Læknablaðið - 15.04.2004, Qupperneq 11
RITSTJÓRNARGREINAR
Illkynja fuglainflúensa og áhrif
hennar á menn
Frá miðjum desember 2003 hefur geisað illkynja
fuglainfúensa A (FIPAI —highly pathogenic avian in-
fluenza) af H5N1 stofni í fiðurfé í Kambódíu, Kína,
Indónesíu, Japan, Laos, Suður-Kóreu, Tælandi og
Víetnam. Utbreiðsla sjúkdómsins er meiri en áður
hefur þekkst og hefur hann haft víðtækar efnahags-
legar afleiðingar fyrir þessi ríki (1).
Hvað er fuglainflúensa? Vatnafuglar eru náttúru-
legir hýslar fyrir alla hina 15 þekktu undirflokka in-
flúensuveiru A (H1-H15). Það eru einkum villtar
endur sem bera veiruna í frumum garna án þess að
þær valdi þeim einkennum. Aðrir fuglar hafa einnig
þennan eiginleika, svo sem álftir og gæsir, en þeir
hafa verið minna rannsakaðir. Á norðurhveli jarðar
er stór hluti þessara farfugla smitaður af inflúensu A.
Á haustin bera þeir inflúensuna með sér suður á bóg-
inn. Samsvarandi atburðarás er á suðurhveli. Af og til
berast inflúensuveirurnar til annarra dýrategunda og
geta þá valdið sjúkdómi (2).
Fuglainflúensa í fiðurfé hefur til þessa verið til-
tölulega sjaldgæfur sjúkdómur. Frá árinu 1959 hefur
aðeins verið tilkynnt um 21 slíka atsótt meðal kalk-
úna og kjúklinga, flestar í Evrópu og Ameríku. Ein-
ungis fimm þessara atsótta bárust milli alifuglabúa og
ein þeirra náði að breiðast út til margra landa (3).
Hænsnfuglar eru viðkvæmir fyrir illkynja fugla-
inflúensu en hún drepur flesta þeirra sem sýkjast.
Innri blæðingar, lungnabólga, nefholubólgur og bjúg-
ur eru einkennandi og áberandi eru rauður kambur-
inn og leggirnir sem verða svartir vegna dreps (4).
Mikið magn inflúensuveirunnar er að finna í slími frá
öndunarvegi og saur fuglanna.
Fuglainflúensan hefur einnig haft mikilvæg áhrif á
heilsu manna á undanförnum árum. Það var þó ekki
fyrr en í fuglainflúensunni í Hong Kong árið 1997,
sem einnig var af völdum H5N1, að í ljós kom að
menn gætu sýkst af sjúkdómnum. Þá veiktust 18
manns svo vitað var og sex þeirra létust (33%) (5). Á
síðasta ári gekk fuglainflúensa A (H7N7) í Hollandi
sem sýkti 88 manns og einn lést (1 %). Talið er að þrír
hafi smitast frá mönnum (6). Eftir að faraldurinn hófst
í árslok 2003 sem geisar um þessar mundir í Asíu hafa
fram í byrjun mars 2004 veikst 22 menn af inflúensu
A (H5N1) í Víetnam og 15 þeirra látist (68%) og 12
menn hafa veikst í Tælandi og átta þeirra látist (67)
(7). Flestir ef ekki allir sem sýkst hafa af fugla-
inflúensu hafa smitast af sýktum fuglum. Smit manna
á milli virðist ekki hafa orðið enn sem komið er.
Helstu einkenni þeirra sem sýkjast af H5N1 eru í
aðalatriðum svipuð (8, 9). Hiti, hálssærindi, vöðva-
verkir og einkenni frá öndunarvegi. Niðurgangur er
algengur. Öndunarörðugleikar verða áberandi ein-
um til fimm dögum eftir byrjun veikinda og við inn-
lögn eru allir með merki lungnabólgu á röntgenmynd.
Fæð eitilblóðkorna er áberandi í blóði. Öndunar-,
hjarta- og nýrnabilun getur dregið menn til dauða á
einni til tveimur vikum eftir að einkenni hefjast. Ein-
kenni þeirra manna sem sýktust í Hollandi af H7N7
voru frábrugðin því þar var tárubólga áberandi en sá
sem lést fékk lungnabólgu viku eftir að veikindi hóf-
ust og síðan nýrnabilun, en hann lést 13 dögum frá
upphafi veikinda (6). Meðalaldur þeirra sem hafa
veikst í Asíu er 14 ár í Víetnam og 22 ár í Tælandi.
Meðferðarúrræði hafa valdið vonbrigðum. Próf-
anir benda til þess að H5N1 stofninn sé ónæmur fyrir
amantidíni og rímantidíni (10). Neuraminidasa-haml-
ar komu ekki að gagni við meðferð sjúklinga en í öll-
um tilfellum hófst meðferð trúlega of seint því enginn
fékk meðferð innan 48 klukkustunda frá því að ein-
kenni hófust. Almenn sýklalyfjameðferð, sterar og
hjálp öndunarvéla komu ekki að haldi (1,9).
Niðurstöður nýlegrar rannsóknar leiddu í ljós óvenju
mikið magn af kemókínum í sermi sjúklinga með
H5N1 sjúkdóm. Inflúensuveira H5N1 veldur einnig
mikilli framleiðslu á bólguhvetjandi cýtókínum í át-
frumum sem ræktaðar eru in vitro. Var talið að brengl-
uð verkun cýtókína gæti verið rót meingerðar H5N1
sjúkdóms (11).
Af þeim 15 undirflokkum af fuglainflúensum sem
greinst hafa er H5N1 sérstakt áhyggjuefni. Talsvert
rek er á mótefnavökum hennar og sýnt hefur verið
fram á hæfni veirunnar til að ávinna sér erfðaefni úr
öðrum dýrategundum og til að sýkja menn. Fuglar
sem lifa af sýkingu útskilja veiruna í að minnsta kosti
10 daga um öndunarveg og með saur. Það stuðlar að
því að viðhalda veirunni í náttúrunni (12). Þegar fugla-
inflúensan nær mikilli útbreiðslu í þéttbýlum og mann-
mörgum Iöndum eins og í Asíu má ætla að líkur auk-
ist á stökkbreytingu veirunnar sem gæti síðan valdið
því að hún bærist frá manni til manns. Þá er fyrirsjá-
anleg heimssótt af völdum inflúensu. Hafi sú inflú-
ensuveira sömu eiginleika og H5N1 hefur haft á
menn yrðu afleiðingarnar geigvænlegri en þær sem
urðu í heimssóttinni 1918.
Hætt er við að inflúensulyf á borð við neuram-
inidasa-hamla hrykkju skammt enda birgðir tak-
markaðar og einungis á færi ríkustu þjóða að eiga
birgðir af slíkum lyfjum. Bóluefni er ekki tiltækt enn
sem komið og takist á annað borð að framleiða það
má búast við að það taki allt að sex mánuði. Eins og
Haraldur Briem
Höfundur er
sóttvarnalæknir.
Læknablaðið 2004/90 291