Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2004, Side 22

Læknablaðið - 15.04.2004, Side 22
FRÆÐIGREINAR / FERNA FALLOTS eru óeðlilega smáar og illa þroskaðar lungnaslagæðar og lungnaslagæðagreinar. Fyrstu skref í meðferð eru að tryggja nægilegt blóðflæði til lungna svo súrefnis- mettun sé viðunandi. Aðgerðir næstu mánuði og fyrstu eitt til tvö ár miða að því að byggja upp slag- æðakerfi lungna (24) svo leiðréttandi skurðaðgerð verði framkvæmanleg. Þeir einstaklingar sem hafa dæmigerða fernu Fallots hafa flestir átt farsælan feril eftir að leiðrétt- andi skurðaðgerð var gerð. Af þeim sem hafa átt í vandræðum hafa fjórir þurft á inngripshjarlaþræð- ingum að halda, en tveir hafa þurft meðferðar við vegna hjartsláttartruflana. Af sjö einstaklingum sem hafa látist höfðu einungis þrír dæmigerða fernu Fallots án annarra íjryngjandi þátta. Tveir þessara dóu á fyrstu dögum eftir leiðrétt- andi skurðaðgerð 1975 og 1977, en ekki hafa orðið dauðsföll við þær aðgerðir síðan. Þetta er í takt við það sem gerist erlendis og má rekja til framþróunar í með- ferð þessara sjúklinga. Tvö þeirra bama sem dóu höfðu litningagalla með fjölvanskapnaði. Sá sjúkling- anna sem dó á fullorðinsaldri hafði fernu Fallots með lokuleysi lungnaslagæðar, en þetta er sjaldgæft form sjúkdómsins sem er mjög erfitt viðureignar. Af þeim einstaklingum sem gerð hefur verið fulln- aðarskurðaðgerð á og upplýsingar liggja fyrir um er ástand viðunandi eða gott í öllum tilvikum. Tveir hafa þurft meðferðar við vegna hjartsláttartruflana og þar af er annar með gangráð. Hjartsláttartruflanir með upptök í gáttum eða sleglum valda erfiðleikum og jafnvel dauða hjá sjúklingum sem gengist hafa undir skurðaðgerð vegna fernu Fallots (21, 25-26). Skyndidauði rakinn til viðvarandi sleglahraðtakts (ventricular tachycardia) kemur fyrir hjá allt að 6% þessara einstaklinga (25). Leki á lungnaslagæðarloku, markverð stækkun á hægra slegli og verulega lengdur QRS ferill á hjartariti hafa verið tengd skyndidauða (21,25). Einungis einn af þeim 24 í þessum hópi sem höfðu fullnægjandi hjartarit reyndist hafa QRS feril utan viðmiðunarmarka. Af þeim sem hafa dæmigerða fernu Fallots og gengist hafa undir fullnaðarskurðað- gerð hefur þriðjungur nokkra eða verulega stækkun á hægra slegli og markverðan leka eða þrengsli í lungnaslagæðarloku. Þetta ástand eftir skurðaðgerð við þessum sjúkdómi er vel þekkt og helgast að nokkru leyti af því hvernig aðgerðinni hefur verið háttað. Þannig hefur hluti lungnaslagæðarloku gjarn- an verið fjarlægður til að létta á þrengslum og iðulega sett bót í útstreymishluta hægra slegils til frekari víkkunar. Talið var að óhjákvæmilegur leki á lungna- slagæðarloku sem þessu fylgir myndi ekki koma að sök. Með tímanum hefur hins vegar orðið Ijóst að þetta ástand þolist stundum illa og leiðir í sumum tilvikum til verulegrar stækkunar á hægra slegli með minnkuðu þreki og auknum hjartsláttartruflunum (20). í sumum sjúklingum hefur verið gripið til þess ráðs að setja inn gerviloku í lungnaslagæð sem gjarn- an hefur gefist vel (27, 28) en gagnast þó ekki öllum (14). Tímasetning slíkrar aðgerðar er umdeild (14, 20), en skiptir að líkindum höfuðmáli hvað útkomu varðar. Ekki er ólíklegt að á næstu árum komi til þess að gera þurfi þessa tegund aðgerðar á einhverjum þeirra sem þessi rannsókn nær til. Ferna Fallots er alvarlegur meðfæddur