Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2003, Síða 65

Læknablaðið - 15.07.2003, Síða 65
UMRÆÐA & FRÉTTIR / EVRÓPSKT SAMSTARF Staða mála hjá CPME áríð 2003 Fastanefnd evrópskra lækna sem áður nefndist CP heitir fullu nafni Standing Committee of Euro- pean Doctors, CPME. Stafirnir CP nægðu ekki þar sem margar fastanefndir aðrar eru starfandi. Eg hef verið fulltrúi Læknafélags Islands í CPME frá árinu 2000 og eru að jafnaði haldnir þrír fundir árlega þótt ég hafi ekki komist til að sækja þá alla. Stjórn CPME Eins og komið hefur fram í fyrri skýrslum mínum um starf CPME hef ég verið endurskoðandi félagsins (internal auditor) frá því í apríl 2001 og var endur- kjörin í það embætti á fundi 29. mars síðastliðinn til tveggja ára. Petta þýðir að ég á seturétt á fundum framkvæmdastjómar (executive committee). Forseti er Dr. Rainer Brettenthaler, heimilislæknir frá Salz- burg í Austurríki og lýkur kjörtímabili hans um ára- mótin 2003/2004. Við af honum tekur Bernard Grew- in frá Svíþjóð. Varaforsetar em fjórir, Dr. Lambis Christopoulos frá Grikklandi, Dr. Len Harvey frá Bretlandi, Dr. Pedro Nunes frá Portúgal og Dr. Jesp- er Poulsen frá Danmörku og gjaldkeri er prófessor Karsten Vilmar frá Þýskalandi. PriceWaterhouse- Coopers hefur endurskoðað reikninga síðustu ár og hefur fjárhagurinn verið réttur af með því að gera fjölmargar breytingar, en líklegt er að frekari sparn- aði mætti ná fram með því að draga úr túlkaþjónustu. Ekki verður þó auðvelt að gera slíkar breytingar! Eins og ávallt eru viðfangsefni CPME fjölbreytt. Sum eru gegnumgangandi ár frá ári, taka smávægi- legum breytingum eða ná ekki fram að ganga, en CPME kemur sér upp stefnu í flestum málum sem viðkoma læknastétt og einkum samskiptum við Evr- ópusambandið. Það er því mikilvægt að vera í góðum tengslum við nefndir og ráð og framkvæmdastjórinn, hin lögfróða Lisette Tiddens-Engwirda, er betri en enginn þar sem hún hefur margra ára reynslu frá sínu fyrra starfi í því að ganga slíkra erinda, lobbyera eins og það er kallað (krunka saman eða stinga saman nefjum í reykfylltum bakherbergjum?). Forsetinn hefur sótt mikilvæga fundi með fulltrú- um ESB, sjá síðar. Mikill tími hefur farið í fyrirhugaða stækkun ESB eins og vænta má, enda hafa væntanleg aðildarlönd og umsóknarlönd átt fulltrúa á fundum CPME, án þess að eiga þar fulla aðild. Réttur sjúklinga til þess að fá meðferð annars staðar en í heimalandinu hefur verið ofarlega á baugi, og læknar telja mikilvægt að það liggi einnig ljóst fyrir hver réttindi og skyldur lækna verði eftir stækkunina. Vorfundur árið 2003 Eftirfarandi eru helstu mál sem voru til umræðu og afgreidd á fundi í mars 2003: 1. Sameiginleg viðbrögð Evrópskra lækna, dýra- lækna, tannlækna, hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra, lyfjafræðinga og arkitekta við drögum að tilskipun Evrópuþings og Evrópuráðs um gagnkvæma við- urkenningu á menntun/starfsréttindum. Fulltrú- um þessara stétta, þar á meðal Dr. Brettenthaler, var boðið á fund Evrópuþingsins í október á síðasta ári til þess að ræða drög að tilskipun um gagnkvæma viðurkenningu á starfsréttindum. Til- gangur fundarins var að heyra hvernig þessar stéttir teldu að markmiðum yrði best náð. Dr Brettenthaler lagði áherslu á að læknastéttin væri sátt við það fyrirkomulag sem nú ríkti. Tillögur framkvæmdastjórnar ESB myndu þýða að erfið- ara yrði fyrir evrópska lækna að flytja sig milli landa og það getur CPME ekki sætt sig við. Þá mótmælti CPME því að læknum sé skipt í tvo hópa: Takmarkaðan hóp sérfræðinga sem fengju sjálfkrafa viðurkenningu milli landa (ein- ungis 17 sérgreinar) en mun fleiri greinar yrðu flokkaðar sem almennar (35) og fengju ekki slíka viðurkenningu á silfurfati. Þetta myndi hindra verulega þá frjálsu för milli landa sem stefnt hefur verið að. Til þess að tryggja rétt neytandans og öryggi sjúklinga yfir landamæri verður að veita heilbrigð- isþjónustu samkvæmt lögum þess lands þar sem meðferð fer fram en ekki samkvæmt lögum heimalandsins. Þó fagnar CPME því að stefnt sé að sveigjanlegri löggjöf sem geri ráð fyrir samráði við stéttina, en vill að textinn sé skýr og að samstarf við læknastéttina sé tekið fram í lögum. I Iið 13 í uppkastinu segir að engin sérgrein skuli vera í aðildarlöndunum sambærileg við það starf sem heimilislæknar vinna nú. Þar sem þetta eigi ekkert skylt við raunveruleika nútímans, heimilislækningar séu að verða sérgrein í fleiri og fleiri Evrópulöndum, þá eigi að strika þetta út. Loks eigi hlutastörf í námi ekki að vera undan- tekning heldur sjálfsagður valkostur sem náms- læknum standi til boða. 2. I ályktun um útgáfu ritsins Tóbak í smásjá segir að í ritinu komi fram skýrar leiðir til þess að vernda lýðheilsu, þar á meðal sannar upplýsingar um heilsutjón af völdum tóbaks, ekki sé lengur hægt að halda því fram að sumar sígarettur séu minna skaðlegar en aðrar, sjá megi fyrir endalok tóbaks- Katrín Fjeldsted Höfundur er heimilislæknir. 621 Læknablaðið 2003/89 Læknablaðið 2003/89 621
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.