Fréttatíminn - 07.11.2014, Page 74
Í takt við tÍmann Rannveig HilduR guðmundsdóttiR
Borðar 60 kjúklingabringur á mánuði
Rannveig Hildur Guðmundsdóttir er 24 ára Íslandsmeistari í módelfitness. Hún byrjaði að æfa í
byrjun ársins og hefur náð frábærum árangri á stuttum tíma. Rannveig lýkur námi í tannsmíði
við HÍ næsta vor. Hún nýtur þess að horfa á glæpaþætti með kærastanum og ætlar í siglingu
eftir áramót.
Lj
ó
sm
yn
d
/H
ar
i
Staðalbúnaður
Þegar ég æfi jafn mikið og ég geri nú
er ég mikið í ræktarfötum. Ég er mjög
hrifin af Nike og Under Armour og
ræktarfötin mega vera svolítið litrík.
Fyrir utan ræktina er ég frekar stíl-
hrein í klæðaburði, geng í gráu, svörtu
og hvítu, og finnst gaman að vera svo-
lítið fín. Ég er mikið í þykkum peysum
og kápum. Hér heima versla ég mest
í Zöru en annars er ég mjög hrifin af
H&M.
Hugbúnaður
Venjulegur dagur um þessar mundir,
fyrir utan skólann og æfingar, snýst
um að borða, sofa og hvíla sig. Það er
alltaf sami hringurinn, einfalt líf, en
mér finnst það fínt. Versta er að ég er
búin að þurfa að vera svolítið eigin-
gjörn og kærastinn hefur ekki fengið
nægan tíma með mér. Okkur finnst
gaman að horfa á krimmaþætti eins
og Criminal Minds, CSI, Bones og
nýju þættina, Stalker. En ef við ætlum
að horfa á bíómynd er ég vanalega
sofnuð eftir fimm mínútur. Ég fer ekki
mikið út á lífið en þegar það gerist fer
ég oftast á b5.
Vélbúnaður
Heimilið er alveg Apple-vætt, við
erum með iPad, iPhone og Macbook
Air. Ég nota mest öpp eins og Fa-
cebook og Instagram og reyni að vera
dugleg að setja inn myndir af því sem
ég er að gera.
Aukabúnaður
Það er að mörgu að huga í módelfit-
ness enda æfi ég fjóra tíma á dag. Ég
verð að borða hreinan mat og þarf
því að skipuleggja mig daginn áður.
Ég borða mikið af fiski, kjúklingi og
grænmeti. Ætli ég borði ekki mest
af kjúklingi, sitt hvora bringuna
í hádeginu og á kvöldin. Ég get
borðað endalaust af kjúklingi en ég fæ
stundum ógeð af laxinum. Ég neyði
nú ekki kærastann minn alltaf til að
borða það sem ég borða, hann fær
sínu ráðið. Það þarf mikinn sjálfsaga
til að ná árangri og ég er búin að sætta
mig við að þetta er svona, ég er ekki
að hugsa um pítsu og hamborgara.
Það er að vísu erfitt að hætta að borða
súkkulaði en ég skil það eftir uppi
á borði því ég vil geta séð að ég geti
staðist það. Ég er svo lánsöm að hafa
góða styrktaraðila; fæðubótarefni frá
USN, snyrtivörur frá Nix og þjónustu
hjá Kíróprakterstofu Íslands auk þess
að vera með frábæran þjálfara, Jimmy
Routley í Pumping Iron. Fram undan
er bikarmót eftir tvær viku og ég er
mjög hungruð að standa mig þar. Eftir
áramót ætla ég svo að fara í siglingu
um karabíska hafið. Það eru verðlaun
fyrir árangurinn svo það er eins gott
að ég standi mig á bikarmótinu.
appafenguR
Check yourself
Aldrei er hægt
að ítreka um
of mikilvægi
þess að konur
þreifi sjálfar á
brjóstum sínum
í leit að hnúðum.
Nokkur öpp eru
á markaðnum
sem minna konur
á þessa sjálfsleit
og við mælum
sérstaklega með
appinu Check
yourself frá Keep
a Breast Founda-
tion. Krabba-
meinsfélag Ís-
lands mælir með
mánaðarlegri
skoðun á svip-
uðum tíma, það
er um viku eða
tíu dögum eftir
síðustu blæðing-
ar eða í vikunni
eftir að þeim lauk.
Skoðir þú þau
fyrr kunna þau að
vera þrútin, við-
kvæm og hnúóðtt.
Hægt er að stilla
appið þannig að
það minni þig á
að skoða brjóstin,
en það er ekki
allt því það fylgja
einnig leiðbein-
ingar um hvernig
er best að standa
að skoðuninni,
skref fyrir skref.
Auk þess fylgir
með fróðleikur
um sjálfsskoð-
unina. Appið er
ókeypis. - eh
76 dægurmál Helgin 7.-9. nóvember 2014