Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.11.2014, Síða 44

Fréttatíminn - 14.11.2014, Síða 44
Helgin 14.-16. nóvember 2014 Að henda – eða ekki henda Þ Það safnast dót í kringum mann á langri ævi, dót sem fyllir hillur, geymslur og bílskúr. Ég tók mig til og lagaði til í bílskúrnum um helgina. Það var nauðsynlegt til að komast um hann, þótt draumur minn um að koma bíl í skúrinn hafi ekki ræst. Við slíka tiltekt sér maður gamalt góss sem ein- hvern tímann þótti bráðnauðsynlegt en endaði í hillu í skúrnum, eða í kassa með ýmsum öðrum tilgangslausum hlutum. Ýmislegt kemur í ljós í slíkri tiltekt. Ég hafði, eins og svo oft áður í slíkum aðgerðum, gleymt tilvist þessara hluta. Þeir dúkka upp á nokkurra ára fresti. Þá eru þeir færðir til og koma svo enn á óvart í næstu stórtiltekt. Maður finnur lampa, glermuni, leikföng, föt, skóladót barnanna og jafnvel eigin námsbækur, áratugagamlar. Barnateikningar leyn- ast inn á milli, ýmist frá eigin börnum eða barnabörnum, myndir sem ástæða þótt til að geyma en enginn veit lengur eftir hvern eru, því láðst hefur að merkja þær nafni og ártali. Þær fá samt framhaldslíf, þær eru svo krúttlegar. Jóladótið er fyrirferðarmikið og margt af því gamalt sem okkur dettur ekki í hug að nota. Samt geymum við það ár eftir ár. Skelfilegastar eru seríuflækjur í pokum sem óráðlegt er að opna. Ferðatöskurnar eru margar. Það er nefnilega svo að stundum þarf að bæta við tösku hafi innkaupagleði verið mikil í útlandinu. Þær hafna því í upp í hillu því aldrei fer maður með meira en eina á mann í næstu ferð – í þeirri von að slíkt dugi. Sumar fá raunar hlut- verk því nota má þær undir gömul föt, sem gegnt hafa hlutverki sínu, farið úr tísku eða börnin vaxið upp úr. Samt er þeim ekki hent – enda gætu þau hugsanlega komið að gagni síðar, þó ekki væri nema á öskudegi þegar börn klæðast skrýtnum fötum. Svo eru það myndirnar sem dúkka upp í allsherjartiltektinni í bílskúrn- um – og tefja hana stundum því það er auðvelt að hverfa aftur í tímann við slíka skoðun. Í safninu eru í senn okkar eigin myndir og forfeðranna, þá svarthvítar og gjarna af fólki sem við þekkjum ekki. Samt eru í þessum myndasöfnum, hvort heldur þau eru í albúmi eða gömlum konfektkössum, mikil persónuleg verðmæti. Það kemur því ekki til greina að grisja þann bunka. Loks eru það bækurnar, maður minn, bækur í hillum og bækur í kössum. Hvað í ósköpunum á maður að gera við allar þessar bækur? Minn betri helmingur hefur stundum farið vel að mér og spurt hvort ekki væri ráð að gefa eitthvað af þessu á bókasafn eða fá fornbókasala til að selja þær sem komnar eru kassa í bílskúrnum. Augljóst sé að þær verði ekki lesnar framar, að minnsta kosti ekki af okkur. Ég hef þráast við. Ég er að sönnu tilbúinn til að henda ýmsu úr skúrnum eða gefa, en hika þegar kemur að bók- unum. Stundum opna ég kassana og tek bækurnar upp í þeim einarða ásetn- ingi að losa mig við þær en guggna þegar á hólminn er komið, eða dett öllu heldur í lestur í skúrnum í stað þess að halda tiltektinni áfram. Þetta er svipað og með myndirnar, maður hverfur um stund í horfinn heim. Bækurnar sem áttu að hverfa úr skúrnum fara því ofan í kassana aftur. Stundum hefur mér dottið í hug að setja upp hillur mjög ofarlega í skúrnum og koma bókunum fyrir þar. Þær væru þá síður fyrir okkur því bókakassarnir standa í röðum á bílskúrsgólfinu og eru fráleitt meðfærilegir. Kannski ég drífi í því fyrst gangfært er orðið í skúrnum eftir helgartiltektina. Vitaskuld á maður að losa sig við gamalt góss, henda því ónýta, sem við gerum stundum, en koma jafnframt því sem nýst gæti einhverjum öðrum í brúk. Við gerum það líka, förum með gömul húsgögn, brúkhæf raftæki og fleira í nytjagáma og föt í söfnunar- gáma. Samt safnast góssið upp. Hvor- ugt okkar hjóna kann að selja svona hluti þótt ýmsir séu snillingar í slíkri sölu, til dæmis í Kolaportinu. Það eina sem við höfum hiklaust selt af brúkunarhlutum heimilisins eru bílar enda væri það ófögur sjón ef sá floti væri heima á hlaði. Ekki það að við höfum átt óeðlilega marga bíla í gegnum tíðina, en samt, þeir væru all- margir er allt er talið. En maður veit svo sem aldrei hvort í því sem maður geymir, selur eða hendir leynast verðmæti. Það sá ég þegar ég las Moggavefinn á dögunum. Þar sagði frá því að arabískur höfð- ingi hefði boðið eina milljón Banda- ríkjadollara í gamla Fólksvagnsbjöllu, eða sem svarar 120 milljónum króna. Bjallan átti sér að vísu þá sögu að Jose Mujica, forseti Úrúgvæ, notaði hana þegar hann ók á kjörstað í forsetakosn- ingunum þar í landi í liðnum mánuði. Það orð fer af Mujica að hann berist lítið á. Notkun hans á þessum gamla og einfalda bíl var dæmi um það. Um leið og ég sá myndina af bjöll- unni mundi ég að svona var einmitt fyrsti bíllinn okkar – eða öllu heldur konu minnar sem átti Fólksvagninn þegar við kynntumst. Hefðum við geymt þennan fyrsta bíl okkar hefði arabahöfðinginn kannski borgað okkur 120 milljónir fyrir hann, þótt við séum ekki eins fræg og Úrúgvæforseti – hver veit? Bjallan okkar var að vísu svo ryðguð, fyrir fjörutíu árum eða svo, að hurðir bílsins héldust ekki í dyrafölsum ef við ókum í holur sem nóg var af í þá daga – en maður veit aldrei hvað arabinn gæti hafa gert. Kannski á ekki að gefa neitt – og því síður henda. Te ik ni ng /H ar i Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 05.11.14 - 11.11.14 1 2 5 6 7 8 109 43 Hjálp Þorgrímur Þráinsson Gula spjaldið í Gautaborg Gunnar Helgason Vísindabók Villa 2 Vilhelm Anton Jónsson Kamp Knox Arnaldur Indriðason Treflaprjón Guðrún S. Magnúsdóttir Ekki á vísan að róa Egill Eðvarðsson Orðbragð Brynja Þorgeirsdóttir Bragi Valdimar Skúlason Hugrækt og hamingja Anna Valdimarsdóttir Náðarstund Hannah Kent Yahya Hassan ljóð Yahya Hassan 44 viðhorf
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.