Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2004, Síða 40

Læknablaðið - 15.04.2004, Síða 40
UMRÆÐA & FRÉTTIR / NÁMSKEIÐ Víðbrögð við bráðum vanda á vettvangi - Bráðalæknar skipuleggja námskeið fyrir lækna Þau bera hilartn og þung- ann af námskeiðunum, frá vinslri: Brynjólfur Mogen- sen, Jón Baldursson, Hjalli Már Björnsson og Kristín Sigurðardóttir. Þröstur Haraldsson Að undanförnu hefur hópur lækna staðið fyrir námskeiðum sem ætluð eru læknum sem vilja vera við því búnir að bregðast við bráðavanda. Lækna- blaðið hitti að máli Hjalta Má Björnsson deildar- lækni, en ásamt honum hafa þau Jón Baldursson og Kristín Sigurðardóttir bráðalæknar haft veg og vanda af námskeiðshaldinu og notið aðstoðar Brynjólfs Mogensen, Viðars Magnússonar og fleiri. „Fyrsta námskeiðið í bráðalækningum utan sjúkra- húsa - kallað BLUS-námskeið - var haldið vorið 2003. Fram að því höfðu verið haldin sérhæfð námskeið í rúman áratug í endurlífgun og slysavinnu. Nýlega var einnig haldið fyrsta námskeiðið í bráða- viðbrögðum barna á vegum Landspítala, en hingað til hafa öll námskeiðin miðast við sjúkrahúsumhverfið. í fyrravor settum við hins vegar saman í fyrsta skipti eitt heildstætt námskeið þar sem læknar eru þjálfaðir til að sinna öllum bráðavandamálum á vettvangi utan sjúkrahúsa. Fyrirmyndir að þessum námskeiðum höfum við sótt til útlanda. Skotar halda til dæmis svona nám- skeið á fimm dögum en við ákváðum í upphafi að hafa það dálítið stífara og Ijúka því á þremur dögum. Nú erum við í Ijósi fenginnar reynslu búin að lengja það um einn dag. Námskeiðið miðast við að læknar séu á vettvangi utan sjúkrahúss og með þann búnað sem er í fullbúnum sjúkrabíl. Við kennum þeim að leysa úr bráðum vandamálum og skila sjúklingnum inn á sérhæfða stofnun. A námskeiðinu erum við að þjálfa lækna í að tak- ast á við öll helstu vandamál sem læknar þurfa að bregðast við utan sjúkrahúsa, það er að segja endur- lífgun, bráða hjartasjúkdóma, meðhöndlun öndunar- vegar, meðvitundarleysi, flogaveiki, áverka, einföld slys og hópslys, bráðavanda barna og fæðingar. Það er því farið yfir æði mikið efni og allt miðast það við að kenna læknum að bregðast við á þeim skamma tíma sem þeir hafa til umráða og með takmörkuðum búnaði.“ Bæði verkleg og bókleg námskeið - Hverjir kenna á þessum námskeiðum? „Auk okkar sem ég taldi upp koma fleiri læknar á bráðadeild Landspítala við sögu. Einnig hafa bráða- tæknar tekið að sér að kenna ákveðin verkleg atriði sem þeir eru vanir að vinna við svona aðstæður. Við höfum sett okkur það markmið að allir þeir sem kenna á námskeiðunum hafi umtalsverða reynslu af að vinna utan sjúkrahúsa." - Hverjum eru námskeiðin ætluð? „Fyrst og fremst eru þau ætluð læknum sem taka bráðavaktir utan sjúkrahúsa, læknum í heilsugæslu á landsbyggðinni og einnig læknum sem starfa á sjúkra- húsum úti á landi þar sem þessi vinna getur verið hluti af starfinu. Námskeiðið getur hins vegar nýst öllum læknum sem vilja vera vel þjálfaðir til að bregðast við bráðatilvikum sem kunna að koma upp í vinnunni. Þetta er í þriðja skipti sem við höldum námskeiðið og við vonumst til að þetta verði fastur liður í símenntun lækna og að hægt verði áfram að halda það tvisvar á ári. BLUS-námskeiðin eru haldin í samvinnu við End- urmenntunarstofnun HI og Fræðslustofnun lækna sem láta okkur í té kennsluaðstöðu í húsakynnum læknafélaganna við Hlíðasmára. Við leggjum ríka áherslu á verklega þáttinn sem er um helmingur námsins á móti fyrirlestrum. Við förum út úr húsi í hálfan dag til að kenna björgun úr bílflökum og ann- að þess háttar við eins raunverulegar aðstæður og hægt er. Við förum í vettvangsskoðun í Slökkvistöð- ina við Skógarhlíð og í Neyðarlínuna til að kynna okkur þær verklagsreglur sem unnið er eftir á þessum stöðum. A námskeiðinu er eingöngu krafist mætingar og þátttöku í æfingum, ekki þarf að standast próf.“ - Þetta er þá ekki námskeið fyrir lækna sem kall- aðir eru óvænt til að veita aðstoð? 320 Læknablaðið 2004/90
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.