Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2004, Síða 38

Læknablaðið - 15.04.2004, Síða 38
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF SJÓNARHÓLI STJÓRNAR L( Hver er ábyrgð Hulda Hjartardóttir Höfundur er ritari í stjórn LÍ. í pistlunum Af sjonarhóli stjórnar birta stjórnarmenn LÍ sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. Fjölmiðlar og umfjöllun þeirra um meðhöndlun lækna á sjúklingum hefur verið mjög til umræðu inn- an stéttarinnar og það ekki að tilefnislausu. Svo virð- ist sem ákveðinn hópur áhrifamanna innan blaða- mannastéttar sé ákveðinn í að laga fréttaflutning sinn að kröfum almennings um að allt eigi að vera uppi á borðinu, ekkert megi láta ósagt og engum þyrmt. Þeir ala á forvitni fólks og vita að þeir geta selt sinn miðil með fregnum í æsifréttastíl þar sem sífellt fleira er látið uppi. Hingað til hefur þótt rétt í íslensku sam- félagi að fjalla ekki um einstaklinga sem eiga aðild að málum með nafni og dærna þá þar með hjá dómstól götunnar fyrr en sekt hefur verið sönnuð. Hafa menn almennt treyst yfirvöldum, svo sem lögreglu og dóm- stólum, til að afgreiða viðkvæm mál eftir réttum leið- um innan dómskerfisins. Þetta hefur breyst á undanförnum mánuðum, að minnsta kosti í nokkrum fjölmiðlum. Fjallað hefur verið uni ýmis mál þar sem menn hafa verið bornir þungum sökum einhliða og án þess að sá sem liggur undir ámæli geti komið við nokkrum vörnum. A þetta bæði við um mál sem snerta lækna en einnig aðrar starfstéttir. Einkum virðist sem ijölmiðlum finnist sjálfsagt að gera sér mat úr því þegar fæðingar barna fara á annan hátt en vænst er. Getur verið að skýring- in á því sé kannski sú mótsögn að hvergi í heiminum er burðarmálsdauði orðinn eins fátíður og hér? Fólk væntir þess að öllum meðgöngum ljúki með fæðingu lifandi, heilbrigðs barns. Það vita hins vegar allir sem eitthvað starfa við fæðingar að slíkar væntingar er því miður ekki alltaf hægt að uppfylla þrátt fyrir að allir þeir sem annast þungaðar konur og nýfædd börn geri sitt besta. Sorgin yfir missi barns og brostinna vænt- inga er nístandi sár og snýst oft í ásakanir, fyrst í eigin barm og síðan gegn þeim sem traustið var sett á, að þeir hafi ekki gert allt sem hægt hefði verið að gera og þar nieð ekki verið traustsins verðir. Þessi viðbrögð eru skiljanleg og nokkuð sem allir læknar kannast við og eiga að vera í stakk búnir að mæta. Læknar vita manna best að læknisfræðinni eru takmörk sett og að þeir eru ekki almáttugir. Ef þeir sem eiga um sárt að binda finnst ekki skýringar heil- brigðisstarfsfólks á því hvers vegna fór sem fór full- nægjandi eru til farvegir fyrir kvartanir sem oft eru nýttir. Stundum enda kvartanir í ákærum og fara fyrir dóm þar sem viðkomandi þurfa að sjálfsögðu að hlíta dómsúrskurði. Slík mál eru opinber og dómurinn sjálf- krafa opinn almenningi sem getur til dæmis kynnt sér þau á netinu. Undanfarin misseri hefur hins vegar aukist umfjöllun fjölmiðla um mál sem eru enn til at- hugunar hjá landlækni og jafnvel hjá lögreglu. Fjöl- miðlamenn vita ósköp vel að læknar og annað heil- brigðisstarfsfólk er bundið þagnarskyldu og getur alls ekki tjáð sig um málefni einstakra sjúklinga. Hins vegar hefur hinum málsaðilanum í nokkrum málum verið veittur nær ótakmarkaður aðgangur að sumum fjölmiðlum og leyft að bera fram fullyrðingar sem ekki er hægt að hrekja eða svara án þess að brjóta þagnarskyldu. Ásakanir þær sem hafa birst hafa verið alvarlegar og ráðist hefur verið að starfsheiðri og æru nafngreindra lækna sem vitað er að geta ekki borið hönd yfir höfuð sér vegna stöðu sinnar. Við sem vinnum við þessa starfsgrein finnum fyrir áhrifum þessarar umfjöllunar. Þó að flestir skjólstæð- ingar okkar geri sér grein fyrir því að verið er að fjalla um mál sem hafa tvær hliðar og önnur hliðin fái ekki að koma fram má greina ákveðið óöryggi og jafnvel vantrú á meðferð okkar og vinnubrögð. Þetta van- traust leiðir getur hugsanlega leitt ýmist til ónauðsyn- legra inngripa að kröfu skjólstæðinganna eða að inn- grip sem eru nauðsynleg verða ekki framkvæmd af hræðslu við óæskilegar afleiðingar. Einnig eru læknar og ljósmæður undir miklu álagi þegar sífellt er reynt að finna sökudólga ef eitthvað fer öðruvísi en ætlað var og enginn getur hugsað sér að verða fyrir barðinu á fjölmiðlunum og vera úthrópaðir frammi fyrir al- þjóð. Fólk í þessum stéttum er alvarlega farið að íhuga að finna sér annan starfsvettvang þar sem minni líkur eru á að fjallað verði um störf þeirra opinberlega þegar útkoma meðferðar verður ekki eins og best var á kosið. Það sem vel er gert þykir ekki fréttnæmt og jafnvægið í fréttaflutngi af þessu sviði því ekkert. Afleiðing þessa gæti orðið sú að við misstum hæfasta fólkið í greininni frá störfum, fólkið sem einmitt á heiðurinn af lægstu burðarmálsdauðatíðni í heimi. Er ekki ábyrgð fjölmiðla þó nokkur? Er ekki mál að linni og að áhrifamenn innan fjölmiðla átti sig á því hverjar afleiðingar umfjöllunar þeirra geta orðið? 318 Læknablaðið 2004/90
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.