Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2004, Síða 25

Læknablaðið - 15.04.2004, Síða 25
FRÆÐIGREINAR / STARFSNÁM í HEILSUGÆSLU Starfsnám unglækna í heilsugæslu - gæði og skipulag Alma Eir Svavarsdóttir1 SÉRFRÆÐINGUR í HEIM- ILISLÆKNINGUM Ólafur H. Oddsson2 SÉRHIÆÐINGUR í HEIMIIJS- OG EMBÆTTISLÆKNINGUM Jóhann Ág. Sigurðsson' SÉRFRÆÐINGUR í HEIMIIJSIÆKNINGUM 'Heilsugæslustöðin Efstaleiti Reykjavík, 2Héraðslæknirinn á Norðurlandi, ’Heimilislæknis- fræði Háskóla íslands, Sólvangi, Hafnarfirði. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Alma Eir Svavarsdóttir, Heilsugæslunni, Efstaleiti 3, 103 Reykjavík. Sími: 585 1800, fax: 585 1801. alma. e.sva varsdottir@efsta. h r. is Lykilorð: kandídatsár, unglœknar, starfsþjálfun, heimilislœkningar, heilsugœsla. Ágrip Markmið: Árið 2000 tók gildi ný reglugerð þar sem kveðið var á um þriggja mánaða dvöl á heilsugæslu- stöð sem hluta af starfsnámi unglækna á kandídats- ári. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna við- horf unglækna til starfsnáms á heilsugæslustöð, eink- um hvað varðar skipulag námsins, handleiðslu og kennslugetu stöðvanna. Aðferðir: Árið 2002 var sendur út spurningalisti til allra lækna (alls 65) sem höfðu verið í starfsnámi á heilsugæslustöð á árunum 2000-2001. Ekki náðist í fimm lækna og svör bárust frá 38 af þeim 60 (63%) sem til náðist (58% af markhópnum). Niðurstöður: Unglæknar fengu starfsþjálfun í almenn- um heilsugæslustörfum auk formlegrar kennslu. Að- gengi eða aðstoð frá leiðbeinandi lækni fékkst í nær öllum tilvikum innan 10 mínútna. Vaktir unglækna um kvöld og helgar voru að jafnaði studdar með bak- vakt reynds læknis í 92% tilvika. Ályktanir: Niðurstöður benda til þess að skipulag námsins sé gott, verkefni fjölbreytt, handleiðsla og starfsaðstaða viðunandi og almenn ánægja með nám- ið. Niðurstöður gefa nokkrar vísbendingar um það sem betur má fara. Frekari rannsókna er þörf á því hvort unglæknar nái settum markmiðum varðandi kunnáttu, viðhorf og færni á viðfangsefnum innan heilsugæslunnar. Inngangur Starfsþjálfun unglækna á kandídatsári að loknu há- skólaprófi er mikilvægt skref í þá veru að þroska sjálfstæða hugsun, færni og viðhorf unglækna áður en þeir fá fullgilt lækningaleyfi. Eftir að sjúkrahúsum óx ásmegin í byrjun tuttugustu aldar færðist starfsþjálf- un unglækna fljótt inn fyrir veggi þeirra stofnana. Dvöl í héraði hefur einnig verið snar þáttur af þessari þjálfun og margir eldri kollegar fá rómantískan glampa í augun þegar þeir minnast veru sinnar í „hér- aði“. í eldri bókmenntum um mannlíf í héraði og störf héraðslækna er ljóst að þetta hefur verið við- burðaríkur tími (1-4). Snemma voru gerðar fræðilegar athuganir á lækn- isstörfum í héruðum landsins (5-7). Með Egilsstaða- rannsókninni lögðu Guðmundur Sigurðsson og fé- lagar grunninn að vísindalegri nálgun á viðfangsefn- um heilsugæslunnar með því að hanna og koma á fót samfelldri kerfisbundinni skráningu á öllum sam- skiptum íbúa við heilsugæsluna (8). Þetta brautryðj- ENBLISH SUMMflRY Svavarsdóttir AE, Oddsson ÓH, Sigurðsson JÁ Primary care training during internship - quality and organization Læknablaðið 2004; 90: 305-9 Aims: In 2000 a new regulation regarding medical licensure came into effect requiring a three-month rotation at a primary health care centre during internship. The aim of this study was to explore the interns’ attitude towards this experience, and particularly to find out how well the training was organized, the supervision they received, and the quality of teaching at the health care centres. Methods: In 2002 a survey was mailed to all interns (a total of 65) who had completed training at primary health care centres during 2000 and 2001. Five interns were unreachable and we obtained 38 replies (63% of those reachable, and 58% of target population). Ftesults: The interns received clinical training in providing comprehensive services as well as formal teaching. If an intern needed assistance with patient care he/she was almost always able to obtain help within 10 minutes. In 92% of cases, experienced doctors were available for the interns to consult with during off-duty emergencies. Conclusions: Our results indicate that the current method of teaching interns in the primary health care setting is of good quality, the variety of work experience is positive, and the work environment is satisfactory. Overall the interns expressed satisfaction with their training. A few areas were identified as needing improvement. Further research is needed to assess whether the interns achieve ’their aims with regard to knowledge, attitude and skills in family practice. Key words: intemship, postgraduate training, family practice, primary care. Correspondence: Alma Eir Svavarsdóttir, alma.e.svavarsdottihdefsta.hr.is endastarf nýttist síðar til frekari rannsókna á þessu sviði (9-11). Allar þessar rannsóknir staðfesta mjög umfangsmikla læknisþjónustu í heilsugæslunni. Einn- jg kemur glöggt fram í þessum rannsóknum að heilsu- gæslan getur sinnt um 95% allra vandamála fólks utan sjúkrahúsa og að megnið af þessum vandamál- um er þess eðlis að þau sjást sjaldnast innan veggja sjúkrahúsa (6,8, 9,11). Saga starfsþjálfunar að loknu kandídatsprófi, eink- um í héraði, er lærdómsrík fyrir margra hluta sakir. Læknablaðið 2004/90 305
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.