Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.11.2014, Page 68

Fréttatíminn - 14.11.2014, Page 68
68 matur & vín Helgin 14.-16. nóvember 2014 Laugardagstilboð – á völdum servéttum og kertum Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is Opið laugardaga kl. 10-16 Nýir o g fallegi r haus t- og vetrar litir í s ervétt um og ker tum ®  Bjór Borg sendir frá sér Þvörusleiki v ið höfum fyrir því mögulegan og stað-festan grun að helstu þvörur hafi á sínum tíma verið skornar út úr eik. Það lá því beinast við að lofa bjórnum að liggja á eik í einhvern tíma svo hann stæði undir nafni. Eikin gefur honum ennfrem- ur mjúkt og þægilegt bragð í bland við vanillutóna,“ segir Árni Long, bruggmeistari Borgar. Fjórði jólabjór Borg- ar brugghúss, Þvörus- leikir Nr. 28, fer í sölu í dag, föstudag. Þvörus- leikir er 7% eikarlegið rauðöl, þurrhumlað að amerískum sið. Þvörus- leikir hefur upp á þrenns- konar humla að bjóða en í bruggunina fóru Apollo-, Bravo- og Citra-humlar, og eru þeir síðastnefndu með því heitasta þessa dagana meðal bjóráhuga- manna sem þjást af hinu sívaxandi humlablæti. „Þvörusleikir er ríkur af ferskum og suðrænum ávaxtatónum sem náðust fram með þremur mismun- andi humlum sem við þurr- humluðum ölið með en þar ber kannski helst að nefna hina mjög svo móðins citra-humla sem gefa hvað mesta bragðið í blöndunni. Þetta er því trúlega fyrsti íslenski bjórinn sem tefl- ir fram þessu eftirsótta humlayrki, allavega svo við vitum,“ segir Árni. „Við erum ótrúlega ánægðir með útkom- una og þá sérstaklega hvað við náðum góðu jafnvægi og mýkt í þetta, það er alls ekki sjálfgefið þegar maður er með mikið af afger- andi og ólíkum bragð- einkennum, líkt og í Þvörusleiki. Svo er froðan líka sérstaklega sexí,“ segir Árni. Eikarlegið rauðöl með sexí froðu Árni Long, bruggmeistari í Borg, segir að Þvörusleikir sé trúlega fyrsti íslenski bjórinn með citra-humlum í. Valgeir Valgeirsson bruggmeistari var glaður þegar hann tók við verðlaununum í Þýskalandi í vikunni.  Bjór gull- og silfurverðlaun á european Beer star Snorri og Garún verð- launuð í Þýskalandi Valgeir Valgeirsson, brugg- meistari í Borg, tók á móti verðlaunum á European Beer Star í Þýskalandi í vikunni. