Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.11.2014, Síða 57

Fréttatíminn - 07.11.2014, Síða 57
58 matur & vín Helgin 7.-9. nóvember 2014 Jólasíld með jólachimichurri Vín vikunnar Þ að er skemmtilegt að prófa sig áfram við pörun matar og víns. Ein besta leiðin til að bæði finna út hvað þér þykir gott og líka hvað passar best með matnum sem þú ert að elda er að opna fleiri flöskur samtímis. Góð hugmynd getur verið að bjóða fólki í heim- sókn og gera kvöldstund úr þessu þar sem allir taka þátt í kostnaðin- um og segja sitt álit. Þú lærir miklu meira og hraðar á hvaða vín henta hvaða mat með þessari aðferð og ekki síður hvaða vín þér líkar best. Sérstaklega ef þú prófar að hafa vín- in ólík til að finna sem mestan mun. Svo er upplagt að nota afgangsvín í sósuna næsta dag. Valpolicella svæðið í Verona er þekkt fyrir léttleikandi rauðvín. Þetta vín er superiore sem þýðir að það hefur fengið að eldast í ár áður en það kemur á markað. Það gefur víninu örlítið meiri karakter og grófleika en léttleikandi berjakeimurinn er vissulega til staðar. Vínið er upplagt með pastaréttum sér í lagi með vel gerðri heima- lagaðri tómatsósu. Punkturinn yfir i-ið væru svo ekta ítalskar kjötbollur með. Adobe Carmenere Reserva Gerð: Rauðvín Uppruni: Chile, 2013 Styrkleiki: 13,5% Þrúga: Carmenere Verð í Vínbúðunum: Kr. 1.999 Úrval lífrænt ræktaðra vína er alltaf að færast í aukana. Þetta lífræna vín kemur frá Chile og er úr Carmenere þrúgunni sem er sólfrek og virðist henta vel til ræktunar þar því þetta er afbragðsvín. Berjaríkt og kryddað, eilítið lokað til að byrja með en klárlega í mildari kant- inum og með skemmtilegan vanillukeim sem rúnnar vínið vel upp í lokin. Hentar vel með kjötmeti, jafnvel léttari bitum. Smakkaðu nokkur vín samtímis Hér er annað lífrænt ræktað Adobe-vín frá Chile. Hér fær Merlot-þrúgan að njóta sín. Það er heilmikið að gerast í víninu en það er töluvert tannínríkt og gott að leyfa því aðeins að taka sig áður en þess er neytt. Ágætis fyllingin en það endar á þurru nótunum sem gæti hentað mjög vel með fituríkari ostum. Ekki vín til að drekka með blóð- ugri steik, betra með léttara kjötmeti eins og grilluðum kjúlla eða maríneruðu svínakjöti. Þetta vín kemur úr Loire-dalnum og sver sig í ætt við önnur vín úr þeim ágæta dal sem kallast Sancerre nema það er á betra verði. Það er ferskt og ávaxtaríkt með sítruskeim og spennandi skörpum eftirtóni. Svona hvít- vín henta vel sem fordrykkur en jafnvel enn betur með fisksteikum, helst grilluðum (best ef þú nærð þér í lúðu) en líka með grilluðum risarækjum með sætri mæjó dressingu, Jömmí. Tomasi Rafaèl Valpolisella Gerð: Rauðvín Uppruni: Ítalía, 2012 Styrkleiki: 12,5% Þrúga: Corvina, Rondinella, Molinara Verð í Vínbúðunum: Kr. 2.699 Petit Bourgeois Sauvignon Blanc Gerð: Hvítvín. Þrúga: Sauvignon Blanc. Uppruni: Frakkland, 2013 Styrkleiki: 12% Verð í Vínbúðunum: 2.699 kr. Adobe Merlot Reserva Gerð: Rauðvín Uppruni: Chile, 2012 Styrkleiki: 13,5% Þrúga: Carmenere Verð í Vínbúðunum: Kr. 1.999 Höskuldur Daði Magnússon Teitur Jónasson ritstjorn@frettatiminn.is Nýtt tilboð alla daga til jóla 7. NÓVEMBER AÐEINS Í DAG34%afsláttur 2299kr.pk. Verð áður 3499 kr. pk. Playmo, 4 teg. Fylgstu með nýjum tilboðum daglega á kronan.is og sparaðu stórt alla daga til jóla EINFALT AÐ SKILA EÐA SKIPTA Hagkaup býður upp á 50.000 vörutegundir og því er auðvelt að finna gjöf við allra hæfi. Munið að biðja um skilamiða. Sýningin verður í báðum anddyrum Laugardalshallarinnar. G eitin er komin upp fyrir utan Ikea, það er byrjað að auglýsa mandar-ínur sem eru í rauninni klementínur og Jólasíldin frá Ora er komin í búðir. Það verður ekki vikist undan þessu mikið lengur. Það eru að koma jól. Maríneruð síld er best