Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2004, Side 50

Læknablaðið - 15.04.2004, Side 50
UMRÆÐA & FRÉTTIR / GÆÐAÞRÓU N í HEIMILISLÆKNINGUM Frumkvæðið kemur frá læknum sjálfum Rætt við Jesper Lundh framkvæmdasfjóra gæðaþróunarnefndar danska heimilislæknafélagsins Þröstur Haraldsson Gæðaþróun hefur verið ofarlega á baugi hjá heimil- islæknum undanfarin ár og nú í byrjun mars efndi Félag íslenskra heimilislækna til ráðstefnu þar sem staða gæðaþróunar í heimilislækninum hér á landi var mæld og vegin. Að sjálfsögðu var einnig horft til framtíðar og skyggnst út fyrir landsteinana til að sjá hvað aðrar þjóðir aðhafast. Fulltrúi umheimsins var Jesper Lundh ráðgjafi um gæðaþróun í Friðriksborg- aramti í Danmörku en þar starfar hann einnig sem heimilislæknir. Læknablaðið tók hann tali og innti hann eftir því hvernig danskir haga gæðaþróun í heilsugæslunni. Þótt gæðaþróun sé að mestu leyti málefni hvers amts gilda ýmsar reglur um hana á landsvísu og þar er Jesper Lundh líka að störfum því hann veitir heil- brigðisráðuneytinu einnig ráðgjöf. Samræmdar regl- ur eru til dæmis um fjármögnun gæðaþróunarverk- efna því þau njóta framlaga úr sérstökum sjóði sem fær 50 íslenskar krónur af hverjum íbúa. I Friðriks- borgaramti búa álíka margir og á íslandi, eða um 300.000 manns, og njóta þjónustu 210 heimilislækna. Samkvæmt áðurnefndri reglu eru 15 milljónir króna til ráðstöfunar til gæðaþróunar í amtinu. Læknar geta sótt um stuðning við verkefni sem þeir vilja vinna til sjóðsstjórnar þar sem tveir heimilislæknar og tveir fulltrúar amtsins eiga sæti. Auk þess eru möguleikar á að sækja um meiri stuðning til ríkisins ef verkefnið er talið hafa gildi á landsvísu. Gæðaheimsóknir í Friðriksborgaramti er fé til skiptanna varið til nokk- urra fastra verkefna. Þar er fyrst til að taka að ráðnir eru læknar sem Jesper kallaði „facilitators" en mætti nefna hvatamenn en hlutverk þeirra er að heimsækja heimilislækna, ræða við þá um starfið og veita þeim ráð um tiltekin efni. Þessir læknar eru 2-3 í hlutastörf- um og eru valdir eftir sérgreinum. Sú hefð hefur skapast að leggja áherslu á tiltekna sjúkdóma og fylgj- ast með því hvernig læknar taka á þeim. Að undan- förnu hafa sykursýki og heilabilun orðið fyrir valinu. Heimsókn til læknis fer þannig fram að gesturinn mætir með upplýsingar úr tölvukerfi amtsins um starf- semi læknisins, hversu marga sjúklinga hann hefur með þær sjúkdómsgreiningar sem um er að ræða, hversu marga hann hefur sent til rannsóknar, hversu margir eru í lyfjameðferð, hvaða lyf hann notar og svo framvegis. Þeir bera starfsemi hans saman við kollegana og benda honum á nýja möguleika og að- ferðir. Jesper lagði áherslu á að þetta væri ekki eftirlit, því væri sinnt af öðrum stofnunum. „Þetta er gagn- kvæm upplýsingagjöf sem fer fram í trúnaði því amtsstjórnin fær ekki að sjá tölurnar. Gestirnir biðja lækninn oft að velja fimm sjúkraskýrslur af handa- hófi og þær eru skoðaðar og ræddar. Þetta kerfi er orðið fimm ára gamalt og hefur mælst vel fyrir. Þótt læknum sé frjálst að hafna heimsókn gerir það eng- Sjálfstæðir læknar með gagnagrunn Þegar rætt er um gæðamál heimilis- lækna í Danmörku er rétt að útskýra í stuttu máli uppbyggingu heilbrigðiskerf- isins þar í landi sem er nokkuð frábrugð- ið því íslenska, ekki síst á sviði heilsu- gæslu. Yfirstjórn sjúkrahúsa og heilsu- gæslu er hvorki í höndum ríkis né sveit- arfélaga heldur fjórtán amta. Sjúkrahús- in eru í eigu hins opinbera en heilsu- gæslan fer að langstærstum hluta fram á einkastofum lækna sem gjarnan vinna margir saman. Sjúklingar eru í samlagi hjá heimilislækni og þurfa tilvísun frá honum til að mega leita til sérfræðinga eða leggjast inn á sjúkrahús. í Danmörku er unnið að því að koma á rafrænu upplýsingakerfi fyrir lækna og er það vel á veg komið. Nú þegar er það orðið svo að læknir sér sögu sjúklingsins innan amtsins. Nú er unnið að kerfi sem byggist á sjúkdómsgreiningum. Þegar sjúklingur kemur til læknis með slitgigt í mjöðm svo dæmi sé tekið þá slær lækn- irinn greininguna inn en við það opnast margar valmyndir á skjánum. Þar finnur læknirinn klínískar leiðbeiningar um meðferð, úrræði sem fyrir hendi eru í amtinu, stöðu biðlista og tilvísanir til sjúkrahúss eða röntgenmyndatöku sem hægt er að senda rafrænt. Læknirinn fær aðgang að sjúkraskrá sjúklings og upp- lýsingum um rannsóknir sem gerðar hafa verið á viðkomandi og getur flett upp í myndgreiningum. Einnig er verið að koma á fót lyfja- gagnagrunni og verður því lokið á þessu ári. Nú þegar geta læknar í fimm ömtum flett upp í sinni eigin lyfjaútskrift og borið hana saman við aðra lækna í amtinu. I árslok verður hægt að skoða lyfjanotkun sjúklinga en til þess þarf að sjálfsögðu heimild viðkomandi sjúklings. Hægt er að rekja hvaða læknar hafa farið inn í grunn- inn og sjúklingar geta einskorðað aðgang við tiltekinn lækni eða lækna. 330 Læknablaðið 2004/90

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.