Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.2004, Qupperneq 39

Læknablaðið - 15.04.2004, Qupperneq 39
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HAGDEILD LÆKNA Verður hagdeild lækna stofnuð í haust? Tvívegis á undanförnum misserum hefur Birna Jónsdóttir gjaldkeri Læknafélags íslands viðrað þá skoðun sína hér í blaðinu að félagið þurfi að koma sér upp hagdeild. Slík deild gæti annast margvíslega út- reikninga og úttektir, haldið saman upplýsingum um heilbrigðismál og stutt við bakið á læknum, hvort sem þeir eru að semja um kaup og kjör, móta stefnu um heilbrigðismál eða stofna fyrirtæki. Nú eru horfur á að Birnu verði að ósk sinni því starfshópur á vegum félagsins leggur til að hagdeild lækna verði stofnuð hið fyrsta. Álit hópsins hefur verið birt á heimasíðu LI en það er allítarlegt. Þar er gert ráð fyrir að hagdeild læknasamtakanna skiptist í fjögur meginsvið. Eitt þeirra væri að sinna kjaramálum lækna og aðstoða samninganefndir félagsins. Annað væri að safna sam- an upplýsingum um heilbrigðismál og heilbrigðishag- fræði, svo sem hagtölum heilbrigðismála og kostnað- argreiningu læknisverka, auk þess sem það annaðist útgáfu- og kynningarmál. Þriðja sviðið gæti verið for- vinna við stefnumótun læknasamtakanna í heilbrigð- ismálum og það fjórða gæti veitt læknum eða hópum lækna ráðgjöf við stofnun og rekstur fyrirtækja. Illa settir með upplýsingar Einn þeirra sem sátu í starfshópnum var Sigurður E. Sigurðsson læknir á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri en hann hefur nýlega tekið við formennsku í samninganefnd LÍ fyrir sjúkrahúslækna. Hann sagði í spjalli við Læknablaðið að skrif Bimu hefðu fengið nýja merkingu í samningsgerð LR og heilbrigðisráðu- neytisins vegna sérfræðilækna í vetur. „Þá kom glöggt í ljóst hversu illa læknar voru sett- ir með upplýsingar. Við vitum það sem fagmenn að upplýsingar eru mikilvægar og það gengur ekki að vera háður viðsemjanda sínum um þær. Eftir að þeirri samningalotu lauk ákvað stjórn LÍ að setja starfshópinn á laggirnar og nú vonum við að málin gangi hratt og vel fyrir sig. Álit hópsins verður til um- ræðu á formannafundi LI í apríl en lokaákvörðun verður tekin á aðalfundi í haust,“ sagði Sigurður. Hópurinn leggur til að ráðinn verði sérfræðingur á sviði heilbrigðishagfræði til félagsins ekki seinna en í haustbyrjun, jafnvel þegar í vor ef það þykir henta. Er bent á það í álitsgerðinni að fyrstu heilsuhagfræð- ingar sem menntast hjá Háskóla Islands verði að vinna meistaraverkefni sín í sumar. Sigurður sagði að ýmsir kostir hefðu verið ræddir, svo sem að kaupa ráðgjöf þegar á þyrfti að halda. „Niðurstaða okkar varð sú að það kæmi best út að ráða manneskju í fast starf. Aðkeypt ráðgjöf gæti reynst dýr og hún tryggir ekki að þekkingin héldist innan félagsins á sama hátt og fastráðinn starfsmað- Þröstur ur. Við höfum einn sérfræðing í vinnu sem er fram- Haraldsson kvæmdastjórinn og með því að ráða annan til starfa með honum styrkist starfsemin til muna.“ Útgjöld skila sér fljótt aftur Ljóst er að stofnun hagdeildar kostar sitt en starfs- hópurinn áætlar að árlegur kostnaður við rekstur hennar sé 8,6 milljónir króna. Er það tillaga hópsins að hugað verði að hækkun félagsgjalda til að standa straum af þessum kostnaði. „Við ræddum ýmsa möguleika á að selja þjónustu svona deildar þegar fram í sækir. Það er til dæmis spurning hver eigi að greiða fyrir ráðgjöf til fyrirtækja lækna. Einnig mætti hugsa sér að hægt væri að gera þjónustusamninga við opinbera aðila um að halda utan um gagnabanka og þess háttar. Deildin verður hins vegar að fá að vaxa og dafna og sanna sig áður en farið er að huga að slíku. Eg er hins vegar sannfærður um að læknar muni fljótt sjá árangur af starfi hagdeildar. Líklegt má telja að við verðum hennar fyrst vör í kjaramálunum og í því að styrkja lækna og samtök þeirra sem ráðgjafa á sviði heilbrigðismála. Deildin gæti orðið það bakland sem okkur hefur skort. Við erum á því að þeim kostn- aði sem fylgir stofnun deildarinar sé vel varið og að hann eigi eftir að skila sér fljótt aftur. Ekki bara í bættum kjörum lækna heldur fyrst og fremst í því að gera okkur virkari í stefnumótun heilbrigðismála og það er ekki lítils virði. Það tryggir okkur góða heil- brigðisþjónustu,“ segir Sigurður E. Sigurðsson. Eins og áður segir er búið að leggja álit starfshóps- ins út á heimasíðu LÍ www.lis.is og þar er einnig Tillaga starfshóps að spjallþráður um hagdeildina sem vert er að skoða. skipuriti hagdeildar LÍ. Hagdeild lækna Heilbrigðis- mál i Hagtölur heil- brigðismála Kostnaðar- greining læknisverka i Heilbrigðishag- fræði/nýjungar i Útgáfu- og kynningarmál Stefnu- mótun sam- taka lækna í heilbrigöis- málum Ráðgjöf við fyrirtæki lækna og einstaka hópa þeirra Læknablaðið 2004/90 319
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.