Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.11.2014, Blaðsíða 25

Fréttatíminn - 07.11.2014, Blaðsíða 25
Allir hafa eitthvað sem þeir þurfa að vinna með hjá sjálfum sér, af hvaða toga sem er, og það hefur enginn efni á að dæma aðra. É g er með kvíðaröskun á háu stigi. Það óþægi- legasta við kvíðann er að hann kemur aldrei í sömu mynd. Það sem mér finnst verst er að ég átta mig ekki á því af hverju ég er með kvíða,“ segir söngvarinn Geir Ólafsson. Geir er þekktur fyrir líflega framkomu á sviði, hann á gott með að tala við fólk og ber það ekki utan á sér að vera kvíða- sjúklingur. „Ég er ekki kvíðinn fyrir að hitta fólk eða koma fram á tónleikum. Ég fæ kvíðaköst nánast daglega og þetta truflar því mitt daglega líf. Kvíðaköstin lýsa sér þannig að ég upplifi sterkar raun- verulegar tilfinningar, fæ öran hjartslátt, svitna í lófum, verð stíf- ur í höndum og kjálkum og fæ jafn- vel sjóntruflanir. Þetta eru í raun þessi hefðbundnu kvíðaeinkenni og þau standa yfir í kannski 20-30 mínútur. Eftir á tekur við gríðarleg þreyta vegna þess hversu mikið þetta tekur á líkamann og mér líð- ur stundum eins og ég sé að koma af tveggja tíma erfiðri líkamsrækt- aræfingu.“ Geir hafði lagt til að við mæltum okkur mót á Kaffi Mokka í Borgar- túni en þegar ég nálgaðist húsið sá að kaffihúsið heitir núna Te og Kaffi. Ég svipaðist um eftir Geir en sá hann hvergi og ákvað að hringja í hann til að tryggja að við værum bæði á sama kaffihúsinu, svona fyrst það bar annað nafn en við héldum. Geir var sannarlega á staðnum og ástæðan fyrir því að ég fann hann ekki var að Geir var ekki maður einsamall heldur var hann á spjalli við tvær konur í einu horni kaffihússins. Ég ákvað að finna borð fyrir okkur en á leiðinni þangað var Geir stöðvaður af tveimur öðrum konum. Þegar hann var loks laus sagði hann að það væri líklega helst til of mikið skvaldur þarna og stakk upp á nýj- um stað fyrir viðtalið: „Eigum við að koma á rúntinn?“ spurði hann og krafðist þess að við færum á hans bíl en ekki mínum: „Ég slaka svo vel á þegar ég er að keyra,“ segir hann til skýringar. Við keyr- um sem leið liggur upp Nóatúnið og ökum stefnulaust áfram. Sannfærður að ég væri að deyja Geir er fæddur og uppalinn í efra Breiðholti, nánar tiltekið í Torfu- felli. Hann segist strax sem barn hafa barist við kvíða en af einhverj- um ástæðum hætti hann síðan að fá kvíðaköst og kvíðinn fór ekki að gera vart við sig af alvöru fyrr en Geir Ólafsson er með alvarlega kvíðaröskun og fær kvíðaköst nánast daglega. Hann segir það hafa skipt sköpum að hafa leitað sér hjálpar og stunda heilbrigt líferni. Geir Ólafsson söngvari glímir við kvíðaröskun á háu stigi. Hann fær kvíðaköst nánast daglega og þegar verst lætur hefur hann þurft að hringja á sjúkrabíl fyrir sjálfan sig. Geir hefur aldrei vitað af hverju hann er með kvíða en hann kvíðir því hvorki að hitta fólk né koma fram á tónleikum. Hann hefur farið reglulega til geðlæknis síðasta áratug og segir það hafa breytt lífi sínu til hins betra. Fæ daglega kvíðaköst Geir var kominn á þrítugsaldurinn. „Þegar ég var lítill þorði ég stundum ekki að fara einn nema ákveðinn radíus fyrir utan heimili mitt því ég varð að vera fullviss um að ég kæmist strax heim ef ég vildi. Á þessum tíma var líka algengt að strákar væru að gista hver hjá öðrum en það var ekki möguleiki á að ég legði í slíkt. Ég varð að finna fyrir því öryggi að vera hjá fjölskyldu minni. Þessi kvíði er að hluta arfgengur hjá mér en þegar ég var strákur sagði pabbi mér alltaf bara að harka af mér og vera sterkur. Ég treysti pabba og reyndi að harka þetta af mér.“ Geir rifjar einnig upp barna- afmæli, hefðbundið barnaafmæli þar sem ekkert kom upp á, en hann fékk alvarlegt kvíðakast. „Ég fann allt í einu fyrir svo mikilli vanlíðan og var sannfærður um að ég væri að deyja. Þetta fór þannig að það var farið með mig upp á spítala.“ Við erum komin langleiðina niður Laugaveginn þegar Geir útskýrir af hverju hann ákvað að segja frá því að hann þjáist af kvíðaröskun. „Ég geri það því ég skammast mín ekki fyrir það. Þetta er bara einn af þeim sjúk- dómum sem fólk glímir við í lífinu. Samt er enn einhvern veginn meira feimnismál að þjást af andlegum veikindum en líkamlegum. Ég veit að við erum hér á Laugaveginum búin að keyra fram hjá fjöldanum öllum af fólki sem þjáist af kvíða og öðrum andlegum erfiðleikum, fólki sem líður illa en finnst það ekki geta talað opin- skátt um vanda sinn. Ég vil leggja mitt á vogarskálarnar til að minnka fordómana,“ segir Geir en hann hefur sjálfur orðið fyrir fordómum. „Ég hef reynt að taka þá ekki inn á mig því ég veit að þeir stafa af þekkingarleysi. Í eitt skiptið, og eina skiptið sem ég hef þurft að aflýsa tónleikum vegna kvíða, varð ég var við mikið skilnings- Lj ós m yn d/ H ar i Framhald á næstu opnu 26 viðtal Helgin 7.-9. nóvember 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.