Fréttatíminn - 14.11.2014, Qupperneq 6
Verslun Fjögur prósent aukning á jólaVerslun Frá Fyrra ári
Sífellt fleiri gera jólainnkaupin á netinu enda er eðli verslunar að breytast hratt. Konur á aldr-
inum 16 til 24 ára versluðu um 85% alls þess fatnaðar sem keyptur var á netinu erlendis frá í
fyrra. Kortavelta Íslendinga erlendis hefur aukist um 13% á árinu og hluta þeirrar veltu má rekja
til verslunar á erlendum netsíðum. Á síðasta ári jukust sendingar frá Kína um 300% og mest var
aukningin um jólin.
r annsóknarsetur verslunar-innar áætlar í nýútkominni skýrslu um jólaverslun, að
verslun vegna jólanna þetta árið
verði um 4,2 % hærri en í fyrra, eða
tæplega 15 milljarðar króna. Þannig
má ætla að hver Íslendingur verji að
meðaltali 45.000 krónum til jólainn-
kaupa og einnig gefa sér að íslensk
fjögurra manna fjölskylda eyði um
180.000 krónum í jólin að meðal-
tali. En jólainnkaupin eru að breyt-
ast, samkvæmt skýrslunni. Íslensk
netverslun eykst jafnt og þétt í takt
við það sem er að gerast erlendis
og margir kjósa að versla gjafir á
netinu, hér eða erlendis.
300% aukning í netverslun frá
Kína
Kortavelta hefur aukist um 3,2%
ár árinu í heildarveltu en athygli
vekur að kortavelta Íslendinga er-
lendis hefur aukist um 13%. Hluta
þeirrar veltu má rekja til aukinna
utanlandsferða landans en veltan
tengist líka verslun í gegnum er-
lendar netsíður.
Mikil og stöðug aukning hefur
verið í pakkasendingum erlendis
frá vegna netverslunar og fyrirtæki
sem sjá um pakkasendingar segjast
finna fyrir miklum vexti í nóvember
og desember. Brynjar Smári Rún-
arsson, markaðsstjóri hjá Póstinum,
segir langstærstan hluta sending-
anna koma frá Kína en á milli ár-
anna 2012 og 2013 jukust sending-
ar þaðan um 300%, með langmesta
aukningu í nóvember og desember
2013. Brynjar segir aðrar sendingar
dreifast frekar jafnt á milli Banda-
ríkjanna, Bretlands og annara Evr-
ópulanda. „Þetta er athyglisvert því
fríverslunarsamningurinn við Kína
tók ekki gildi fyrr en í júlí á þessu
ári. Síðan þá höfum við ekki séð
neinn marktækan mun svo það er
ekki hægt að tengja aukninguna við
samninginn.“
Hefðbundin verslun og net-
verslun verða eitt
Í samræmdum mælingum evr-
ópskra hagstofa á netverslun í Evr-
ópulöndum kemur fram að íslensk-
ir neytendur versli meira erlendis
frá en nágrannar okkar á Norður-
löndunum. Emil B. Karlsson, for-
stöðumaður Rannsóknarseturs
verslunarinnar, segir eðli verslun-
ar klárlega vera að breytast. Þró-
unin sé sú að hefðbundin verslun
og netverslun séu að renna saman
í eitt. „Fólk fer mikið á netið og
skoðar þar vörur en fer svo í búð-
ina og verslar þær þar, en fólk fer
líka fyrst í búðina en svo heim þar
sem það verslar vöruna á netinu og
fær hana senda heim. Í nágranna-
löndunum er orðið mjög algengt
að fólk versli matvöruna á netinu
heima hjá sér en sæki svo vöruna í
búðina, eða fái hana senda heim,“
segir Emil.
Raftæki og bækur eru meðal
vinsælasta varningsins sem versl-
aður er á netinu og langstærstur
hluti þeirra er kaupa sér raftæki
eru karlmenn á aldrinum 25 til 54
ára, eða um 35% kaupenda árið
2013 á móti 15% kvenna. En Emil
segir hafa orðið sprengingu í fata-
kaupum í gegnum netið og það eru
konur á aldrinum 16 til 24 ára sem
fylla þann neytendahóp, en þær
versla um 85% alls þess fatnaðar
sem keyptur er erlendis frá á net-
inu árið 2013.
