Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.06.2014, Page 79

Fréttatíminn - 13.06.2014, Page 79
13. júní 2014 Tómatatafla við hjartasjúkdómum Með því að taka daglega inn töflu sem inniheldur lycopene, litarefni tómata, er mögulega hægt að draga úr líkum á hjartasjúkdómum, samkvæmt niðurstöðum breskra vísindamanna. Sagt er frá rannsókninni á vef BBC. Vísindamenn hafði áður grunað að lycopene hefði fyrirbyggjandi áhrif gegn ýmsum sjúkdómum, eins og ákveðnum tegundum krabbameins og hjarta- og æða- sjúkdómum. Einnig eru taldar líkur á að Miðjarðar- hafsmataræðið sé gott fyrir heilsuna en samkvæmt því á að borða mikið af tómötum og öðru grænmeti, ávöxtum og ólífuolíu. Ekki þrífa of vel Börn sem fá að um- gangast dýr og alast upp á heimilum þar sem finna má ýmsar almennar heimilisbakteríur á fyrsta aldursári sínu fá síður ofnæmi og astma, að því niður- stöður rannsókna vísindamanna við John Hopkins Children ś Center sýna. Það sem hvað merkast þykir við niðurstöðurnar er að jákvæðu áhrifin finnast ekki ef barnið kemst fyrst í kynni við dýr og bakteríur eftir að eins árs aldri er náð. Eldri rannsóknir höfðu sýnt að börn sem alast upp í sveit fá síður ofnæmi og astma og var það tengt örverum úr jarðvegi.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.