Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2004, Page 67

Læknablaðið - 15.04.2004, Page 67
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BROSHORNIÐ 47 Af erjum hjóna og broddborgara Heim af fæðingardeildinni Barnalæknirinn tók eftir því að unga móðirin sem var að fara heim af fæðingardeildinni með frumburðinn var ákaflega taugaóstyrk. „Þetta verður allt í stakasta lagi hjá þér, vina mín,“ sagði læknirinn hughreyst- andi. „Það er aðeins tvennt sem þú þarf að muna; að halda öðrum endanum mettum og hinum þurrurn." Hjónaerjur Læknirog kona hans rifust heiftarlega við morgun- verðarborðið. „Þú ert ekki einu sinni góð í rúminu lengur,“ öskraði maðurinn og rauk svo af stað til vinnu sinnar. Þegar leið á morguninn varð hann full- ur iðrunar og eftirsjár vegna þess sem hann hafði hreytt út úr sér. Til að bæta ráð sitt hringdi hann heim urn hádegisbil til að reyna að sættast við konu sína. Það hringdi lengi áður en konan svaraði. „Af hverju varstu svona lengi að svara?“ „Ég var í rúminu.“ „Af hverju ertu ekki komin á fætur?“ „Það var bara að láta tékka á því hvort þú hefðir haft rétt fyrir þér.“ í hvítum slopp Læknanemi sem var kominn vel áleiðis í náminu var með allar klær úti til að ná sér í aukapening. Fyrir utan það að vinna á aukavöktum á bráðamóttöku sjúkrahússins vann hann hjá kjötkaupmanninum sem var með stærstu mönnum og þótti svo ógnvænlegur á svipinn að hann var aldrei kallaður annað en „slátrar- inn“. Á báðum stöðum þurfti læknaneminn að vera i hvítum slopp í vinnunni. Kvöld eitt var hann að aka gamalli konu inn á skiptistofu á bráðamóttökunni þegar hún virtist átta sig á hlutunum, kipptist til og æpti upp yfir sig: „Guð minn góður, það er þá aðstoðarmaður slátrarans." Góður með sig Læknirinn gekk inn í skoðunarherbergið þar sem einn af broddborgurum samfélagsins beið hans. Maður þessi hafði aldrei laðað að sér fólk og var þekktur af því að hafa aldrei rangt fyrir sér og vita allt manna best. „Góðan daginn, Áslákur. Hvað amar að þér?“ spurði læknirinn. „Það er best að þú komist að því enda reikna ég með því að þú fáir borgað fyrir það,“ ruddi Áslákur úr sér og virtist ekki vera að leita eftir samúð læknis- ins. „Allt í lagi,“ sagði læknirinn. „Kunningi minn er dýralæknir. Það er best að ég hringi í hann og biðji hann um að líta við. Hann er sá eini sem ég þekki sem getur fundið út hvað er að þér án þess að spyrja spurninga." Ótrúleg saga úr maga Einn af sælkerum landsins sat að kræsingum, en áður en hann byrjaði að borða var hann svo svangur að blóðsykurmagnið var nálægt hættulegu lágmarki. I græðgi sinni gáði hann ekki að sér og gleypti gleraug- að sem fallið hafði úr annarri augntóftinni niður á diskinn. Sælkerinn áttaði sig hins vegar fljótt á því hvernig komið var og flýtti sér til meltingarsérfræð- ings til þess að fá hann til að sækja augað. Læknirinn beið ekki boðanna og gerði magaspeglun. „Ég hef kíkt ofan í ófá maga á langri starfsævi, en þetta er fyrsti maginn sem kíkir til baka á mig,“ sagði læknir- inn að speglun lokinni. Mannslífum bjargaö Kennari í lífeðlisfræði við ónefnda læknadeild var þekktur fyrir það að gera mjög miklar kröfur til nem- enda sinni. Sumir kölluðu það ofurkröfur. Dag nokk- urn var hann að útskýra mjög flókið atriði þegar einn nemandinn rétti upp hönd og spurði: „Því í ósköpunum þurfum við að kunna þetta sem þú ert að reyna að troða inn í hausinn á okkur?“ „Til þess að bjarga mannslífum,“ sagði kennarinn. Nokkrum mínútum seinna rétti sami læknanemi upp höndina að nýju. „Hvernig getur lífeðlisfræði bjargað mannslífum?“ „Hún kemur í veg fyrir að hinir fáfróðu verði lækn- ar,“ svaraði kennarinn. Fæöingarhríðir Læknir úti á landi svaraði í símann. Á línunni var verðandi faðir sem var í miklu uppnámi og lét á sér skilja að konan væri komin með fæðingarhríðir. Lækn- irinn reyndi að átta sig á því hve mikið konunni lægi á að komast á spítala. „Hve langt er milli verkja hjá konunni?" spurði læknirinn. Það kom löng þögn í símann en loks svaraði mað- urinn: „Ég er ekki viss en ég held þó að verkirnir komi allir frá sama staðnum." Bjarni Jónasson bjarni.jonasson@hg.is Bjarni er heimilislæknir í Garðabæ. Læknablaðið 2004/90 347

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.