin reynir þá að samræma
starfsemi þeirra svo samlegðaráhrifin verði sem
mest.“
- I hverju birtist það þegar ungbarnaeftirliti
hrakar?
„Fyrst og fremst í auknum ungbarnadauða en
tölur um börn sem deyja á fyrsta ári eru ískyggi-
lega háar í mörgum ríkjum austanverðrar Evrópu
og hæstar meðal þeirra þjóðfélagshópa sem hafa
það verst. Ég get nefnt dæmi af Tyrklandi. Þar býr
um það bil fimmtungur þjóðarinnar við ágæt kjör
og meðal þeirra er ungbarnadauði svipaður og
gengur og gerist í Vestur-Evrópu. Hjá þeim 20 pró-
sentum sem búa við bágust kjör er ástandið hins
vegar sambærilegt við það sem tíðkast víða í
Afríku.
Þetta sýnir að það er ekki síður munur á milli
þjóðfélagshópa innan hvers ríkis eins og á milli
landa. Við þetta þurfum við að glíma og reynum
að leggja að stjórnvöldum að þau sinni betur þeim
Læknablaðið 2003/89 613