Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2004, Síða 11

Læknablaðið - 15.04.2004, Síða 11
RITSTJÓRNARGREINAR Illkynja fuglainflúensa og áhrif hennar á menn Frá miðjum desember 2003 hefur geisað illkynja fuglainfúensa A (FIPAI —highly pathogenic avian in- fluenza) af H5N1 stofni í fiðurfé í Kambódíu, Kína, Indónesíu, Japan, Laos, Suður-Kóreu, Tælandi og Víetnam. Utbreiðsla sjúkdómsins er meiri en áður hefur þekkst og hefur hann haft víðtækar efnahags- legar afleiðingar fyrir þessi ríki (1). Hvað er fuglainflúensa? Vatnafuglar eru náttúru- legir hýslar fyrir alla hina 15 þekktu undirflokka in- flúensuveiru A (H1-H15). Það eru einkum villtar endur sem bera veiruna í frumum garna án þess að þær valdi þeim einkennum. Aðrir fuglar hafa einnig þennan eiginleika, svo sem álftir og gæsir, en þeir hafa verið minna rannsakaðir. Á norðurhveli jarðar er stór hluti þessara farfugla smitaður af inflúensu A. Á haustin bera þeir inflúensuna með sér suður á bóg- inn. Samsvarandi atburðarás er á suðurhveli. Af og til berast inflúensuveirurnar til annarra dýrategunda og geta þá valdið sjúkdómi (2). Fuglainflúensa í fiðurfé hefur til þessa verið til- tölulega sjaldgæfur sjúkdómur. Frá árinu 1959 hefur aðeins verið tilkynnt um 21 slíka atsótt meðal kalk- úna og kjúklinga, flestar í Evrópu og Ameríku. Ein- ungis fimm þessara atsótta bárust milli alifuglabúa og ein þeirra náði að breiðast út til margra landa (3). Hænsnfuglar eru viðkvæmir fyrir illkynja fugla- inflúensu en hún drepur flesta þeirra sem sýkjast. Innri blæðingar, lungnabólga, nefholubólgur og bjúg- ur eru einkennandi og áberandi eru rauður kambur- inn og leggirnir sem verða svartir vegna dreps (4). Mikið magn inflúensuveirunnar er að finna í slími frá öndunarvegi og saur fuglanna. Fuglainflúensan hefur einnig haft mikilvæg áhrif á heilsu manna á undanförnum árum. Það var þó ekki fyrr en í fuglainflúensunni í Hong Kong árið 1997, sem einnig var af völdum H5N1, að í ljós kom að menn gætu sýkst af sjúkdómnum. Þá veiktust 18 manns svo vitað var og sex þeirra létust (33%) (5). Á síðasta ári gekk fuglainflúensa A (H7N7) í Hollandi sem sýkti 88 manns og einn lést (1 %). Talið er að þrír hafi smitast frá mönnum (6). Eftir að faraldurinn hófst í árslok 2003 sem geisar um þessar mundir í Asíu hafa fram í byrjun mars 2004 veikst 22 menn af inflúensu A (H5N1) í Víetnam og 15 þeirra látist (68%) og 12 menn hafa veikst í Tælandi og átta þeirra látist (67) (7). Flestir ef ekki allir sem sýkst hafa af fugla- inflúensu hafa smitast af sýktum fuglum. Smit manna á milli virðist ekki hafa orðið enn sem komið er. Helstu einkenni þeirra sem sýkjast af H5N1 eru í aðalatriðum svipuð (8, 9). Hiti, hálssærindi, vöðva- verkir og einkenni frá öndunarvegi. Niðurgangur er algengur. Öndunarörðugleikar verða áberandi ein- um til fimm dögum eftir byrjun veikinda og við inn- lögn eru allir með merki lungnabólgu á röntgenmynd. Fæð eitilblóðkorna er áberandi í blóði. Öndunar-, hjarta- og nýrnabilun getur dregið menn til dauða á einni til tveimur vikum eftir að einkenni hefjast. Ein- kenni þeirra manna sem sýktust í Hollandi af H7N7 voru frábrugðin því þar var tárubólga áberandi en sá sem lést fékk lungnabólgu viku eftir að veikindi hóf- ust og síðan nýrnabilun, en hann lést 13 dögum frá upphafi veikinda (6). Meðalaldur þeirra sem hafa veikst í Asíu er 14 ár í Víetnam og 22 ár í Tælandi. Meðferðarúrræði hafa valdið vonbrigðum. Próf- anir benda til þess að H5N1 stofninn sé ónæmur fyrir amantidíni og rímantidíni (10). Neuraminidasa-haml- ar komu ekki að gagni við meðferð sjúklinga en í öll- um tilfellum hófst meðferð trúlega of seint því enginn fékk meðferð innan 48 klukkustunda frá því að ein- kenni hófust. Almenn sýklalyfjameðferð, sterar og hjálp öndunarvéla komu ekki að haldi (1,9). Niðurstöður nýlegrar rannsóknar leiddu í ljós óvenju mikið magn af kemókínum í sermi sjúklinga með H5N1 sjúkdóm. Inflúensuveira H5N1 veldur einnig mikilli framleiðslu á bólguhvetjandi cýtókínum í át- frumum sem ræktaðar eru in vitro. Var talið að brengl- uð verkun cýtókína gæti verið rót meingerðar H5N1 sjúkdóms (11). Af þeim 15 undirflokkum af fuglainflúensum sem greinst hafa er H5N1 sérstakt áhyggjuefni. Talsvert rek er á mótefnavökum hennar og sýnt hefur verið fram á hæfni veirunnar til að ávinna sér erfðaefni úr öðrum dýrategundum og til að sýkja menn. Fuglar sem lifa af sýkingu útskilja veiruna í að minnsta kosti 10 daga um öndunarveg og með saur. Það stuðlar að því að viðhalda veirunni í náttúrunni (12). Þegar fugla- inflúensan nær mikilli útbreiðslu í þéttbýlum og mann- mörgum Iöndum eins og í Asíu má ætla að líkur auk- ist á stökkbreytingu veirunnar sem gæti síðan valdið því að hún bærist frá manni til manns. Þá er fyrirsjá- anleg heimssótt af völdum inflúensu. Hafi sú inflú- ensuveira sömu eiginleika og H5N1 hefur haft á menn yrðu afleiðingarnar geigvænlegri en þær sem urðu í heimssóttinni 1918. Hætt er við að inflúensulyf á borð við neuram- inidasa-hamla hrykkju skammt enda birgðir tak- markaðar og einungis á færi ríkustu þjóða að eiga birgðir af slíkum lyfjum. Bóluefni er ekki tiltækt enn sem komið og takist á annað borð að framleiða það má búast við að það taki allt að sex mánuði. Eins og Haraldur Briem Höfundur er sóttvarnalæknir. Læknablaðið 2004/90 291
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.