Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.07.2003, Qupperneq 63

Læknablaðið - 15.07.2003, Qupperneq 63
UMRÆÐA & FRÉTTIR / EINKAVÆÐING Meira um einkavæðingu og einkarekstur í vor varð í Læknablaðinu nokkur umræða um merkingu orða. Jóhann Heiðar Jóhannsson tók æf- ingu um merkingu orðsins „einkavæðing", undirrit- aður reyndi að átta sig á því hvaða skírskotun það hefði til staðreynda um íslenska framkvæmd heil- brigðisþjónustunnar. Ólafur Örn Arnarson lýsti sinni hlið á málinu m.a. með gagnrýni á grein mína og skoðanir. í hnotskurn er vandinn þessi. Víðtæk einkavæðing hefur átt sér stað íslensku þjóðfélagi á liðnum árum. Um þessa einkavæðingu hafa verið skiptar skoðanir og þar af leiðandi pólitísk átök. Einkavæðingin hefur ekki alltaf gengið vel. Ásakanir hafa verið hafðar frammi um spillingu og stýringu ríkisvaldsins á hlut þess í fyrirtækjum til valinna einstaklinga eða hópa með réttan pólitískan lit. Þetta ástand hefur orðið til þess „einkavæðing" hefur orðið skammaryrði eða nánast blótsyrði í munni tiltekinna pólitíkusa og sumra annarra, sem tjá sig um þjóðfélagsmál. I annan stað hefur talsverð umræða verið uppi um einkarekn- ar lausnir við veitingu heilbrigðisþjónustu og tals- verður þrýstingur á að sú leið verði farin í auknum mæli. Þetta hefur ekki öllum heldur líkað. Nokkuð hefur borið á því, að þessar skoðanir fari saman hjá fólki, það er andstaðan við einkavæðinguna og gagn- rýni á aukinn einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni. Þegar svo rökin hefur þrotið við andmælin við einka- rekstrinum, þá hefur freistingin orðið sterk að fara niðrandi orðum um hann og kalla áform um aukinn einkarekstur „einkavæðingu" í neikvæðri merkingu þess hugtaks. Hvað er einkavæðing? Einkavæðing í sinni ein- földu merkingu er að flytja eigur opinberra aðila í einkaeign. Það getur átt við sölu hluta í fyrirtækjum á markaði, sölu fyrirtækja í heilu lagi eða það að fá sjálfseignarfélögum, sem hafa ekki hagnaðarvonina að markmiði, ríkisfyrirtæki í hendur. Grundvallarat- riðið er að fjármagnið skipti um eigendur. Gott dæmi er sala ríkisins á Landsbankanum og Sfldarverk- smiðjum ríkisins svo dæmi séu tekin. Ef þessi grund- vallaratriði eru höfð í huga getur það hjálpað mikið til að forða okkur frá hugtakaruglingi og misbeitingu hugtaka eins og freistingin er í pólitískri umræðu og áður hefur verið bent á. Þessu má heldur ekki blanda saman við samkeppnisumræðuna, þar sem sam- keppni er alls ekki bundin við aðila sem eru á mark- aði eða njóta fjármagns, sem er í einkaeigu. Ríkis- fyrirtæki á Vesturlöndum geta verið í samkeppni hvert við annað eða við fyrirtæki í einkaeigu og nýleg dæmi eru um litla eða enga samkeppni fyrirtækja í einkaeigu. Við okkar aðstæður er erfitt að sýna fram á í ljósi þessarar skilgreiningar, að einkavæðing eigi sér stað í íslenska heilbrigðiskerfinu eða að áform um aukinn einkarekstur séu einkavæðing heilbrigðiskerfisins. Á meðan ríkið heldur verkefnunum hjá sér og lætur fyrirtæki í sinni eigu sinna þeim eða semur við aðra aðila um það, er tómt mál að tala um einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. í fyrri grein minni um þetta efni benti ég á að kalla mætti það einkavæðingu heilbrigð- iskerfisins, þegar ríkið gefur frá sér lögbundin verk- efni sín og tekjustofna, sem undir þeim standa, og læt- ur einkaaðilum eftir að fjármagna heilbrigðisþjónust- una og hrinda henni í framkvæmd. Um það eru fá dæmi hér á landi. Það er mjög mikilvægt, að læknar í baráttu sinni fyrir auknum einkarekstri í heilbrigðiskerfinu blandi ekki einkavæðingarumræðunni í þá baráttu nema það sé meðvituð pólitísk ákvörðun af þeirra hálfu, byggð skýrri afstöðu til umræddra hugtaka og notk- unar þeirra. Ég vil enn á ný skora á fleiri lækna að tjá sig um þessi efni. Fyrst og fremst í því skyni að slá vopnin úr höndum þeirra, sem spilla vilja fyrir frelsi lækna til að stunda lækningar sínar við aðstæður, sem þeir kjósa sjálfir og henta sjúklingum þeirra. Sigurbjörn Sveinsson Höfundur er formaður LÍ. Læknablaðið 2003/89 619
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.