Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.2004, Qupperneq 13

Læknablaðið - 15.04.2004, Qupperneq 13
f RITSTJORNARGREINAR Mál er að linni! Undanfarna áratugi hefur umræða risið með reglu- legu millibili í samfélaginu um hvort lyfjafyrirtæki komi upplýsingum á framfæri við lækna á eðlilegan hátt. Spurt er hvort samskipti lækna og lyfjafyrir- tækja séu þannig að þau valdi trúnaðarbresti milli lækna og sjúklinga annars vegar og á milli lækna og heilbrigðisyfirvalda hins vegar. Því hefur verið haldið fram, að fræðsla, sem læknar njóta hjá lyfjafyrirtækj- um, kunni að leiða til ótraustari ákvarðana um lyfja- ávísanir og að risna, sem læknar fá í tengslum við þessa fræðslu, geri þá vilhalla framleiðslu þeirra lyfja- fyrirtækja, sem í hlut eiga (1). Framkvæmdastjórn Landspítala hefur sett læknum spítalans reglur um samskipti við lyfjafyrirtæki og nefnd á vegum heil- brigðis- og tryggingaráðherra með þátttöku fulltrúa Læknafélags Islands, skilaði honum nýlega áfanga- skýrslu, þar sem fjallað er um aukið aðhald að þessu leyti. Siðareglur lækna, codex ethicus, fjalla með al- mennum orðum um þennan siðferðisvanda en veita ekki sértæka leiðbeiningu. Læknar hafa því rætt þessi mál sérstaklega og frá ýmsum hliðum og sett sér siða- reglur hvað varðar samskipti við lyíjafyrirtæki, fyrst 1987 eða eins og greint er ítarlega frá í Læknablaðinu (2). í gildi eru einnig leiðbeiningar stjórnar Læknafé- lags íslands um samskipti lækna við framleiðendur og söluaðila lyfja og lyfjafyrirtækja frá 1993 (3) og samningur Læknafélags Islands og Samtaka verslun- arinnar (4) um sama efni frá árinu 2000. Það liggur fyrir, að framleiðendur og dreifingarað- ilar lyfja leggja verulegt fé til fræðslu lækna og þar með símenntunar þeirra. Er þá ekki átt við beinar auglýsingar, sem birtast læknum í fræðiritum eða á annan hátt, heldur heimsóknir lyfjakynna til lækna, fræðslufundi á vegum lyfjafyrirtækjanna og beina og óbeina styrki til fræðslustarfs á vegum lækna og sam- taka þeirra. Þá er stuðningur mikilvægur við þekk- ingarleit lækna erlendis og þátttöku í vísindastarfi, ýmist skipulögðu af lyfjafyrirtækjunum eða utan þeirra. Því verður ekki neitað, að allir þessir þættir hafa umtalsverða þýðingu fyrir lækna og heilbrigðis- þjónustuna en bjóða jafnframt þeirri hættu heim, sem vikið er að í inngangi þessa pistils og varðar hugsan- lega hagsmunaárekstra. Þeirri skoðun hefur verið á loft haldið, að enginn munur sé á penna og utanlandsferð eða lyklakippu og kvöldverði. Þessi samanburður er fjarri öllu lagi. Siðferðisleg úrlausnarefni verður að skoða í sam- hengi við þá menningu, sem þau eru runnin úr. Þau eru með öðrum orðum afstæð. Trúarleg viðfangsefni hafa algild og endanleg svör; siðferðislegar spurning- ar hafa það ekki. Ef mörg hundruð manna kvöld- verðarboð heimilislækna á vegum Astra, samskonar teiti á vegum Delta fyrir vísindaþing lyflækna eða ut- anlandsferðir á auglýsingafundi um lyf á vegum Glaxo- SmithKlein stinga í augu almennings fyrir utan að vera þýðingarlaust framtak fyrir menntun lækna, þá verða læknar að taka tillil til þeirra sjónarmiða. Mikil áhersla er lögð á trúnaðarsamband læknis og sjúk- lings og gera læknar sér skýra grein fyrir þýðingu þess. Þess heldur ætti læknastéttin að rækta trúnaðar- samband sitt við almenning í landinu og láta ekki einskis nýta hluti eins og risnu lyfjafyrirtækja valda trúnaðarbresti milli sín og almennings að nauðsynja- lausu. Ég tel, að læknar ættu nú þegar að ijúfa þessi tengsl risnu og fræðslu, sem eru að mínu mati í senn auðmýkjandi og andlega heilsuspillandi. Mál er að linni. I annan stað tel ég að stefna beri að sólarlagi fræðslustarfs lyfjaframleiðenda fyrir lækna. Það er þó ekki einfalt fyrirtæki og verður ekki hrundið í fram- kvæmd nema með þátttöku eða öllu heldur stuðningi heilbrigðisyfirvalda. Læknar munu eiga erfitt með að sætta sig við samdrátt í fræðslustarfi og símenntun nema eitthvað komi í staðinn. Afla þarf skilnings þeirra meðal annars með framtaki við endurmennt- un þeirra á annan hátt. Lyfjareikningur landsmanna er vel á annan tug milljarða. Verði til dæmis 0,1% þeirrar upphæðar varið til sameiginlegrar endur- menntunar lækna, gætu áhugamenn um heppilegri samskipti lækna og lyfjafyrirtækja átt von um betri tíð með blóm í haga. Heimildir 1. Jóhannsson M. Læknar og lyf. Læknablaðið 2002; 88: 275 2. Sveinsson S. Samskipti lækna og lyfjafyrirtækja (ritstjórnar- grein). Læknablaðið 2001; 87: 967-8. 3. Pétursson P. Af siðamálum og siðferði. Læknablaðið/Frétta- bréf lækna 1993; 11:14-5. 4. Samskipti lækna og lyfjafyrirtækja. Samningur milli Læknafé- lags íslands og Samtaka verslunarinnar. Læknablaðið 2000; 86: 794. Sigurbjörn Sveinsson Höfundur er heimilislæknir. Læknablaðið 2004/90 293
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.