Læknablaðið - 15.07.2003, Qupperneq 75
FRÁ HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTI OG LANDLÆKNI
Lyfjamál 117
ÁrsskÝrsla International Narcotics Control Board
(INCB) um framleiðslu og notkun ávana- og fíkni-
efna í heiminum árið 2001 er nýkomin út. INCB er sú
stofnun Sameinuðu þjóðanna sem annast eftirlit með
framleiðslu og verslun með ávana- og fíkniefni sam-
kvæmt alþjóðasamningum um þau efni (Single Con-
vention on Narcotic Drugs 1961, Convention on
Psychotropic Substances 1971 og United Nations
Convention against Illicit Traffic in Narcotic Drugs
and Psychotropic Substances 1988).
Eitt af því sem vekur athygli í skýrslunni er hin
gríðarlega aukning í framleiðslu og notkun metyl-
fenídats. Árið 1990 var heimsframleiðslan 2,8 tonn
en náði hámarki 1999 þegar framleidd voru 19,1
tonn. Árið 2001 var framleiðslan 15 tonn. Notkunin
síðustu ár endurspeglar þó ekki þessa minnkun í
framleiðslu því ársnotkun jókst úr 11,6 tonnum í 15,4
á árunum 1997-2001.
Notkunin er langmest í Bandankjunum, eða meira
en 80% af heimsnotkun árið 2001. Árið 2001 voru
notuð 7 kg hér á landi en 10,5 kg á síðasta ári. Aukn-
ingin heldur því enn áfram. Islendingar voru árið
2001 númer þrjú í röðinni yfir mestu notendur lyfsins
á eftir Bandaríkjamönnum og Svisslendingum (sjá
töflu).
Meginnotkun lyfsins er til meðferðar á misþroska
(Attention deficit disorder, ADD eða attention de-
ficit hyperactivity disorder, ADHD) hjá bömum og
unglingum. Ef við gerum ráð fyrir því að svo sé einnig
hér á Iandi og að meðferð fari að jafnaði fram á aldr-
inum 5-15 ára þá er svo komið á síðasta ári að 2,3%
barna á þeim aldri eru í meðferð að staðaldri. Þessi
þróun er umhugsunarverð með tilliti til þess hve hröð
hún er og að langtímaafleiðingar eru enn óvissar.
Tafla Sextán ríki sem nota mest af metýlfenídati áriö 2001.
Ráðlagöir dagskammtar á ÍOOO íbúa á dag.
1997 1999 2001
Bandaríkin 3,38 4,32 5,11
Sviss 0,45 0,76 2,82
island 0,51 1,21 2,35
Nýja-Sjáland 0,99 1,27 1,29
Holland 0,31 0,91 1,11
Ástralla 0,62 0,79 0,89
Noregur 0,41 0,31 0,78
Israel 0,31 0,46 0,72
Þýskaland 0,14 0,27 0,67
Kosta Ríka 0,00 0,29 0,62
Cayman eyjar 0,63 0,35 0,56
Belgía 0,20 0,40 0,51
Kanada 1,75 1,73 0,29
Chíle 0,07 0,14 0,24
Barbados 0,14 0,14 0,22
Danmörk 0,10 0,14 0,22
Eggert Sigfússon
Höfundur er deildarstjóri
í Heilbrigðis-
°g tryggingamálaráðuneyti.
Læknablaðið 2003/89 631