Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.11.2014, Síða 21

Fréttatíminn - 07.11.2014, Síða 21
V ið gerum ýmislegt í ein-rúmi. Eitthvað sem við kærum okkur ekki um að nokkur maður sjái eða hafi almennt vitneskju um. Engar áhyggjur, ég er ekki á leiðinni yfir í einhverja kynferðislega sálma. Alveg alls ekki. Ég kæri mig ekkert um að hengja þann þvott út fyrir framan alþjóð. Ég er að tala um allt aðra hluti. Þá sem við mögulega blygðumst okkar á einhvern hátt fyrir. En njótum samt á einhvern undar- legan, jafnvel afbrigðilegan, máta. Ég datt í þessar vangaveltur um helgina. Þar sem ég lá alein í sófanum heima hjá mér við fremur dapurlega iðju sem ítrekað er iðkuð í einrúmi. Ég athuga hvort ég sé með rusl í naflanum eða sigg á tánum. Já, þá er það opinbert. Síðan ískrar aðeins í mér ef ég finn annað hvort. Nú eða bæði. Að fjarlægja naflakusk eða sigg veitir mér dæmalausa sælu. Ankannalega sælu sem ætti sennilega engum að segja frá. Jæja, burtséð frá því þá fór ég sem sagt að velta þessari leynihegðun (fyrrum leynihegðun, ókei) fyrir mér á meðan ég lá þarna berfætt með bumbuna út í loftið. „Er ég sú eina sem stunda hæfilega óaðlaðandi hluti þegar að ég er ein míns liðs?“ Þetta málefni krafðist óformlegrar rann- sóknar. Svona til þess að sanna fyrir sjálfri mér að ég væri ekki einhverskonar naflaborandi og siggkroppandi viðrini. Ég leita á náðir vinkvenna minna á Facebook (mannleg samskipti eru jú svo 1997). Þar skýli ég mér á bak við áhuga minn á mannfræði og segi ástæðu þess að mig þyrsti í upplýsingar um hegðun þeirra í einrúmi vera eingöngu í náms- legum tilgangi. Auðvitað. Ekki til þess að upphefja sjálfa mig á nokkurn hátt eða veita mér hugarró. Ein kunningjakona mín sagði mér að stundum þegar hún væri að elda ímyndaði hún sér að hún væri stödd í eigin mat- reiðsluþætti og lýsti öllu ferlinu upphátt fyrir sjálfa sig. Ah, ég kannaðist nú við þá hegðun. Stundum bý ég líka til breska matreiðsluþætti og æfi hreim- inn minn. Annað veifið er ég líka smámælt eins og Jamie Oliver. Önnur sagði mér að hún væri aldrei í öðru en náttfötum heimavið. Jább, ég gat tekið undir það. Ég er aldrei klædd heima hjá mér. Ekki fara inn á já.is og leggjast á gluggana mína. Ég er alveg í fötum – þau teljast bara ekki mannsæmandi. Heimafötin saman- standa af gömlum óléttubuxum og bleik- um, afar illa förnum náttkjól, sem ég hef átt síðan ég var 12 ára. Sú þriðja lýsti fyrir mér hvernig hún gæti eytt heilu og hálfu frí- dögunum uppi í rúmi. Með sælgæti. Súpandi annað hvort 2ja lítra Pepsi Max af stút eða vínflösku. Ekki hugg- uðu þessar lýsingar mig neitt. Stundum þjónar rúmið mitt öllum heimsins hlut- verkum. Tjah, nema baðherbergisins. Ég sef í því, læri í því, horfi á sjónvarpið og jafnvel borða þar. Ég nota aldrei glös undir Pepsi-ið mitt og stund- um spyrði ég saman tveimur sogrörum svo þau nái alveg ofan í vínflöskuna. Þessi rannsókn mín gerði ekkert fyrir mig. Nema að fylla mig efasemdum um eigið ágæti. Það er ótal margt fleira sem ég geri ein með sjálfri mér. Svona fyrst ég er á annað borð byrjuð að útlista það. Ég get eytt ótakmörkuðum tíma í að skoða á mér andlitið í stækkunar- spegli. Og leita að óæskilegum hárum. Ég kaupi mér annað slagið Doritos, sleiki kryddið af flögunum og hendi þeim aftur ofan í pokann. Stundum leyfi ég líka hárunum á fótleggjunum á mér að vaxa svo lengi óáreittum að það þarf nánast að blása þau eftir sturtu. Já, verði ykkur að góðu. Ég þarf að komast í sambúð. Sem allra fyrst. Stundum leyfi ég líka hárunum á fótleggj- unum á mér að vaxa svo lengi óáreittum að það þarf nánast að blása þau eftir sturtu. Guðrún Veiga Guðmundsdóttir er mannfræðinemi frá Eskifirði sem vakið hefur athygli fyrir bloggskrif sín. Hún stjórnaði sjónvarps- þættinum Nenni ekki að elda og gefur út samnefnda bók fyrir jólin. Guðrún Veiga upplýsir hér að hún gengur í gömlum óléttubuxum heima hjá sér og þykist vera að stjórna breskum matreiðslu- þætti þegar hún eldar heima hjá sér. Það sem ég geri í einrúmi Guðrún Veiga Guðmundsdóttir ritstjorn@ frettatiminn.is www.volkswagen.is Meistari í sparsemi Volkswagen up! er alvöru smábíll! Volkswagen Take up! kostar 1.990.000 kr. Samkvæmt könnun breska bílablaðsins Autoexpress er enginn bíll ódýrari í rekstri en Volkswagen up! Með Volkswagen up! hafa jafnframt verið sett ný viðmið í hönnun því hann er einstaklega nettur að utan en afar rúmgóður að innan. Hvergi er gefið eftir í kröfum um aksturseiginleika, gæði né öryggi og fær bíllinn 5 stjörnu einkunn í árekstrarprófunum euroNcap. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Umboðsmenn: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði Komdu og reynsluaktu Volkswagen up! Eyðsla frá 4,1 l/100 km A uk ab ún að ur á m yn d: S am lit h an df ön g, só lþ ak , þ ok ul jó s, lis ta r á h ur ðu m , k ró m á sp eg lu m . 22 pistill Helgin 7.-9. nóvember 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.