Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.11.2014, Qupperneq 64

Fréttatíminn - 07.11.2014, Qupperneq 64
66 bækur Helgin 7.-9. nóvember 2014  RitdómuR Kamp Knox metsölulisti  RitdómuR Kata eftiR steinaR BRaga K ata er miðaldra hjúkrunar­fræðingur sem starfar á krabba­meinsdeild. Í starfi sínu er hún umkringd þjáningu og dauða, en í Fíladelfíusöfnuðinn og bækur Jóns Kal­ mans Stefánssonar sækir hún huggun, von og andlega næringu. Heimili sínu á Nesinu hefur hún deilt með skurðlækn­ inum Tómasi og Völu dóttur þeirra, og þótt Kata upplifi sig stundum utanveltu í sérstöku sambandi feðginanna, þá er líf þeirra ekki merkjanlega frábrugðið lífi annarra fjölskyldna. Lesendur kynnast Kötu þegar ár er liðið frá því að hún hefur orðið fyrir gríð­ arlegu áfalli. Dóttirin Vala fór á skólaball en kom aldrei heim aftur. Sagan hefst um það bil sem svívirt lík Völu finnst í gjótu, sýnt þykir að henni hafi verið byrluð ólyfjan, henni nauðgað og hún síðan drepin. Lögreglan veit hverjir bera ábyrgð á þessum hrottaskap, en sannan­ irnar skortir. Í sorginni villist Kata um stund, en eftir því sem líða tekur á söguna verða umtals­ verðar breytingar á persónuleika hennar. „Góðu“ grímurnar falla ein af annarri og þegar í ljós kemur að réttarkerfið er gagnslaust, þá ákveður hún að hefna dóttur sinnar. Kata hafnar í raun trúnni, fyrirgefningunni, fegurðinni og því sem áður var henni skjól. Hún uppgötvar að hún þarf að svara samfélagsmeininu kyn­ ferðisofbeldi með „lyfjum“ við hæfi. Sem þrautreynd hjúkrunarkona veit Kata að mein á borð við krabbamein verður seint læknað með bænakvaki og trú á hið góða. Krabbamein er læknað með eitri. „Með illu skal illt út reka“ og allt það. Skáldsagan Kata er á köflum svo raunsæisleg og hráblaut að það að lesa hana er eins og að láta kýla sig ítrekað í magann. Fantasían tekur þó völdin á stöku stað, Kata hverfur inn í annan heim og glímir þar við sína djöfla í kynjaveröld sem minnir á Undraland Lísu, þótt veröld Steinars Braga sé vitaskuld alltaf mun óhugnanlegri en Carrolls. Þessir draum­ kenndu sýrukaflar þykja mér þeir veik­ ustu í sögunni, einfaldlega vegna þess að það sem Kata er að sýsla í raunheimum er svo miklu áhugaverðara. Persóna Kötu er listilega vel gerð og aukapersónur, svo sem þær Sóley og Kol­ brún, skipta sköpum fyrir „frelsun“ Kötu og framvindu sögunnar. Það er mikill hraði (og ég leyfi mér að segja, brjálæði) í stílnum. Líkt og í sumum af fyrri bókum sínum er Steinar Bragi reiður. Og reiði hans er bæði réttlát og bráðnauðsynleg. Tvítugur skrifaði Franz Kafka í bréfi til vinar síns að hann teldi að við ættum ein­ ungis að lesa „bækur sem bíta mann og stinga“. Bækur sem vekja, líkt og hnefa­ högg. „Við þörfnumst,“ skrifaði hann, „bóka sem orka á okkur eins og áfall er særir okkur djúpt, eins og dauði ein­ hvers sem okkur þótti vænna um en sjálfa okkur, eins og við værum reknir á skóg, burt frá öllum mönnum, eins og sjálfsvíg, bókin verður að vera öxin á freðið hafið í okkur.“ „Róaðu þig, maður,“ gæti hinn kaldr­ analegi nútími kannski sagt við hinn barnunga Franz, en ég hef á tilfinn­ ingunni að Kafka hafi verið að meina að góðar bækur ættu einmitt að vera eins og Kata eftir Steinar Braga. Og eins og sögu­ persónan Kata er algerlega með á hreinu, þá fæst lítið með því að róa sig. Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir ritstjorn@frettatiminn.is Bók sem bítur og stingur Aðdáendur Steinunnar Sigurðardóttur geta nú hugsað sér gott til glóðarinnar því ný skáldsaga hennar er komin í verslanir. Í bókinni, sem kallast Gæða- konur, er Steinunn á kunnuglegum slóðum með sinn flugbeitta stíl, leiftrandi húmor og einstöku innsýn í heim ásta og erótíkur. Í Gæðakonum segir af eldfjalla- fræðingnum Maríu Hólm sem er í flugvél á leið til Parísar. Hinum megin við ganginn situr kona sem gefur henni auga. Daginn eftir sér hún sömu konu á kaffihúsi þar sem hún fær sér morgun- verð. Hver er hún þessi Donna með rödd sem er í senn suðandi þýð og raspandi gróf? Og hvað vill hún Maríu? Gæðakonur Steinunnar Sig Dr. Ágúst Einarsson flytur erindi um niðurstöður rannsókna sinna á íslenskum bókamarkaði sem birtar eru í nýútkominni bók hans, Hagræn áhrif rit- listar, í Norræna húsinu á laugardag klukkan 11. Það eru Félag íslenskra bókaútgefenda, Rithöfundasam- band Íslands, Norræna húsið, Reykjavík Bókmennta- borg UNESCO, Miðstöð