Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.2004, Qupperneq 51

Læknablaðið - 15.04.2004, Qupperneq 51
UMRÆÐA & FRÉTTIR / GÆÐAÞRÓUN í HEIMILISLÆKNINGUM inn. Það segir sína sögu að í öðru amti þar sem þetta hefur verið reynt voru læknar beðnir að gefa þessum heimsóknum einkunnir í skjóli nafnleyndar. Eftir fyrstu heimsóknina voru menn dálítið taugaóstyrkir og einkunnin var 6,5 á 10-kvarðanum en eftir þá næstu hækkaði einkunnin í 8,5. Þessar heimsóknir bera árangur eins og sást í at- hugun sem gerð var í Ringköbing þar sem sjónum var beint að útskriftum lækna á þremur lyfjaflokk- um: sýklalyfjum, gigtarlyfjum og kólesteróllækkandi lyfjum. Helmingur læknanna í amtinu fékk heim- sókn en hinn ekki. Engin breyting varð á útskrift sýklalyfja og kólesteróllækkandi lyfja. Hins vegar varð veruleg breyting á útskrift gigtarlyfja hjá þeim sem fengu heimsókn. Það dró umtalsvert úr útskrift þeirra á Cox-2 hemlurum en notkun þeirra hefur verið mjög mikil í Danmörku." Símenntun í fræðsluhópum Auk þessara heimsókna eru framlögin til gæðaþró- unar notuð til að kosta ráðgjöf um símenntun. Hún fer þannig fram að dagskrár fræðslufunda og lækna- ráðstefna eru bornar undir kennslufræðing sem met- ur gagnsemi þeirra fyrir lækna. Þá styður gæðaþró- unarsjóðurinn einnig svonefnd audit-verkefni þar sem læknar gera faglega úttekt á starfsemi sinni og síðast en ekki síst styrkir hann fræðsluhópa lækna sem gegna mikilvægu hlutverki í gæðastarfi og end- urmenntun danskra heimilislækna. Langflestir þeirra taka þátt í starfsemi slíkra hópa en í þeim eru yfirleitt 8-10 læknar sem hittast reglulega á fræðslu- og um- ræðufundum. „Þeir fá styrki til að leigja sali og útvega gesta- fyrirlesara en það er gert til að þeir þurfi ekki að reiða sig á fyrirlesara sem lyfjafyrirtækin útvega þeim. Læknar greiða hluta af kostnaðinum við þessa fundi úr eigin vasa en geta dregið hann frá skatti. Við teljum þessa fræðsluhópa afar mikilvæga eins og sést á því að þriðjungur af gæðaþróunarframlögunum rennur til þeirra,14 segir Jesper. Hann leggur áherslu á að allt frumkvæði í gæða- þróunarmálum komi frá læknum. „Heimilislæknar eiga frumkvæðið og stinga upp á gæðaþróunarverk- efnum. Ef þau reynast vel eru þau tekin upp á lands- vísu,“ segir Jesper. I samningi en ekki skylda Gæðaþróunarstarfið er fellt inn í kjarasamning heim- ilislækna við amtsstjórnina en hann rennur út eftir tvö ár. Menn eru þegar farnir að huga að næsta samn- ingi og Jesper Lundh nefnir fjögur atriði sem læknar hafa áhuga á að koma á framfæri þar. „í fyrsta lagi viljum við beina sjónum okkar að því sem nefnt er „shared-care“, það er að auka samráð þeirra sem sjá um sjúkling á leið hans í gegnum heil- brigðisþjónustuna. í öðru lagi viljum við koma á sam- ræmdu mati á sjúklingum. I þriðja lagi viljum við efla upplýsingatæknina í samskiptum sjúkrahúsa og ein- stakra lækna og í fjórða lagi koma á notkun gæðavísa. Varðandi það síðastnefnda viljum við leggja áherslu á þrjá sjúkdóma, sykursýki, heilabilun og háþrýsting, og kanna hvaða gæðavísar nýtast best til að mæla gæðastarf heimilislækna í meðferð þeirra,“ segir Jesper. Hann er ekki viss um að gæðavísar séu endilega besta leiðin til að efla gæði læknisstarfsins en nefnir þó einn sem fylgist með því hversu oft sjúklingar leita til læknis. „Ef 15% sjúklinga heimilislæknis koma aft- ur og aftur á stofuna án þess að vera haldnir alvarleg- um sjúkdómi þá er eitthvað að gæðunum hjá viðkom- andi lækni. Hann á greinilega erfitt með að ljúka við- tölum við sjúklinga sem finnst þeir þurfa að koma aftur og aftur." Þótt gæðaþróunarstarf sé hluti af kjarasamningi eru danskir heimilislæknar ekki skyldaðir til að taka þátt í því. „Á stofunni sem ég starfa á eigum við rétt á að fá 250.000 krónur á ári úr gæðaþróunarsjóðnum en við getum afsalað okkur þessum peningum til annarra. Við getum líka sótt um meira fé ef við erum með spennandi verkefni í gangi. Ég er ekki viss um að rétt sé að skylda lækna til gæðastarfs og leggja á þá kvaðir. Það getur leitt til alls kyns undarlegra hluta eins og reynslan sýnir. í Bret- landi er til dæmis lögð sú kvöð á sjúkrahús að þar skuli sjúklingar vera komnir í sjúkrarúm áður en tvær klukkustundir eru Iiðnar frá því þeir komu. Þessari kröfu hafa menn mætt með því að taka hjólin undan vögnunum sem notaðir eru til að flytja sjúklinga og kalla þá rúm,“ segir Jesper Lundh. Jesper Lundh í Heilsugœsl- unni í Garðabœ þar sem blaðamaður Lœknablaðs- ins hitti hann að máli. Læknablaðið 2004/90 331
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.