Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.11.2014, Qupperneq 30

Fréttatíminn - 14.11.2014, Qupperneq 30
J ón Kalman segir í einni bókinni sinni að hamingjan sé leitin og það er mikill sannleikur fólgin í því. Það er þessi stöðuga viðleitni sem er svo mikilvæg, að hætta aldrei að leita. Ef við hættum aldrei að gefa lífinu tilgang þá kemur hamingjan í framhjáhlaupi, hún er einskonar bónus. Það er of stórt verkefni að hafa bara einn tilgang með lífinu. Við eigum að fókusa á daginn í dag og hvernig við getum gert hann góðan. Það er miklu betra að spyrja sig hvaða tilgang lífið hafi akkúrat núna heldur en að spyrja sig hver tilgangurinn með lífinu sé,“ segir Anna Valdimarsdóttir og lætur þetta allt saman hljóma ofureinfalt. Var lengi finna sig Anna, sem hefur starfað sem sálfræðingur til fjölda ára, gaf nýverið út sína þriðju bók, „Hug- rækt og hamingja“, en áður hefur hún gefið út metsölubækurnar „Leggðu rækt við sjálfan þig“ og „Leggðu rækt við ástina“. Hún hefur leiðbeint og hjálpað fólki til fjölda ára en segir sína leið samt alls ekki hafa verið neitt beinni eða greiðari en annarra. „Ég hefði til dæmis viljað læra bókmenntafræði, heimspeki eða sálfræði en þegar ég byrjaði í Háskólanum var það ekkert í boði. Svo ég valdi það sem var næst áhugasviði mínu, íslensku og bókasafns- fræði,“ segir Anna sem átti barn ung og gat því ekki farið utan til náms. Hún leitaði fyrir sér í íslensku og bókasafnsfræðum en hlær þegar hún rifjar upp hvernig hún hætti náminu rétt fyrir lokaprófið þar sem hún gat ekki hugsað sér að starfa á bókasafni. „Svo tók ég frönsku og fór að vinna hjá föður mínum, Valdimar Jóhannssyni í bókaútgáfunni Iðunni, við handritalestur, þýðingar og próf- arkalestur. Ég átti mitt annað barn á þessum tíma og þegar ég var í barnsburðarleyfi fékk ég próförk heim til að lesa, sem var Sálarfræði Sigurjóns Björnssonar. Það var nýbyrjað að kenna sálfræði í Háskólanum og þetta var ein kennslubókanna. Ég prófarkalas bókina og vissi um leið að þetta var eitthvað fyrir mig og fór strax og skráði mig í sálfræði.“ Heillaðist af austurlenskum fræðum Anna hafði unnið í mörg ár sem sálfræðingur þegar hún sá námskeið hjá búddamunki aug- lýst með yfirskriftinni „What’s love got to do with it“. „Ég hafði nú ekki mikla trú á þessu í byrjun en fór því ég var að vinna í bókinni um ástina. Ég heillaðist algjörlega og sökkti mér í alla þá fræðslu sem ég komst yfir um austur- lensk fræði. Nokkrum árum síðar heyrði ég svo af mindfulness, eða núvitund, og kveikti strax á tengingunni þarna á milli,“ segir Anna. Í dag er núvitund á allra vörum og fólk sífellt meðvitaðara um þessa ævafornu austurlensku visku. „Við fáum miklu meira út úr lífinu ef við erum til staðar í andartakinu. Lífið er núna. Ekki í fortíðinni eða framtíðinni. Ef við njótum ekki andartaksins, erum fjarhuga, þá missum við af lífinu. Ef við lifum í núinu verðum við meira vakandi fyrir því þegar hugur okkar dettur ofan í áhyggjur og vandamál. Eða vangaveltur um hamingjuna og tilganginn. Og þá festumst við í aðgerðaleysi og jafnvel þung- lyndi.“ Hugsar minna í dag Anna segir hugleiðslu og vakandi athygli hafa hjálpað sjálfri sér mikið. „Ég hef, rétt eins og aðrir, verið döpur og leið og jafnvel þunglynd. Ég er bara farin að hugsa minna,“ segir Anna og hlær, en á þá við að hún hafi meiri stjórn á hugsunum sínum í dag. „Það er mjög mikil- vægt að bæla slæmar hugsanir ekki niður, heldur leyfa þeim að koma en kunna að sleppa á þeim takinu. Gott tæki til þess er að snúa athyglinni að andardrættinum,“ segir Anna og ég bið hana um ráð til lesenda, tæki til að hjálpa okkur að vera í núinu. Þá segir Anna vera kominn tíma á þriggja mínútna andrými. Hún biður mig um að finna mér góða stöðu á stólnum og finna fyrir sjálfri mér. Fótunum, lærunum, höndunum, öxlunum.... Finni ég fyrir spennu eða óþægindum þá eigi ég að taka eftir því. Hún biður mig um að veita hugsunum mínum eftirtekt, tilfinningum og hugarástandi. Á milli þess sem Anna talar til mín með sinni rólegu og hlýju rödd er algjör þögn í herberginu. Hún biður mig um að veita hugsununum eftirtekt með forvitni og áhuga en snúa mér svo frá þeim og einbeita mér að andardrættinum. Eftir að hafa hvílt við andar- dráttinn í nokkra stund biður Anna mig um að „koma til baka“, en ég er svo afslöppuð að það reynist frekar erfitt. „Þetta snýst eiginlega bara um að safna sér saman og taka eftir þessu smáa sem venju- lega fer fram hjá okkur,“ segir Anna en ég horfi bara dáleidd á hana, svo afslöppuð að ég er alveg hætt að hugsa um hvernig ég eigi að koma allri þessari visku til skila á einni blað- síðu í blaðinu. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Hamingjan er bónus Anna Valdimarsdóttir sálfræðingur segir hugleiðslu og meðvitund um núið hafa hjálpað sér mikið í lífinu, hennar gata hafi ekki verið greið frekar en annarra. Í sinni þriðju bók, „Hugrækt og hamingja“, kennir hún okkur að leggja rækt við núið og að bola burt slæmum hugsunum sem geta leitt til depurðar eða kvíða. Anna Valdimarsdóttir sálfræðingur hefur gefið út sína þriðju bók, „Hugrækt og hamingja“. Hún segir spurninguna um tilgang lífsins vera allt of stóra, betra sé að spyrja um tilgang lífsins núna, á einu tilteknu tímabili.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.