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Stöðugt fleiri kjósa að kaupa jólagjafirnar á netinu. 300% aukning var í sendingum frá Kína á síðasta ári, stærstur hluti þeirra
kom í nóvember og desember.
Sprenging í fata-
kaupum á netinu
Konur á aldrinum 16 til
24 ára versluðu um
85%
alls þess fatnaðar sem
keyptur var á netinu
erlendis frá.
Karlar á aldrinum 25 til
54 ára versluðu
35%
allra raftækja.
árið 2013:
HagstoFan næstlægsta HlutFall barna undir lágtekjumörkum í eVrópu
Lífskjör barna einstæðra foreldra lakari en annarra
H lutfall barna sem bjuggu á heimilum undir lág-tekjumörkum árið 2013
var hærra en hlutfall allra lands-
manna, eða 12,2% samanborið við
9,3%. Það ár bjuggu 8,3% barna á
heimili sem skorti efnisleg gæði.
Lágtekjuhlutfallið og tíðni skorts
á efnislegum gæðum voru svipuð
á meðal barna á árunum 2010-
2013 og árin 2004-2007. Árið 2012
var Ísland með næstlægsta hlut-
fall barna undir lágtekjumörkum í
Evrópu og sjöunda lægsta hlutfall
barna sem skorti efnisleg gæði, að
því er fram kemur hjá Hagstofu Ís-
lands.
Börn sem eiga foreldra 29 ára
eða yngri búa oftar á heimilum
sem eru undir lágtekjumörkum og
skortir efnisleg gæði en þau börn
þar sem að minnsta kosti annað
foreldrið er 30 ára eða eldra. Á
meðal fyrri hópsins eru 36,5% und-
ir lágtekjumörkum og 17,8% búa
við skort á efnislegum gæðum.
„Þá er mikill munur á hópum
þegar niðurstöður eru greindar
eftir heimilisgerð annarsvegar
og eftir stöðu á húsnæðismarkaði
hinsvegar, en þessar tvær breyt-
ur tengjast, enda eru heimili ein-
stæðra foreldra öðrum líklegri til
að vera á leigumarkaði. Árið 2013
voru 30,8% barna einstæðra for-
eldra undir lágtekjumörkum og
25% skorti efnisleg gæði. Til sam-
anburðar má nefna að 6,2% barna
sem deildu heimili með tveimur
fullorðnum voru undir lágtekju-
mörkum og 4,1% skorti efnisleg
gæði,“ segir Hagstofan.
Árið 2013 voru 28,2% barna
sem bjuggu í leiguhúsnæði undir
lágtekjumörkum og 20,6% skorti
efnisleg gæði. Stærstur hluti
barna á Íslandi býr á heimilum
sem eru með húsnæðislán, en
7,5% þeirra barna eru undir lág-
tekjumörkum og 5% skortir efnis-
leg gæði. -jh
Í fyrra voru 30,8% barna einstæðra
foreldra undir lágtekjumörkum og 25%
skorti efnisleg gæði.
R E Y K J AV Í K | A K U R E Y R I
IITTALA Aalto 3.490 KR.
JÓLATILBOÐ
BROSTE kertastjaki
1.990 KR.
VIDIVI Stella
stjörnuskálasett
JÓLATILBOÐ 4.990 KR.
BROSTE ilmsett
2.990 KR.
JÓLATILBOÐ
Draumahöllin
ENN STÆRRI OG ÆVINTÝRALEGRI
– fyrir lifandi heimili –
MINNUM Á JÓLABÆKLINGINN
FULL VERSLUN AF NÝRRI
OG SPENNANDI SMÁVÖRU!
BROSTE vasar
20 cm 3.490 KR.
22 cm 4.290 KR.
6 fréttir Helgin 14.-16. nóvember 2014