Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.11.2014, Qupperneq 19

Fréttatíminn - 07.11.2014, Qupperneq 19
Gjörbreytt hvernig fólk horfir á sjónvarp Einn þriðji áhorfs á sjónvarpsþættina Hraunið kom með hliðruðu áhorfi. Sífellt færri horfa á frum- sýningar í sjónvarpi og ungt fólk og börn mótar sína eigin sjónvarpsdagskrá. Dagskrárstjóri RÚV sér tækifæri í breyttum neysluvenjum. í línulegri dagskrá, þeir verða bara opinberaðir þegar eru tilbúnir. Þá er hægt að brjóta þætti upp og koma þeim í umferð í smærri einingum. Nýjar kynslóðir hafa öðruvísi at- hyglisgáfu en þær eldri og eru van- ar að horfa í smærri klippum,“ segir Skarphéðinn. Hann segir að áhugi á sjónvarps- efni sé ekki að minnka þó áhorfið sé að breytast. „Það jákvæða hvað okkur varðar er að vinsældir efnis- ins standa ekki og falla lengur með einni frumsýningu. Nú eru fleiri kostir í boði og það gerir okkur kleift að bjóða upp á fjölbreyttara efni. Það skerpir óneitanlega lín- urnar og hjálpar til við að greina stöðuna þegar við sjáum hvaða efni fólk ber sig eftir og hvaða efni fólk er sama þó það missi af.“ Hefur þetta áhrif á dagskrárstefnu hjá ykkur? „Þetta eykur vissulega líkur á við sjáum tilgang til að framleiða efni fyrir yngri eigendur okkar á RÚV, þegar við sjáum hvað þeir eru dug- legir að sækja í hliðrað áhorf. Rauði þráðurinn virðist nefnilega vera sá að efni sem höfðar til yngra fólks fær mikið hliðrað áhorf. Þannig var eitt af fyrstu merkum þess að þetta væri að breytast þegar þættir Andra á flandri voru sýndir. Þeir fengu töluvert mikið hliðrað áhorf og við erum viss um að nýir þættir hans fá það líka.“ Krakkar móta eigin dagskrá Barnaefni er það efni sem fær mest hliðrað áhorf. „Krakkarnir eru komnir hvað lengst í þessum efn- um. Þau eru alla vikuna með spjald- tölvurnar að horfa á efni sem sýnt er um helgar. Börnin eru löngu búin að móta sína eigin sjónvarpsdag- skrá,“ segir Skarphéðinn. Undir þetta tekur Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Símans. „Börnin mín hafa ekki hugmynd um að Stundin okk- ar er klukkan sex á sunnudögum. Þau missa samt sjaldan af þættin- um. Þau horfa þegar hentar. Þessi heilaga stund þegar öll íslensk börn horfðu á sama tíma á Stundina okk- ar er horfin,“ segir hún. Gunnhildur segir áhorfstölur Símans sýna að börn séu svo gott sem hætt að horfa á barnaefni í línulegri sjónvarps- dagskrá. „Þau horfa á barnaefni RÚV þegar það hentar á heimilinu. Barnaefni RÚV er vinsælasta efn- ið sótt í VOD hjá Símanum,“ segir Gunnhildur Arna. Fimm milljón afspilanir á ári Tímaflakkið fór í loftið hjá Síman- um 11. janúar 2013. Vinsældirnar uxu hratt fyrsta hálfa árið. Notkun- in jókst um nærri 280% á þeim tíma og hefur vaxið jafnt og þétt síðan. „Áskrifendur að Sjónvarpi Sím- ans voru fljótir að tileinka sér þjón- ustuna og afspilanir þátta fór úr hundruðum þúsunda strax fyrsta mánuðinn í yfir milljón fyrsta hálfa árið. Afspilanir hafa vaxið jafnt og þétt. Metið var slegið eftir sýningu fyrsta þáttar RÚV á Hrauninu, aftur við annan þátt. Þá voru sjö þúsund heimili að streyma sjónvarpsefni með Tímaflakkinu í einu,“ segir Gunnhildur Arna. Tímaflakkið er vinsælast á sunnu- dagskvöldum. „Búnaðurinn er í botni á sunnudagskvöldum. Við sjáum gjarna um sex þúsund heimili nota tæknina samtímis,“ segir hún. „Sjálf nota ég Tímaflakkið á hverj- um einasta degi. Ég bíð ekki eftir fréttum. Þær bíða eftir mér. Missti heldur ekki af uppáhaldsþættinum mínum á sunnudagskvöldið þeg- ar börnin voru svæfð. Við hjónin horfðum saman á