Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.07.2003, Qupperneq 77

Læknablaðið - 15.07.2003, Qupperneq 77
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BROSHORNIÐ 39 Af mænuástungu og peníngasöfnun Stutt og laggott Hættu að hafa áhyggjur af heilsunni, þú tapar henni hvort eð er. „Ég sagði lækninum að ég hefði fótbrotnað á tveimur stöðum og hann sagði mér að hætta að fara á þá staði.“ „Ég var svo ófríður þegar ég kom í heiminn að fæð- ingarlæknirinn gaf mömmu minni kinnhest.“ „Læknirinn lét taka röntgenmynd af höfðinu á mér, en það sást ekkert á henni.“ Slæm reynsla af svæfingu Nánustu ættingjar gamla mannsins söfnuðust saman við rúmið hans og biðu þess að hann vaknaði eftir skurðaðgerðina. Þegar öldungurinn vaknaði sagði hann skyldmennum sínum að hann vildi komast burt af sjúkrahúsinu eins og skot. „Ég kæri mig ekki um að sjá nokkurn lækni fram- ar,“ sagði hann við son sinn og það fór ekkert á milli mála að honum var full alvara. „Hér eru eintómir skottulæknar," bætti hann við. „En pabbi, af hverju talar þú svona? Læknarnir björguðu jú lífi þínu,“ sagði sonurinn. „Ég get sagt þér það, drengur minn, þegar ég var inni á aðgerðarstofunni kom einn sem sagðist vera svæfingalæknir og bað mig að anda inn og anda út, anda inn og anda út.“ „Og hvað?“ spurði sonurinn. „Sko, ég er nú ekki langskólagenginn maður,“ sagði sá gamli, „en hvernig í veröldinni á maður annars að anda?“ Mænuástunga Eldri kona var lögð inn á sjúkrahús talin hafa æxli í höfðinu. Henni var tjáð að til þess að rannsaka hana frekar þyrfti að gera mænuástungu til að skoða mætti mænuvökvann. Ástungan reyndi talsvert á gömlu konuna og hún fór ekki leynt með að hún fyndi til. Hún leit upp fyrir sig og hvíslaði: „Hjálpaðu mér, f guðanna bænum hjálpaðu mér.“ Læknirinn reyndi að róa konuna og sagði: „Þú verður að fyrirgefa mér, en ég er virkilega að reyna að gera mitt besta.“ Pá lyfti sú gamla höfðinu og horfði með ísköldu augnaráði á lækninn um leið og hún hreytti út úr sér: „Ég var ekki að tala við þig.“ Peningasafnari Geðlæknirinn kynnti sig fyrir sjúklingi sem hann hafði aldrei hitt áður. Sjúklingurinn sem var miðaldra karlmaður var alveg sérdeilis fínn í tauinu og bauð af sér góðan þokka. „Hvað getur þú sagt mér af sjálfum þér og hvers vegna kemur þú til mín?“ spurði geðlæknirinn. „Ég er haldinn þeirri þráhyggju að vilja safna peningum," sagði sjúklingurinn. „Það er nefnilega það,“ sagði geðlæknirinn. „Ég tel nú mjög góða möguleika á að hjálpa þér að losna við þráhyggjuna, en það getur tekið mjöööööööög langan tíma og mörg viðtöl.“ Geölæknar á ráðstefnu Geðlæknarnir og skólabræðurnir Einar og Magnús sem höfðu ekki séð hvorn annan svo árum skipti, enda búsettir hvor í sínu landi, hittust á Evrópuþingi geðlækna og tóku tal saman. „Hvað er erfiðasta til- fellið sem þú manst eftir?“ spurði Einar. „Því er fljótsvarað,“ sagði Magnús. „Ég var með sjúkling sem var alveg ótrúlega ímyndunarveikur. Hann trúði því að hann ætti vellauðuga frænku í Ameríku sem væri orðin fjörgömul og ætlaði að arf- leiða hann að öllum eignum sínum. Hann beið og beið í daga, vikur, mánuði og ár eftir bréfi frá lög- fræðingi konunnar. Hann fór varla út fyrir hússins dyr og gerði aldrei neitt annað en að bíða eftir þessu ímyndaða bréfi frá þessari ímynduðu frænku sinni. Ég sinnti manninum í átta ár,“ sagði Magnús. „Og hvernig endaði þetta svo?“ spurði Einar. „Ég lagði mikið á mig fyrir þenna sjúkling minn,“ sagði Magnús. „Ég sá hann margoft á stofu og þau voru ekki fá símtölin þar sem ég reyndi að stappa stálinu í hann. Eftir átta ár tókst mér loks að lækna manninn, en þá kom fjandans bréfið frá lögfræðingn- um Ameríku." Ein með hæsi Maður nokkur sem læknirinn þekkti vel hringdi á stofuna og sagði: „Konan mín kemur varla upp nokkru orði og mér heyrist á öllu að hún sé komin með barkabólgu.“ „Það er best að þú skutlist með hana til mín og þá get ég séð hvað ég get gert fyrir hana,“ sagði læknir- inn. „Svona okkar á milli var ég að vona að þú segðir mér hvernig ég gæti tafið fyrir bata hennar," sagði maðurinn. Bjarni Jónasson bjarni.jonasson@gb.hgst.is Læknablaðið 2003/89 633
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.