Fréttatíminn - 14.11.2014, Qupperneq 64
64 heilsa Helgin 14.-16. nóvember 2014
Þurfum við fjölvítamín?
Flestir heilbrigðir einstaklingar fá þau næringarefni sem líkaminn þarfnast með
fjölbreyttu og hollu fæðuvali að D-vítamíni undanskildu sem verður til við tilstilli
sólarljósins þegar það skín óhindrað á húðina.
Inntaka fjölvítamína ætti aldrei að koma í stað fjöl-
breyttrar og hollrar fæðu, en það er fyrst og fremst í
fæðunni sem líkaminn fær þau næringarefni sem hann
þarfnast.
Hinsvegar eru margir sem velja að taka fjölvítamín til að
bæta upp hugsanlega þörf á næringarefnum eins og vít-
amínum og steinefnum. Rannsóknir í Bandaríkjunum hafa
aftur á móti sýnt að flestir þeirra sem taka fjölvítamín
daglega eru þeir sem þurfa síst á því að halda, því oftast
er þetta fólkið hugsar um að borða holla og fjölbreytta
fæðu. Það eru frekar þeir sem eru ekki að borða holla og
fjölbreytta fæðu sem þurfa á fjölvítamíni að halda, og einnig reykingamenn.
Fjölvítamín hefur jákvæðar afleiðingar á heilsuna, en fyrst og fremst fyrir þá sem fá
ekki ráðlagðan dagskammt af næringarefnum í matnum eða þá sem glíma við ein-
hvern heilsufarsvanda. Hættan er hinsvegar sú að það eykur líkur á tekið sé of mikið
inn af einhverjum vítamínum og steinefnum, til dæmis af járni og A-vítamíni.
Prótein stýrir matarlystinni
1 Hollt mataræði. Það er engin töfra-fæða sem kemur
í veg fyrir depurð og
leiða, en það er alltaf gott
ráð að borða hollan mat
til að halda líkamanum
hraustum, því það er
heilbrigð sál í hraustum
líkama. Sumum hættir
til að sækja í óhollan mat
til að hressa sig við en
það er skammtímalausn
sem hefur öfug áhrif, því
óhollustan gerir líkam-
anum ekkert gott. Rann-
sóknir hafa bent til að
matur sem inniheldur
omega 3 fitusýrur, eins
feitur fiskur og avókadó
getur haft góð áhrif á
lundarfarið og komið í
veg fyrir þunglyndi.
2 Hreyfing. Rannsóknir hafa sýnt að hálftíma
ganga á dag gerir sama
gagn og væg þung-
lyndislyf. Líkamsrækt
og hreyfing ýtir undir
endorfín framleiðslu,
sem lætur manni líða vel.
Þegar mikið er að gera
getur verið erfitt að koma
hreyfingu að, en það að
labba á milli hæða til að
spjalla við starfsfélaga
nokkrum sinnum á dag í
stað þess að hringja get-
ur gert heilmikið gagn,
eða hjóla í vinnuna, fara
í göngutúr í stað þess að
horfa á sjónvarpið o.s.frv.
3 Svefn. Þeir sem sofa of lítið eru í frekari
hættu að finna fyrir
depurð og leiða. Taktu
svefninn þinn alvarlega
og finndu leiðir til að ná
betri svefni. Fjarlægðu
allar truflanir úr svefn-
herberginu, eins og sjón-
varp, tölvu, fatahrúgur
og fleira til að ná betri
hvíld á nóttunni og haltu
svefnherberginu hreinu.
Sængurfötin geta jafnvel
skipt máli, ein rannsókn
sýndi að fólk sefur betur
ef rúmfötin eru hvít á
litinn.
4 Dagsbirta. Sólarljósið getur haft mikil áhrif á
lundarfarið. Yfir vetrar-
tímann getur verið erfitt
að ná í dagsbirtu. Notaðu
til dæmis hádegishléð
til að fara út og fá smá
dagsbirtu. Ef skamm-
degið leggst illa í þig þá
eru til dagsljósalampar
sem gera mikið gagn og
hægt er að hafa við skrif-
borðið sitt í vinnunni eða
á morgunverðarborðinu.
5 Neikvæðar hugsanir. Gættu þín að leyfa
ekki neikvæðum hugs-
unum að ná yfirhöndinni.