ofan á heimalagað rúgbrauð með sem minnstum látum. Ekki drekkja henni í sýrðum rjóma og mæjónesi og gult karríkrydd viljum við ekki sjá í tíu metra fjarlægð frá jólasíld- inni. Gömul og góð klassík er jóla- síld með þunnt skornum rauðlauk, eggjaskífum og smá dúllu af sýrðum rjóma. Ferskmulinn pipar yfir fyrir þá vandlátu. Síld og Suður-Ameríka Chimichurri er olíu- og edikssósa með eldpipar, ættuð frá Argentínu. Frá heimalandinu er sósan yfirleitt alveg græn en það eru nú einu sinni að koma jól og því ekki úr vegi að nota rauðlauk og rauðan eldpipar á móti grænum og ferskum krydd- jurtum. Svona búum við til jólachimichurri til að setja ofan á síld sem aftur situr ofan á rúgbrauði: Saxa niður einn miðlungs lauk. Kremja 3-4 hvítlauksrif og saxa þau sömuleiðis. Skera svo eldpiparinn til helminga. Þeir sem vilja sterka sósu skera hann strax í búta. Þeir sem vilja miðlungssterka sósu skafa fræin úr og skera piparinn svo niður. Þeir sem svo vilja milda sósu fá sér bara eitthvað annað ofan á rúgbrauðið. Þetta, ásamt teskeið af þurrkuðu oreganó og teskeið af salti, fer svo ofan í hálfan til einn desilítra af ediki. Það má vera venjulegt hvítt borðedik, hvítvíns- eða jafnvel rauð- vínsedik. En hrísgrjónaedik er ekki jafn súrt svo ekki nota það nema í neyð. Geyma þetta við stofuhita í klukkustund eða í kæli yfir nótt. Saxa svo búnt af ferskri steinselju, kóríander eða blöndu beggja ofan í tvo desilítra af ólífuolíu. Ef svo vel vill til að það sé til ferskt oreganó úti í glugga er það sett út í olíuna með hinum kryddjurtunum en ekki í edikið. Eftir klukkutíma bað, eða þegar hentar að búa til síldarbrauðið, er þessum tveimur hlutum svo blandað saman og mylja jafnvel smá af svört- um pipar út í jukkið. Sósan er þá klár og tími til kom- inn að ná í ilmandi nýtt rúgbrauð, skúbba á það nokkrum bitum af jóla- síld, toppa svo með ilmandi fersku chimihcurri. Arka svo beint ofan í geymslu að finna jólaskrautið. Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is  LauGardaLshöLL Matur oG drykkur 2014 Stórsýning um helgina Það verður eitthvað við allra hæfi á hinni glæsilegu matar- og drykkjarsýningu Matur og drykkur 2014 sem haldin verður um nú um helgina, laugardag og sunnudag, í báðum anddyrum Laugardalshallarinnar. Opið verður frá klukkan 10-18 báða dagana. Sýningin verður óvenju fjölbreytt og mikið úrval af áhugaverðum mat – og drykkir við allra hæfi. Einnig verða áhugaverð tilboð fyrir jólin á mat- vöru, drykkjarvöru og eldhús- áhöldum. Frítt verður fyrir yngri en 12 ára í fylgd með fullorðnum en annars kostar miðinn 1.000 krónur og gildir alla helgina. 16 ára mæti í fylgd með fullorðnum. Matur hægra megin Í hægra anddyri hallarinnar verð- ur boðið upp á fjölbreyttar kynn- ingar á girnilegum mat. Má nefna kjúklingarétti og aðra kjötrétti, fiskirétti frá sprotafyrirtækjum, nýjungar á sviði brauðgerðar svo sem súkkulaðihúðaðar kleinur og svo verða þrjú mjólkurfyrir- tæki með ostarétti og fleira. Þá verða tilboð á matvöru fyrir jólin og einnig ýmsu fyrir matseldina, svo sem eldhúsáhöldum og fleiru sem nýtist vel í eldhúsinu. Drykkir vinstra megin Gestir þurfa hvorki að fara þyrstir né svangir af vettvangi því í nýja anddyri Laugardals- hallarinnar verður boðið upp á fjölbreytta drykki. Þar verða nýir íslenskir heilsudrykkir, nýtt ís- lenskt vískí frá sprotafyrirtæki, nýjar bjórtegundir og eðalrauð- vín frá Spáni, svo fátt eitt sé nefnt. Einnig geta gestir keypt glös fyrir jólin og fengið fótanudd um leið og þeir dreypa á drykkj- unum. Starfsmenn sýningarinnar og básanna framfylgja lögum og reglum um að yngri en 20 ára fá ekki að smakka hina áfengu drykki en að nóg verður um óáfenga heilsudrykki.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.