hjartasjúk- dómur með hárri tíðni meðfylgjandi litningagalla og/eða sköpulagsgalla utan hjarta. Með árunum hafa framfarir hvað varðar greiningu, skurðaðgerðir og meðferð almennt, verulega bætt horfur einstaklinga sem fæðast með þennan alvarlega sjúkdóm. Þakkir Minningarsjóður hjónanna Magnúsar Benjamínsson- ar úrsmíðameistara og Sigríðar Einarsdóttur. Lækn- arnir Arni Kristinsson og Kristján Eyjólfsson vegna aðstoðar við efnisöflun. Heimildir 1. Fallot A. Contribution a l'anatomie pathologique de la amaldie bleue (cyanose cardiaque). Marseillee Med 1888; 25:77. 2. Stephensen SS, Sigfússon G, Eiríksson H, Sverrisson JÞ, Torfason B, Haraldsson Á, et al. Nýgengi og greining meðfæddra hjartagalla á íslandi 1990-1999. Læknablaðið 2002; 88:281-7. 3. Mitchell SC, Korones SB, Berendes HW. Congenital heart disease in 56,109 births. Incidence and natural history. Circula- tion 1971; 43: 323-32. 4. Meberg A, Otterstad JE, Fröland G, Hals J, Sörland SJ. Early clinical screening of neonates for congenital heart defects: the cases we miss. Cardiol Young 1999; 9:169-74. 5. Bosi G, Scorrano M, Tosato G, Forini E, Chakrokh R. The Italian multicentric study on epidemiology of congenital heart disease: first step of the analysis. Cardiol Young 1999; 9:291-9. 6. Samánek M, Vorisková M. Congenital heart disease among 815,569 children born between 1980 and 1990 and their 15- year survival: a prospective Bohemia survival study. Pediatr Cardiol 1999; 20:411-7. 7. Murphy JG, Gersh BJ, Mair DD, Fuster V, McGoon MD, Ilstrup DM, et al. Long-term outcome in patients undergoing surgical repair of tetralogy of Fallot. N Engl J Med 1993; 329: 593-9. 8. Nollert G, Fischlein T, Bouterwek S, Böhmer C, Klinner W, Reichart B. Long-term survival in patients with repair of tetra- logy of Fallot: 36-year follow-up of 490 survivors of the first year after surgical repair. J Am Coll Cardiol 1997; 30:1374-83. 9. Knott-Craig CJ, Elkins RC, Lane MM, Holz J, McCue C, Ward KE. A 26-year experience with surgical management of tetralogy of Fallot: risk analysis for mortality or late reintervention. Ann Thorac Surg 1998; 66: 506-10. 10. Bacha EA, Scheule AM, Zurakowski D, Erickson LC, Hung J, Lang P, et al. long-term results after early primary repair of tetralogy of Fallot. J Thorac Cardiovasc Surg 2001; 122: 154- 61. 11. Cobanoglu A, Schultz JM. Total correction of tetralogy of Fallot in the first year of life: late results. Ann Thorac Surg 2002; 74:133-8. 12. Braunwald E. Examination of the patient. In: Braunwald E, ed. Heart disease. A textbook of cardiovascular medicine, 5th ed. Philadelphia: W.B. Saunders Company 1997: 12-3. 13. Neches WH, Park SC, Ettedgui JA. Tetralogy of Fallot and tetralogy of Fallot with pulmonary atresia. In: Garson A, Bricker JT, Fisher DJ, Neish SR eds. The science and practice of pediatric cardiology, 2nd ed. Baltimore: Williams and Wilkins 1998:1383-411. 14. deRuijter FTH, Weenink I, Hitchcock FJ, Meijboom EJ, Bennink GBWE. Right ventricular dysfunction and pulmo- nary valve replacement after correction of tetralogy of Fallot. Ann Thorac Surg 2002; 73:1794-800. 15. Kirklin JK, Kirklin JW, Blackstone EH, Milano A, Pacifico AD. Effect of transannular patching on outcome after repair of tetralogy of Fallot. Ann Thorac Surg 1989; 48: 783-91. 302 Læknablaðið 2004/90

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.