Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.11.2014, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 14.11.2014, Blaðsíða 40
Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 25% AFSLÁTTUR Jólailmurinn Föt eiga að vera hlý, klæðileg og þægileg Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir fatahönnuður framleiðir allar sínar vörur sjálf og selur í Kirsuberjatrénu. Hún er hrifin af því að klæða sig í mörg lög af góðum efnum og að hennar mati eiga föt fyrst og fremst að vera hlý, klæðileg og þægileg. Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir fatahönnuður selur föt og skart í Kirsuberjatrénu við Vesturgötu. Hún er sjálf hrifin af þægilegum og klæðilegum fötum úr góðum efnum, helst í nokkrum lögum. Nýja línan hennar er undir japönskum áhrifum. É g byrjaði eiginlega á öfugum enda,“ segir Kolbrún sem lærði textílkennslu og kenndi börnum handavinnu í eitt ár áður en hún sneri sér að fatahönnun. „Mér fannst ekk- ert gaman að kenna en var alltaf að búa til fatnað og fylgihluti fyrir mig. Svo fóru vinir mínar að falast eftir því sem ég var að búa til og það vatt upp á sig. Áður en ég vissi af var ég komin með búð á Laugaveginum,“ segir Kolbrún en hún rak verslunina KVK með vinkonu sinn í nokkur ár. „Svo var ég búin að vera í bransanum í átta ár þegar ég ákvað að fara út í fatahönnunarnám, til að öðlast meiri tæknilega reynslu og skilning á bransanum,“ segir Kolbrún sem var í IED í Barcelona í þrjú ár en hefur nú komið sér vel fyrir hérna heima á nýjan leik. Elskar að gera vetrarlínur Kolbrún er með vinnustofu í Brautarholti þar sem hún framleiðir allar sínar vörur sjálf og selur þær svo í Kirsuberjatrénu við Vesturgötu. „Ég hef stundum fengið aðstoð við framleiðsl- una en það verður aldrei eins gott og ég vil hafa það svo ég enda alltaf á að gera allt sjálf,“ segir Kolbrún og hlær. „Ég er með frekar mikla full- komnunaráráttu og vanda mig mikið við allt sem ég geri.“ Kolbrún segist elska vetrarlínur enda sé það henni sérstaklega mikilvægt að vera hlýtt, auk þess að fötin séu klæðileg og þægileg. „Ég legg mikið upp úr sníða- gerð og fallegum gæðaefnum og í ullarkápunum og kjólunum sem ég er að vinna í núna fyrir jólin verður hægt að sjá japönsk áhrif.“ Langaði alltaf í skartgripa- hönnun Auk þess að sauma þá prjónar Kolbrún og gerir skart. „Hluti af lokaverkefni mínu var að endur- nýta skart og ég hef verið að gera mikið af því, aðallega hálsmen og armbönd, en núna er ég búin að gera hringa í samstarfi við Helgu Mogensen skartgripahönnuð sem einnig selur vörur sínar í Kirsuberjatrénu. Við fórum í hug- stormun saman og ákváðum að gera eitthvað fallegt og úr urðu Iidem kjúku- hringarnir okkar. Mig hefur stundum langað að læra gullsmíði svo núna er ég svo heppin að fá að læra af Helgu,“ segir Kolbrún og bendir á að einn af kostum þess að vera á svona stað eins og Kirsuberjatrénu sé að vera umkringd skapandi konum sem eru alltaf til í að eiga samtal um listir, hönnun og sköpun. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Peysurnar hennar Kolbrúnar eru af öllum stærðum og gerðum, prjónaðar af henni sjálfri úr íslenskri ull, mohair og silki. Iidem kjúkuhringar. Þessir silfurhringar eru nýjasta hugar- smíð Kolbrúnar en þá hannaði hún í samstarfi við samstarfskonu úr Kirsuberjatrénu, Helgu Mogensen skartgripahönnuð. Jólablað Fréttatímans Jólablað Fréttatímans 2014 kemur út miðvikudaginn 26. nóvember Mikið verður lagt í jólablaðið að þessu sinni. Í því verður spennandi, jólatengt efni af ýmsum toga, skrifað af reyndum blaðamönnum. Auglýsingabókanir þurfa að berast fyrir mánudaginn 24 nóvember. Nánari upplýsingar veitir Kristi Jo í síma 531 3307 eða kristijo@frettatiminn.is 40 viðtal Helgin 14.-16. nóvember 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.