Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2004, Side 26

Læknablaðið - 15.04.2004, Side 26
FRÆÐIGREINAR / STARFSNÁM í HEILSUGÆSLU Fig. 1. Number ofinterns training at primary health care centres by month ofthe year. Table 1. Interns’ assessment oforganized teaching and access to more experienced colleagues at a primary health care centre. Variables n* % (95% Cl**) Introductory > 1/2 day adjustment to site 25/37 67.6 (50.2-82.0) Formal supervision of teaching Chief of medical education 23/36 63.9 (46.2-79.2) Arranged by the chief of medicine 10/22 45.5 (24.4-67.8) Participation in clinic management at the centre, > 1 hr/week 17/26 65.4 (44.3-82.8) Formal lectures > 1 hr/week 26/28 92.9 (76.5-99.1) Formal teaching/mentoring 32/36 88.9 (73.9-96.9) Case meetings > 1 hr/week 14/25 56.0 (34.9-75.6) Personal mentoring > 1/2 hr/week 21/27 77.8 (57.7-91.4) Possibility of assistance from more experienced colleagues Always within 10 minutes 25/38 65.8 (48.7-80.4) Most often within 10 minutes 38/38 100 (90.7-100.0) Experienced doctor on back-up call Always 27/37 73.0 (55.9-86.2) Most of the time 7/37 18.9 (7.9-35.2) Never 3/37 8.1 (1.7-21.9) * n = number; “ Cl = Confidence Interval. Við stofnun Háskóla íslands árið 1911 gaf Friðrik átt- undi (af guðs náð Danmerkur konungur, Vinda og Gauta, hertogi í Slésvík, Holtsetalandi, Stórmæri, Þéttmerski, Láenborg og Aldinborg) út lög um lækn- ingaleyfi þeim til handa sem staðist höfðu próf úr Læknaskólanum í Reykjavík, eða Háskóla Islands (12). Það er fyrst árið 1932 sem kveðið er á um í lög- um að þeir einir „eiga rétt á ótakmörkuðu lækninga- leyfi og heita læknar, er lokið hafa prófi við Háskóla Islands og framhaldsnámi í sjúkrahúsi í fæðingarhjálp og öðru, eftir reglum, sem læknadeild háskólans set- ur og ráðherra staðfestir" (13). Ennfremur er tekið fram í lögum þessum að ekki sé hægt að mæla með lækningaleyfi til þeirra sem eru „heilsulausir,... kunn- ir af drykkjuskaparóreglu eða eiturlyfjanotkun eða hafa kynnt sig að alvarlegu hirðuleysi og ódugnaði í störfum sínum“. Hér er skýrt tekið fram að læknar þurfi að stunda framhaldsnám á sjúkrahúsum, lækna- deild er falið að setja reglur um fyrirkomulag námins og gæðakröfur gerðar til lækna í hegðun og starfi. Á stríðsárunum fer að bera á læknaskorti í dreifbýli, einkum í fámennum héruðum landsins. Árið 1942 leggur ríkisstjórn Hermanns Jónassonar fram tvö frumvörp til breytinga á læknalögum til að taka á þessum vanda dreifbýlisins. Annað þeirra var tillaga um að koma á fót fjórum stöðum aðstoðarlækna hér- aðslækna og hitt að gera það að skilyrði fyrir ótak- mörkuðu lækningaleyfi að umsækjendur hafi gegnt læknishéraði eða aðstoðarlæknisstörfum hjá héraðs- lækni allt að sex mánuði að loknu námi. Þessi frum- vörp voru rædd samhliða á þinginu. Við lestur þing- skjala kemur glöggt fram að tilgangur frumvarpanna var að manna fámenn læknishéruð í dreifbýli, en þau voru mun verr launuð en þau stærri. Umræðan og ágreiningur á þinginu snerust því einkum um laun lækna og ákvæði um skyldustörf. Orðin „skylda“, „kvaðir“ og „kúgun“ kom oft fyrir í umræðunni. Ann- að frumvarpið var meðal annars nefnt „þegnskyldu- frumvarp" (14). Bæði frumvörpin voru samþykkt þetta ár (15, 16). Næstu áratugi nýttu ráðherrar sér heimildina um dvöl læknis í héraði. Enda þótt dvöl í héráði á kandídatsári hafi verið lærdómsrík og þroskandi er ljóst af framanskráðu að yfirvöld voru fyrst og fremst að hugsa um mönnun héraða, en ekki starfsnám (17, 18). Víðast erlendis hefur dvöl í héraði frá upphafi verið sem hluti af starfsþjálfun og því var íslenska aðferðin ef til vill einsdæmi. Umræðan um dvöl á heilsugæslustöð sem hluta af starfsþjálfun á kandídatsári átti því erfitt uppdráttar vegna fyrri sögu. Þær umfangsmiklu og vönduðu rannsókir sem getið er hér að framan um umfang og innihald læknisstarfa utan sjúkrahúsa voru þess lítt megnugar að breyta þessum viðhorfum. Árið 1985 voru skyldustörf í héraði afnumin með auglýsingu ráðuneytisins, en þriggja mánaða valtími á heilsugæslustöð heimilaður sem hluti af 12 mánaða kandídatsári (19). Það má því segja að árið 1986 hafi markað tímamót af hálfu heilbrigðisyfirvalda þar eð dvöl í héraði var þá í fyrsta sinn skilgreind sem starfs- þjálfun til jafns við þjálfun á sjúkrahúsum. Samkvæmt reglugerðum hefur skipulag kandí- datsárins formlega séð eingöngu beinst að því að við- komandi unglæknir uppfyllti ákveðinn tíma á spítala- deildum eða stofnunum. Síðastliðin ár hefur lækna- deild Háskóla íslands lagt metnað í að gæði starfs- náms á kandídatsári og í sérnámi séu sambærileg því sem gengur og gerist erlendis (20, 21). Framhalds- menntunarráð samdi marklýsingar þar sem áhersla var lögð á að um nám væri að ræða með leiðsögn reyndra lækna og að tryggja bæri með einhverjum hætti að unglæknar öfluðu sér viðeigandi kunnáttu og færni í að fást við ákveðið lágmark viðfangsefna. Þessar marklýsingar voru birtar sem fylgiskjöl við reglugerð um lækningaleyfi og sérfræðileyfi árið 1997, að undanskyldri marklýsingu fyrir kandídats- nám í heilsugæslu. Árið 1999 var ákveðið að þriggja 306 Læknablaðið 2004/90

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.