Læknablaðið - 15.04.2004, Side 63
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÍÐORÐAPISTILL 165
i
ingin nær óskiljanleg. Ekki virðist koma til greina að
orðin few exposures tákni hér að áhrifaþáttur hafi
aðeins verkað í fá skipti.
Allra sérkennilegasta notkun heitisins exposure
kemur þó fram í setningarbrotinu: - - past exposure
use - -. í þessum kafla er rætt um hvernig hjálpa megi
einstaklingum til að muna að þeir hafi komist í tæri
við þann áhrifaþátt sem verið er að rannsaka. Öðru
hvoru nafnorðinu verður að sleppa í þýðingu og tala
þá annaðhvort um „notkun lyfsins“ eða „útsetningu"
á (löngu) liðnum tíma.
Áhrifaþættir
Þá má geta þess að höfundarnir birta samantektar-
töflu með upptalningu á margvíslegum viðfangsefn-
um tiltekinna faraldsfræðilegra rannsókna. Þar kemur
ótvírætt fram að þeir nota nafnorðið exposure sem
samheiti á þeim áhrifaþáttum sjúkdóma sem til rann-
sóknar eru. Þeir hafa annaðhvort sjálfir eða að for-
dæmi annarra breytt merkingu heitisins frá því að ná
einungis yfir tiltekna athöfn, ástand, stöðu eða verkn-
að (það að láta einhvern verða fyrir einhverju eða
það að einhver verði fyrir einhverju) yfir í það að ná
einnig til viðfangsins, þess þáttar sem til rannsóknar
er hverju sinni. Þannig telja þeir upp undir fyrirsögn-
inni exposure ýmsa þætti, sem skoðaðir hafa verið
með tilliti til þess hvort þeir dragi úr eða stuðli að því
að tilteknir sjúkdómar eða vefjaskemmdir komi fram:
líkamshreyfing, ýmsar fæðutegundir og fæðuefni, auk-
inn líkamsmassi, hárlitunarefni, lyf, hormónar, smokka-
notkun, svínabúskapur, vítamín, yfirborð íþrótta-
valla og þindarhaulun.
Það er þessi nýja og sérkennilega notkun á heitinu
exposure sem undirritaður telur að valdið hafi einna
mestum vandræðum í upphafi umræðunnar um heit-
ið exposure (Læknablaðið 2004; 90: 179). Lagt er nú
til að um slíka þætti verði á íslensku notað samheitið
áhrifaþættir, hvort sem um er að ræða hugsanlega
eða staðfesta þætti. Sú lýsing getur fylgt að áhrifa-
þáttur sé hver sá þáttur sem telja má að auki á eða
dragi úr sjúkdómsmyndun, hvort sem hann telst til
orsakaþátta eða ekki.
Til samanburðar má geta þess að orsakaþáttur
(causal factor) hefur bein áhrif til að framkalla sjúk-
dóm eða sjúkdómsbreytingu og að áhættuþáttur (risk
factor) gefur til kynna aukna hættu á sjúkdómi, hvort
sem hann telst til orsakaþátta eða ekki.
Útsetning
Þó fram hafi komið í upphafi þessarar löngu umræðu
að forðast bæri orðið útsetning, verður tæpast hjá því
komist að nota það þegar ótvírætt er þörf á nafnorði
og engin önnur lausn finnst. Rétt er þó að minna á
það enn einu sinni að nafnorðanotkun er mun meiri í
ensku en í íslensku og að oft er hægt að skila merk-
ingu hins enska texta fullkomlega yfir á íslensku með
breyttu orðalagi.
Sömuleiðis er ekki alveg hægt að forðast sögnina
að útsetja eða lýsingarháttinn útsettur. Maður, sem
verður fyrir áhrifaþætti eða kemst á einhvern hátt í
tæri við slíkt, skoðast útsettur. Þann atburð, að maður
hafi komist í tæri við áhrifaþáttinn, eða það ástand,
að hann sé innan seilingar við tiltekinn áhrifaþátt, má
á sama hátt tákna með nafnorðinu útsetning. I mörg-
um fræðitextum á þetta orð þó ekki við, eins og sum
fyrr talin dæmi sýna, og verður þá að leita annarra
lausna. Tekið skal undir með Þorkeli Jóhannessyni
að ekki sé ómaksins virði að leita að einu íslensku
orði sem geti skilað öllum merkingum enska nafn-
orðsins exposurc.
Samsett heiti
I fyrrnefndum greinum koma fyrir ýmis samsett heiti
og hugtök. Ekki er alls staðar ljóst hvort verið er að
vísa í áhrifaþáttinn sjálfan eða það að komast í tæri
við hann. Hér verða því birtar tvenns konar tillögur
að þýðingum: exposure history (saga um áhrifaþátt,
útsetningarsaga), exposurc information (upplýsingar
um áhrifaþátt, útsetningu), exposure of interest (áhrifa-
þáttur, útsetning, sem vakið hefur áhuga eða er til
umræðu), exposure levels (mæligildi áhrifaþáttar, stig
útsetningar), exposure status (staða áhrifaþáttar, út-
setningarstaða), exposure variables (breylur áhrifa-
þáttar, útsetningarbreytur), niininium exposure (lág-
mark áhrifaþáttar, lágmarksútsetning), past expo-
sures (áhrifaþættir í fortíð, útsetning á liðnum tíma),
previous exposure (fyrri áhrifaþáttur, útsetning), rare
exposure (sjaldgæfur áhrifaþáttur) og remote ex-
posures (fjarlægir áhrifaþættir, útsetning fyrir löngu).
Benda má á að best fer á að hafa orðið útsetning
alltaf í eintölu.
Lokaorð
Eins og fram hefur komið telur undirritaður að ekki sé
hægt að finna eitt íslenskt nafnorð sem alls staðar geti
komið í stað enska nafnorðsins exposure. Þess í stað er
lagt til að viðeigandi lausna verði leitað með beinum
eða óbeinum þýðingum. Dæmin sýna að orðið er
mikið notað, jafnvel ofnotað, og ennfremur að það er
ekki sérstakt keppikefli að þýða alltaf enskt nafnorð
með íslensku nafnorði. Mönnum til aðstoðar má þó
birta nokkur íslensk nafnorð sem notuð hafa verið við
ýmsar beinar og óbeinar þýðingar: afhjúpun, áhætta,
álag, áraun, áverkun, berskjöldun, nánd, snerting,
uppljóstrun, útburður, útlagning, útsetning og váhrif.
Þar með lýkur umræðunni um exposure að sinni.
Læknablaðið 2004/90 343