Læknablaðið - 15.04.2004, Síða 27
FBÆÐIGREINAR / STARFSNÁM í HEILSUGÆSLU
mánaða tími á heilsugæslustöð væri hluti af starfs-
þjálfun fyrir lækningaleyfi hér á landi (20). Þessari
ákvörðun fylgdu marklýsingar og kröfur læknadeild-
ar um innihald námsins. Aðdraganda og hlutdeild
læknadeildar að því máli hefur verið lýst nánar ann-
ars staðar (21).
Starfsnám í heilsugæslu samkvæmt fyrrnefndum
marklýsingum og nýjum reglum hófst með formleg-
um hætti árið 2000. Tilgangur þessarar rannsóknar
var að athuga viðhorf unglækna til starfsnáms á
heilsugæslustöð fyrstu tvö árin eftir að fyrrnefnd
reglugerð tók gildi. Rannsóknin beindist einkum að
skipulagi námsins, handleiðslu og kennslugetu stöðv-
anna almennt, starfsaðstöðu og vali nemenda á stöð
eða kennslustofnun.
Efniviður og aðferðir
Vorið 2002 var fenginn nafnalisti frá Læknafélagi Is-
lands yfir alla lækna sem útskrifuðusl úr læknadeild
Háskóla íslands árin 2000 og 2001, en þeir reyndust
vera 65. Sendur var út spurningalisti með 20 spurn-
ingum um kandídatsárið til þessara aðila. Þijár spurn-
inganna voru „opnar“ varðandi það hvað unglæknar
teldu að væri vel gert á stöðinni, hvað betur mætti fara
og hvað réði vali þeirra á heilsugæslustöð. Listinn var
nafnlaus en óskað var grunnupplýsinga um aldur og
kyn. Póstkort til áminningar og hvatningar um að svara
listum var sendur út fjórum vikum síðar og nýr spurn-
ingalisti með öðru póstkorti var sendur átta vikum
seinna. Fimm listar voru endursendir þar eð ekki
náðist í viðkomandi (fluttir erlendis). Svar barst frá
38 af þeim 60 (63%) sem náðist í (17 körlum og 21
konu) sem svarar til 58% af upprunalegum markhóp.
Við mat á tölfræðilegum mun af hlutfallstölum var
beitt kí-kvaðrat og Fisher’s exact prófum. Öryggis-
mörk á hlutfalli í einum hóp voru reiknuð með reikni-
forritinu CIA (22).
Table II. Interns’ assessment of task variety during training at a primary health care
centre.
Variables n/N % (95% Cl*)
Comprehensive patient care (much or average) 37/38 97.4 (86.2-99.9)
Continuous patient care (much or average) 34/38 89.5 (75.2-97.1)
Participation in urgent care clinic > 4/month
During usual work hours 30/35 97.5 (69.7-95.2)
During out-of- hours 21/36 58.3 (40.8-75.5)
Well child care > 1 hr/week 26/35 74.3 (56.7-87.5)
Prenatal care > 1 hr/week 17/36 47.2 (30.4-64.5)
School health care > hr/week 1/37 2.7 (0.0-14.0)
Visiting nurses - rounds > 1 hr/week 1/38 2.6 (0.0-13.8)
Elderly assisted centre rounds > 1 hr/week 10/36 27.8 (14.2-45.2)
Nursing home rounds > 1 hr/week 8/36 22.2 (10.1-39.2)
Hospital rounds > 1 hr/week 12/37 32.4 (18.0-49.8)
' Cl = Confidence Interval.
Table III. Working conditions at a primary health care centre.
Variables n/N % (95% Cl*)
Individual work place (office,
telephone, computer) 34/38 89.5 (75.2-97.1)
Medical instruments 32/38 84.2 (68.7-94.0)
Access to
The internet 38/38 100 (90.7-100.0)
Medical journals 21/36 58.3 (40.8-74.5)
Textbooks 23/35 65.7 (47.8-80.9)
Clinical guidelines 27/35 77.1 (59.9-89.6)
' Cl = Confidence Interval.
Niðurstöður
Þeir 38 unglæknar sem svöruðu höfðu verið á 15 heilsu-
gæslustöðvum, flestir yfir sumarmánuðina (mynd 1).
Starfsnámið skiptist í formlega kennslu og hefð-
bundin læknisstörf í heilsugæslu (tafla I). Allir ung-
læknarnir töldu sig oftast geta fengið leiðsögn eða að-
stoð reyndari kollega innan 10 mínútna. í 92% tilfella
var reyndur læknir á bakvakt fyrir kandídatinn. I
64% tilvika hafði stofnunin sett formlegan kennslu-
stjóra.
í flestum tilfellum veittu heilsugæslustöðvarnar al-
hliða þjónustu. Unglæknar tóku að jafnaði þátt í vakt-
þjónustu á daginn en 29% sinntu aldrei kvöld- og
næturþjónustu. Um 30% fengu reynslu af sjúkrahús-
þjónustu og öldrunarheimilum samhliða heilsugæslu,
en mjög fáir fengu reynslu af heimahjúkrun og skóla-
heilsugæslu (tafla II).
Fig. 3. Interns’ comments on what could have been done better during training.
Starfsaðstaða unglækna var góð (89%), þar af var
til dæmis aðgangur að netinu 100% (tafla III).
Myndir 2 og 3 sýna helstu atriði sem unglæknar
tína til um það hvað þau mátu að væri vel gert og
hvað mætti betur fara í starfsþjálfuninni. Eins og sjá
Læknablaðið 2004/90 307