Læknablaðið - 15.04.2004, Síða 8
RITST JÚRIUARGREiniAR
Central Register of Controlled Trials eða CENTRAL
(CCTR). Nánari umfjöllun um CDSR eða CENTRAL
er of langt mál en hollt er hverjum sem notar til dæm-
is MEDLINE eða EMBASE að skilja þátt Cochrane
samtakanna í að gera okkur kleift að finna rannsókn-
ir eftir rannsóknartegund. Cochrane samtökin áttu
mestan þátt í að farið var yfir óhemju fjölda rann-
sókna á tölvutækan og handvirkan hátt til að finna
um þrjú hundruð þúsund rannsóknir sem voru endur-
merktar og flokkaðar sem íhlutunarrannsóknir í við-
komandi gagnagrunnum. Allar þessar rannsóknir eru
nú í CENTRAL.
A heimasíðu samtakanna www.cochrane.org er að
finna óhemju magn af fróðleik auk bókasafnsins og
má nefna að handbók samtakanna um gerð yfirlita er
um leið haldgóð kennslubók í aðferðafræði og töl-
fræði (4).
Meginmarkmið samtakanna er einfaldlega að gera
kerfisbundin yfirlit af bestu gerð, um sem fjölbreyti-
legust efni, aðgengileg sem flestum og stuðla þannig
að notkun bestu upplýsinga við ákvarðanir í heil-
brigðisþjónustu.
Pessi vinna á að nýtast bæði við ákvarðanatökur í
daglegri vinnu þar sem samtvinnast annars vegar
besta vísindalega þekking og hins vegar reynsla og
dómgreind læknis og sjúklings en einnig á stjórnunar-
stigi í heilbrigðiskerfinu þar sem ákvarðanir fyrir
hópa eða heilar þjóðir eru teknar og eiga að byggja á
gagnreyndri læknisfræði.
Þessum verkefnum þarf að sinna því það er í raun
enginn annar kostur!
Heimildir
1. Cochrane AL. Effectiveness and Efficiency. Random Reflec-
tions on Health Services. London: Nuffield Provincial Hospi-
tals Trust, 1972. (Reprinted in 1989 in association with the
BMJ.)
2. Cochrane AL. 1931-1971: a critical review, with particular refe-
rence to the medical profession. In: Medicines for the year
2000. London: Office of Health Economics, 1979,1-11.
3. Chalmers I, Altman D (eds). Systematic reviews. London:
BMJ Publishing Group, 2001.
4. Clarke M, Oxman AD, editors. Cochrane Reviewers’ Hand-
book 4.2.0 [updated March 2003]. www.cochrane.dk/cochrane/
handbook/handbook.htm
5. Mulrow CD. The medical review article: state of the science.
Ann Int Med 1987; 106: 485-8.
6. Antman EM, Lau J, Kupelnick B, Mosteller F, Chalmers TC.
A comparison of results of meta-analyses of randomized
control trials and recommendations of clinical experts. JAMA
1992; 268:240-8.
288 Læknablaðið 2004/90