Vertu meðvitaður um
hugsanir þínar og gættu
þess að hugsa ekki hluti
eins og að engum líki vel
við þig, eða að þú getir
ekki neitt. Finndu aðferð
til að bæla þessar hugs-
anir niður. Líkamsrækt
getur bægt hugsunum
frá, eða spennandi bók,
eða eitthvert verkefni.
Finndu eitthvað sem
virkar. Lestu bækur og
kynntu þér aðferðir til
að bægja frá neikvæðum
hugsunum. Þær geta
verið lamandi og leitt til
þunglyndis ef þær fá að
leika lausum hala í höfð-
inu á þér.
6 Gerðu eitthvað nýtt. Ef til vill finn-
urðu til depurðar því þú
ert fastur/föst í sömu
rútínunni. Prófaðu að
gera eitthvað nýtt, fara á
tónleika , fara á safn, eða
skrá þig á námskeið.
7 Félagsskapur. Gefðu þér tíma til að hitta vini
þína. Það þarf ekki stórt
matarboð eða sérstakt
tilefni til að hitta vinina.
Kaffibolli eftir vinnu, eða
bíóferð með vinum getur
gert góða hluti. Sæktu
sérstaklega í þá vini þína
sem eru jákvæðir og láta
þér alltaf líða vel í návist
þeirra.
8 Gerðu það sem lætur þér líða vel.
Hvort sem það er spinn-
ingtími, prjón, köku-
bakstur, liggja í baði með
góða bók, fjallganga,
dans eða hvað sem er,
svo lengi sem þér líður
vel á eftir og það kemur
þér í gott skap, gerðu
það.
9 Taktu geðheils-una alvarlega. Farðu eftir góðum
ráðum og ef þú finnur
fyrir depurð og breyttu
einhverju í þínu daglega
lífi strax í dag. Ekki gera
allt í einu, veldu eitthvað
eitt sem þú vilt breyta
og gerðu það strax í dag
og ekki nota afsakanir
eins og þú komist ekki í
göngutúr af því að þú átt
ekki nógu góða úlpu eða
annað í þeim dúr. Það
sem þú gerir á hverjum
degi er það sem mótar
þig.
Láttu þér líða vel
Allir kannast við að finna til depurðar öðru hvoru, og sumir oftar en aðrir.
Ástæðan getur verið streita, kvíði, áfall eða jafnvel skammdegið, og
stundum hellist depurðin yfir á nokkurrar ástæðu. Það er eðlilegt að finna
til depurðar og oftast stendur hún yfir í skamman tíma. Ef hún virðist
hinsvegar ekki fara og dýpkar með hverjum deginum þá er ráð að tala við
lækni eða sálfræðing til að ganga úr skugga um að ekki sé um þunglyndi
að ræða. Meðfylgjandi eru nokkur góð ráð til að slá á depurð og viðhalda
andlegri heilsu. Lífið er mun auðveldara og betra þegar skapið er gott
og rétt eins og holl næring og hreyfing þurfa að vera hluti af daglegum
venjum þá er einnig gott að huga að andlegri heilsu daglega.
Líkaminn kallar á mat þar til við erum
búin að fullnægja próteinþörfinni,
samkvæmt rannsókn sem unnin var
við háskólann í Sydney í Ástralíu. Fólki
hættir því til að borða of mikið, ef
fæðan inniheldur of lítið af próteini.
David Raubenheimer prófessor er sá
sem stýrði rannsókninni og segir hann
að það þýði ekkert að telja kaloríur,
best sé að draga úr neyslu á unninni
matvöru því hún er oftast kolvetnarík
og inniheldur lítið af próteini. Hann
segir jafnframt að líkaminn aðlagist illa
kexi, pítsum og gosdrykkum sem fólk
í nútíma samfélagi borðar of mikið af.
Best er að borða alvöru mat eins og
hann kallar það, þ.e.a.s. mat sem hefur
ekkert verið unninn.
www.lyfja.is
Lægra verð
í Lyfju
w.lyfja.is
Now D-vítamín 20%
afsláttur
Gildir til 17. nóvember.
Rannsóknir sýna að D-vítamín spilar
mikilvægt hlutverk í virkni ónæmis-
kerfisins og sem vörn gegn flensu.
Hágæða D3-vítamín í olíubasa sem
tryggir hámarks nýtingu.
Fullkomin lausn
í stað mjólkur
www.ricedream.eu