íslenskra bókmennta, Hagþenkir og Bandalag þýðenda og túlka sem skipuleggja viðburðinn. Búist er við að ritlistarfólk fjölmenni enda hefur mikil umræða verið um stöðu bókarinnar vegna hugmynda um að hækka virðisaukaskattinn. Í skrifum sínum leggur Ágúst fram 10 stefnumarkandi aðgerðir til að efla ritlist hérlendis. Þar nefnir hann meðal annars tillögu sína um niðurfellingu virðisaukaskatts á bækur, tímarit og blöð frá ársbyrjun 2016. Einnig aukin framlög til Bókasafnssjóðs og bókasafna, langtímaáætlun um eflingu lesskilnings og hvernig efla megi námsbókaútgáfu á íslensku. Boðið verður upp á léttar kaffiveitingar fyrir fundinn frá klukkan 10.30. Umræður verða að fundi loknum. Aðgangur er ókeypis. Ritlistarfólk ræðir bók Ágústs Erlendur Sveinsson rannsóknarlögreglumaður er aðal­ söguhetjan í Kamp Knox, líkt og í langflestum glæpasögum Arnaldar Indriðasonar. Í þetta sinn fá lesendur að fylgjast með Erlendi þegar hann er rúmlega þrítugur, tiltölulega nýskilinn og starfar náið með sínum hálfdularfulla félaga, Marion Briem. Eins og svo oft áður í sögunum af Erlendi, þá glímir hann í Kamp Knox við tvö sakamál. Eitt sem hann er fenginn til að leysa og annað gamalt, sem fallið hefur í dá gleymskunnar, en Erlendur ákveður að rannsaka upp á eigin spýtur, vegna þráhyggju­ kennds áhuga síns á dularfullum mannshvörfum. Málið sem Erlendur og Marion Briem fá til rann­ sóknar árið 1979, snýst um lík sem finnst í lóni sem myndast hefur við Svartsengi á Reykjanesi. Snemma í sögunni kemur í ljós að allt í kringum mannslátið virðist jafnvel enn gruggugra en Bláa lónið og félag­ arnir fara umsvifalaust að rannsaka það sem morð­ mál. Kalda stríðið er í algleymingi, herinn situr sínar slímu­ setur á Vellinum og fljótlega koma í ljós tengsl hins látna við herstöðina og fólkið þar. Óupplýsta sakamálið sem Erlendur fer að rannsaka upp á sitt eindæmi snýst um unga stúlku sem hvarf sporlaust í Reykjavík aldarfjórðungi fyrr. Stúlkan hafði síðast sést ganga framhjá braggahverfinu Kamp Knox, þótt sjáanleg tengsl hennar við íbúana væru lítil sem engin. Kamp Knox er sæmilega stíluð, hún ber sterk höfundar­ einkenni og þar er margt á sínum stað. Erlendur er samur við sig, dulur og lokaður, þótt kunnugir lesendur þykist skynja að fortíðardraugarnir frá Eskifirði fylgi honum. Hann er einfari sem borðar sína skötu og sitt saltkjöt á „Skúlakaffi“ og hann lifir fyrir starfið. Rannsókn sakamálanna vindur líka fram nákvæm­ lega eins og í öllum fyrri bókunum. Erlendur geng­ ur milli manna og safnar saman bitum í púsluspilið sem síðan liggur slétt og fellt fyrir framan lesand­ ann í lok bókar. En það sem oft hefur gert bækurnar um Erlend svo fjandi fínar er fjarverandi í Kamp Knox. Arn­ aldur hefur t.a.m. nánast með hverri bók afhjúpað eitthvað nýtt um persónu Erlendar og fortíð hans, en hér er því ekki að heilsa. Engu er bætt við. Það er ennfremur ákaflega lítill háski í þessari sögu og sakamálin skelfing fyrirsjáanleg og óáhugaverð. Atburðir og persónur líða hjá, en manni er nokkurn veginn alveg sama um þetta fólk og afdrif þess. Í glæpasögum verður slíkt að teljast höfuðglæpur. Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Háskinn fjarverandi  Kata Steinar Bragi Mál og menning 515 s, 2014  Kamp Knox Arnaldur Indriðason Vaka-Helgafell, 323 s. 2014 Steinunn Sigurdardottir. Ljósmynd/David Ignaszewski Steinar Bragi. Tvítugur skrifaði Franz Kafka í bréfi til vinar síns að hann teldi að við ættum einungis að lesa „bækur sem bíta mann og stinga“ … ég hef á tilfinningunni að Kafka hafi verið að meina að góðar bækur ættu ein- mitt að vera eins og Kata eftir Steinar Braga. Arnaldur Indriðason Arnaldur beint á toppinn Nýjasta bók Arnaldar Indr- iðasonar, Kamp Knox, stökk beint í efsta sæti metsölulista Eymundsson eftir að hún kom út 1. nóvember. Kiljuútgáfa bókarinnar, sem eingöngu er seld í verslun Eymundsson á Keflavíkurflugvelli, er í sjöunda sæti listans. Önnur matreiðslubók Ragnars Freys Ingvarssonar, Læknirinn í eldhúsinu – veislan endalausa, er í öðru sæti yfir íslenskar bækur og þar á eftir kemur Orðbragð eftir Brynju Þorgeirsdóttur og Braga Valdi- mar Skúlason. Vísindabók Villa 2 og Gula spjaldið í Gautaborg eftir Gunnar Helgason fylgja í kjölfarið. Fæst í öllum apótekum – Hagkaup – Fjarðarkaup – Heimkaup – Heilsuver – Heilsulausn.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.