Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.2003, Page 59

Læknablaðið - 15.07.2003, Page 59
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ALÞJÓÐLEG HEILBRIGÐISMÁL mjög áþekk vandamál að etja jafnt í vestri sem austri, svo sem geðraskanir og sjálfsvíg. A hinn bóginn hefur verið mikil aukning á asma meðal barna í Vestur-Evrópu en ekki í austurhlutanum. Ein tilgátan er sú að aukið hreinlæti valdi því að ekki skapist sama ónæmi gegn alls kyns sýklum. Við sjáum líka að átraskanir og aðrir fylgikvillar neyslusamfélagsins eru meiri í vesturhlutanum en vitum að þeir munu einnig aukast í austurhlutan- um þegar neyslusamfélagið heldur innreið sína þar fyrir alvöru. Það sem við viljum gera er að vekja athygli ráðamanna á nauðsyn þess að takast á við heil- brigðisvandamál barna og ungmenna af meiri áhuga. Við erurn dálítið upptekin við að sinna sjúkdómum gamla fólksins. Eitt þeirra verkefna sem beinist að yngstu kynslóðinni er það sem við köllum Health Promoting Schools og hefur teygt anga sína til Islands. Þetta er tíu ára gamalt verk- efni sem byggist á því að skólinn láti sér ekki nægja að halda uppi almennri fræðslu um áfengi, fíkniefni, tóbak, kynlíf og kynsjúkdóma heldur að þessi umfjöllun sé samþætt inn í allt skólastarfið. Með því móti er hægt að tengja þessi mál við heilsu og heilbrigði og styrkja ábyrgð nemenda á eigin heilsu." Ný og spennandi stofnun í framhaldi af þessu beindist talið að ofneyslu- vanda íbúa Vestur-Evrópu og nauðsyn þess að haldið sé uppi öflugri fræðslu og forvörnum gegn offitu. Guðjón sagði að umræðan hefði að undan- förnu beinst að næringunni sem markaðsvöru og hvernig neysluvenjur fólks eru að breytast. Þaðan var stutt í nýja hlutverkið hans sem er að vera for- stjóri Lýðheilsustöðvar íslands. „Eg er spenntur að heyra betur hvaða hug- myndir menn hafa um uppbyggingu stofnunarinn- ar og hvaða metnaður er að baki henni. Þarna eiga að sameinast fjögur ráð á sviði forvarna en svo getur ráðherra með reglugerðarbreytingu aukið verkefni stofnunarinnar ef áhugi er fyrir því. Þar mætti til dæmis hugsa sér að efla forvarnir gegn offitu og fræðslu um hreyfingu og hollt mataræði. Annar málaflokkur er ofbeldi sem er vaxandi vandamál og ekki bara tengt áfengi og fíkniefn- um. Geðrækt er enn eitt málið sem nú er á könnu landlæknis en mætti alveg hugsa sér að heyrði undir Lýðheilsustöð. Það eru líka margir möguleikar í samþættingu þeirrar starfsemi sem fram hefur farið á vegum ráðanna fjögurra. Til dæmis má nefna Manneld- Hlutverk Lýðheílsustöðvar Úr 3. grein laga um Lýðheilsustöð íslands: Hlutverk stöðvarinnar er að efla lýðheilsustarf og samræma það, annast fræðslu til almennings um heilbrigði og heilsueflingu í samstarfi og sam- vinnu við landlækni og aðra eftir því sem við á og styðja starfsemi stofn- ana og frjálsra félagasamtaka til eflingar lýðheilsu. Lýðheilsustöð skal vera stjórnvöldum til ráðgjafar um stefnumótun á sviði lýðheilsu. For- gangsröðun verkefna skal vera í samræmi við heilbrigðisáætlun. Stöðin fylgist með árangri af lýðheilsustarfi og stuðlar að rannsóknum á sviði lýðheilsu í samvinnu við landlækni og mennta- og rannsóknastofnanir. Helstu verkefni Lýðheilsustöðvar eru: a. að efla lýðheilsustarf í samvinnu við aðra sem að þeim málum starfa, b. að annast áfengis- og vímuvarnir, manneldi, slysavarnir, tób- aksvarnir og önnur forvarna- og heilsueflingarverkefni á veg- um ríkisins, c. að fylgjast með og koma á framfæri nýrri þekkingu og reynslu sem að gagni mætti koma í lýðheilsustarfi, d. að meta reglulega árangur af lýðheilsustarfi og bera hann sam- an við sett markmið, e. að efla þekkingu og færni þeirra sem starfa að eflingu lýð- heilsu, f. að miðla upplýsingum og fræðslu til landsmanna og einstakra hópa í samfélaginu, eftir því sem við á, í samvinnu við land- lækni og aðra, g. að stuðla að eflingu kennslu og rannsókna á sviði lýðheilsu og samstarfi við háskóla og aðrar menntastofnanir, h. að beina tillögum til stjórnvalda um aðgerðir til að efla lýð- heilsu og forgangsröðun verkefna. isráð sem veitir leiðbeiningar um gott mataræði. Þær mætti tengja ráðgjöf um hreyfingu, um áfeng- isneyslu og svo framvegis og ná þannig fram heild- stæðari og virkari ráðgjöf um heilbrigðan lífsstíl. Það eru því ýmis verkefni sem hin nýja stofnun gæti tekið að sér en um þetta er erfitt að segja fyrr en hún er komin á laggirnar og byrjuð að starfa,“ segir Guðjón. Hann bætir því við að vissulega togist á í honum áhuginn á þessari nýju stöðu og metnaður til þess að halda áfram hjá WHO. Þar er hann í meiri valda- og áhrifastöðu en nokkur Islendingur hefur komist í áður á sviði heilbrigðismála sem er að sjálfsögðu mikill heiður fyrir hann og ísland. Tím- inn verður svo að leiða í ljós hvernig rætist úr ný- græðingnum Lýðheilsustöð íslands. Læknablaðið 2003/89 615

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.