þáttinn frá byrjun þegar við vorum bæði laus,“ segir Gunnhildur. Sjá má í árskýrslu Skipta, móð- urfélags Símans og Skjásins, að af- spilanir á sjónvarpsefni í Sjónvarpi Símans voru ríflega 5,2 milljónir á árinu 2013. Tími kominn á Netflix-væðingu „Það verður athyglisvert að sjá hvernig þessi notkun kemur til með að þróast, því við sjáum að á sama tíma og Tímaflakkið vex hef- ur Frelsisnotkun aðeins dregist saman,“ segir Gunnhildur Arna. „Við metum það þó svo að það sé kominn tími á íslenska Netflix- væðingu ef svo má segja. Íslensk- ar efnisveitur, eins og Skjárinn og 365, hafa verið að bjóða upp á heilar seríur í Sjónvarpi Símans. Það er gríðarlega vinsælt. Því býð- ur Síminn nú heilu þáttaraðirnar úr safni ABC Studios til að svara þessu kalli.“ En þar með er síður en svo allt talið því erlendar efnisveitur njóta mikilla vinsælda hér á landi. Þús- undir Íslendinga nýta sér þjón- ustu Netflix eftir krókaleiðum og fréttir hafa borist af því að Netflix hafi áhuga á að opna hér á landi. Íslenskir rétthafar hafa fundað með forvarsmönnum Netflix að undanförnu. Þá greindi fréttasíðan Nútíminn frá því í gær að tækni- risinn Google hafi opnað fyrir kvik- mynda- og tónlistarveitur sínar á Íslandi. Hægt er að kaupa og leigja kvikmyndir í Google Play Movies. Sumar myndir er þó aðeins hægt að kaupa og er þá algengt verð 1.500 til 2.000 krónur. Leiguverð á kvikmyndum er frá 350 upp í 460 krónur fyrir nýjustu kvikmynd- irnar sem þjónustan býður upp á. Hægt er að horfa á kvikmyndir Go- ogle Play Movies í tölvum, Andro- id- og iOS-símum. Þá er hægt að nota Chromecast-búnaðinn sem er svar Google við Apple TV. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is N eyslumynstrið er að breytast hratt. Við þurfum að fara að venja okkur á að hætta að tala um sjónvarp sem eitthvert tæki, flatskjá eða imbakassa, því nú er allt á netinu og fólk nálgast efnið líka eft- ir öðrum leiðum,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV. Einn þriðji horfir seinna Sífellt fleiri horfa nú á sjónvarps- efni eftir öðrum leiðum en að setjast niður fyrir framan viðtækið þegar frumsýning efnisins fer fram. Hlut- deild hliðraðs áhorfs, sem nær til plússtöðva, Sarps, Tímaflakks og Frelsisþjónustu svo eitthvað sé nefnt, eykst stöðugt. Þetta kom ber- sýnilega í ljós þegar spennuþætt- irnir Hraunið voru á dagskrá RÚV á dögunum. Áhorf á beina útsendingu fyrsta þáttar Hraunsins á sunnudags- kvöldi var 34,2%. Við það bættust 16,5% í hliðruðu áhorfi. Ef þessar tölur eru bornar saman við Hamarinn, spennuþáttaröð sem Hraunið var sjálfstætt framhald af, sést breytingin vel. Áhorf á Hamar- inn var í kringum 50 prósent á frum- sýningarkvöldi, að sögn Skarphéð- ins, og þegar áhorf á frumsýningu Hraunsins er lagt saman við hliðrað áhorf er það svipað. Línuleg dagskrá á undanhaldi „Þessi línulega dagskrá er ekki upp- haf og endir lengur fyrir sjónvarps- þætti, það er breytt. Við höfum til dæmis prófað nýjar leiðir með Hæpið. Þegar fram líða stundir er ekki víst að þættir verði frumsýndir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Símans. Fimmtíu prósent þjóðarinnar horfðu á spennuþættina Hraunið á RÚV. Þriðjungur áhorfsins var í gegnum plússtöðvar, Sarp, Tímaflakk og Frelsi. 20 úttekt Helgin 7.-9. nóvember 2014 Laugardagstilboð – á völdum servéttum og kertum Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is Opið laugardaga kl. 10-16 Nýir o g fallegi r haus t- og vetrar litir í s ervétt um og ker tum ®
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.