Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.2004, Qupperneq 43

Læknablaðið - 15.04.2004, Qupperneq 43
UMRÆÐA & FRÉTTIR / NÝ HEILSUGÆSLUSTÖÐ ast. Stöðin hefur skyldum að gegna við hverfið því samkvæmt samningi við ráðuneytið ber henni að taka við þeim sjúklingum úr hverfinu sem þess óska á skrá. Þeir mega þó taka við sjúklingum úr öðrum hverfum eða sveitarfélögum, til dæmis fylgdi Böðvari nokkur hópur sjúklinga úr Efra-Breiðholti þar sem hann starfaði áður. Að sögn þeirra félaga hafa viðtökur íbúanna verið afargóðar enda allmargir sem ekki höfðu haft beinan aðgang að heimilislækni. Ibúasamsetningin í hverfinu er nokkuð sérstök, allmikið er um stærri og dýrari íbúðir og í þeim búa aðallega ungar bamaljölskyldur og svo eldri borgarar en þeir þjóðfélagshópar sækjast öðrum fremur eftir þjónustu heimilislækna svo til- koma stöðvarinnar hefur verið kærkomin. Frelsi og áhætta En hvernig skyldi þeim Hauki og Böðvari líka frels- ið? Jú, takk bærilega, segja þeir. „Við ráðum meiru sjálfir. Það er til dæmis alveg ný reynsla að við getum sjálfir valið okkur samstarfsmenn,“ segir Haukur. Hann bætir því hins vegar við að stofnun stöðvarinn- ar hafi kallað á mikla aukavinnu við ýmis störf sem þeir hafa ekki vanist að þurfa að sinna. „Það tekur líka skemmri tíma að taka ákvarðanir um innkaup og þess háttar,“ segir Böðvar. „Nú þarf ekki að leggja inn beiðni um kaup á hverju smátæki og bíða þess að hún verði tekin fyrir á fundi annars staðar.“ Þeir óttast samt ekki að læknisstarfið verði smám saman útundan og að þeir verði komnir á kaf í bísniss áður en þeir vita af. „Uppbygging fyrirtækisins er þannig að á því er engin hætta. Auk þess sýnist okkur yfirbyggingin vera léttari en í öðrum stöðvum svo það ætti ekki að þurfa að fara mikill tími í rekstrarþátt- inn,“ segir Böðvar. Haukur segir að kollegarnir spyrji gjarnan hvort hann sé ekki hræddur við að taka svo mikla rekstrar- lega áhættu. „Ég hef svarað því til að vissulega fylgi þessu nokkur áhætta en að ástandið í samfélaginu sé með þeim hætti að það sé ekki endilega á vísan að róa þótt menn starfi hjá ríkinu. Gangi þessi tilraun vel - sem allir vona að sjálfsögðu - getur farið svo að þetta rekstrarform breiðist út. Einn góðan veðurdag geta því kollegar okkar staðið frammi fyrir því að rekstur stöðvanna sem þeir starfa á verði boðinn út. Þá verða Hjördís Birgisdóttir hjúkr- unarforstjóri til vinstri og Ólöf Leifsdóttir hjúkrunarfrœðingur og Ijósmóðir í ungbarnamót- töku Salastöðvarinnar. þeir að taka áhættuna á að bjóða í reksturinn eða leita sér að vinnu annars staðar," segir Haukur Valdi- marsson að lokum. Heilsugœslan í Salahverfi er á annarri hœð í þessu húsi. Læknablaðið 2004/90 323
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.