Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.11.2014, Síða 6

Fréttatíminn - 14.11.2014, Síða 6
 Verslun Fjögur prósent aukning á jólaVerslun Frá Fyrra ári Sífellt fleiri gera jólainnkaupin á netinu enda er eðli verslunar að breytast hratt. Konur á aldr- inum 16 til 24 ára versluðu um 85% alls þess fatnaðar sem keyptur var á netinu erlendis frá í fyrra. Kortavelta Íslendinga erlendis hefur aukist um 13% á árinu og hluta þeirrar veltu má rekja til verslunar á erlendum netsíðum. Á síðasta ári jukust sendingar frá Kína um 300% og mest var aukningin um jólin. r annsóknarsetur verslunar-innar áætlar í nýútkominni skýrslu um jólaverslun, að verslun vegna jólanna þetta árið verði um 4,2 % hærri en í fyrra, eða tæplega 15 milljarðar króna. Þannig má ætla að hver Íslendingur verji að meðaltali 45.000 krónum til jólainn- kaupa og einnig gefa sér að íslensk fjögurra manna fjölskylda eyði um 180.000 krónum í jólin að meðal- tali. En jólainnkaupin eru að breyt- ast, samkvæmt skýrslunni. Íslensk netverslun eykst jafnt og þétt í takt við það sem er að gerast erlendis og margir kjósa að versla gjafir á netinu, hér eða erlendis. 300% aukning í netverslun frá Kína Kortavelta hefur aukist um 3,2% ár árinu í heildarveltu en athygli vekur að kortavelta Íslendinga er- lendis hefur aukist um 13%. Hluta þeirrar veltu má rekja til aukinna utanlandsferða landans en veltan tengist líka verslun í gegnum er- lendar netsíður. Mikil og stöðug aukning hefur verið í pakkasendingum erlendis frá vegna netverslunar og fyrirtæki sem sjá um pakkasendingar segjast finna fyrir miklum vexti í nóvember og desember. Brynjar Smári Rún- arsson, markaðsstjóri hjá Póstinum, segir langstærstan hluta sending- anna koma frá Kína en á milli ár- anna 2012 og 2013 jukust sending- ar þaðan um 300%, með langmesta aukningu í nóvember og desember 2013. Brynjar segir aðrar sendingar dreifast frekar jafnt á milli Banda- ríkjanna, Bretlands og annara Evr- ópulanda. „Þetta er athyglisvert því fríverslunarsamningurinn við Kína tók ekki gildi fyrr en í júlí á þessu ári. Síðan þá höfum við ekki séð neinn marktækan mun svo það er ekki hægt að tengja aukninguna við samninginn.“ Hefðbundin verslun og net- verslun verða eitt Í samræmdum mælingum evr- ópskra hagstofa á netverslun í Evr- ópulöndum kemur fram að íslensk- ir neytendur versli meira erlendis frá en nágrannar okkar á Norður- löndunum. Emil B. Karlsson, for- stöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar, segir eðli verslun- ar klárlega vera að breytast. Þró- unin sé sú að hefðbundin verslun og netverslun séu að renna saman í eitt. „Fólk fer mikið á netið og skoðar þar vörur en fer svo í búð- ina og verslar þær þar, en fólk fer líka fyrst í búðina en svo heim þar sem það verslar vöruna á netinu og fær hana senda heim. Í nágranna- löndunum er orðið mjög algengt að fólk versli matvöruna á netinu heima hjá sér en sæki svo vöruna í búðina, eða fái hana senda heim,“ segir Emil. Raftæki og bækur eru meðal vinsælasta varningsins sem versl- aður er á netinu og langstærstur hluti þeirra er kaupa sér raftæki eru karlmenn á aldrinum 25 til 54 ára, eða um 35% kaupenda árið 2013 á móti 15% kvenna. En Emil segir hafa orðið sprengingu í fata- kaupum í gegnum netið og það eru konur á aldrinum 16 til 24 ára sem fylla þann neytendahóp, en þær versla um 85% alls þess fatnaðar sem keyptur er erlendis frá á net- inu árið 2013. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Stöðugt fleiri kjósa að kaupa jólagjafirnar á netinu. 300% aukning var í sendingum frá Kína á síðasta ári, stærstur hluti þeirra kom í nóvember og desember. Sprenging í fata- kaupum á netinu Konur á aldrinum 16 til 24 ára versluðu um 85% alls þess fatnaðar sem keyptur var á netinu erlendis frá. Karlar á aldrinum 25 til 54 ára versluðu 35% allra raftækja. árið 2013:  HagstoFan næstlægsta HlutFall barna undir lágtekjumörkum í eVrópu Lífskjör barna einstæðra foreldra lakari en annarra H lutfall barna sem bjuggu á heimilum undir lág-tekjumörkum árið 2013 var hærra en hlutfall allra lands- manna, eða 12,2% samanborið við 9,3%. Það ár bjuggu 8,3% barna á heimili sem skorti efnisleg gæði. Lágtekjuhlutfallið og tíðni skorts á efnislegum gæðum voru svipuð á meðal barna á árunum 2010- 2013 og árin 2004-2007. Árið 2012 var Ísland með næstlægsta hlut- fall barna undir lágtekjumörkum í Evrópu og sjöunda lægsta hlutfall barna sem skorti efnisleg gæði, að því er fram kemur hjá Hagstofu Ís- lands. Börn sem eiga foreldra 29 ára eða yngri búa oftar á heimilum sem eru undir lágtekjumörkum og skortir efnisleg gæði en þau börn þar sem að minnsta kosti annað foreldrið er 30 ára eða eldra. Á meðal fyrri hópsins eru 36,5% und- ir lágtekjumörkum og 17,8% búa við skort á efnislegum gæðum. „Þá er mikill munur á hópum þegar niðurstöður eru greindar eftir heimilisgerð annarsvegar og eftir stöðu á húsnæðismarkaði hinsvegar, en þessar tvær breyt- ur tengjast, enda eru heimili ein- stæðra foreldra öðrum líklegri til að vera á leigumarkaði. Árið 2013 voru 30,8% barna einstæðra for- eldra undir lágtekjumörkum og 25% skorti efnisleg gæði. Til sam- anburðar má nefna að 6,2% barna sem deildu heimili með tveimur fullorðnum voru undir lágtekju- mörkum og 4,1% skorti efnisleg gæði,“ segir Hagstofan. Árið 2013 voru 28,2% barna sem bjuggu í leiguhúsnæði undir lágtekjumörkum og 20,6% skorti efnisleg gæði. Stærstur hluti barna á Íslandi býr á heimilum sem eru með húsnæðislán, en 7,5% þeirra barna eru undir lág- tekjumörkum og 5% skortir efnis- leg gæði. -jh Í fyrra voru 30,8% barna einstæðra foreldra undir lágtekjumörkum og 25% skorti efnisleg gæði. R E Y K J AV Í K | A K U R E Y R I IITTALA Aalto 3.490 KR. JÓLATILBOÐ BROSTE kertastjaki 1.990 KR. VIDIVI Stella stjörnuskálasett JÓLATILBOÐ 4.990 KR. BROSTE ilmsett 2.990 KR. JÓLATILBOÐ Draumahöllin ENN STÆRRI OG ÆVINTÝRALEGRI – fyrir lifandi heimili – MINNUM Á JÓLABÆKLINGINN FULL VERSLUN AF NÝRRI OG SPENNANDI SMÁVÖRU! BROSTE vasar 20 cm 3.490 KR. 22 cm 4.290 KR. 6 fréttir Helgin 14.-16. nóvember 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.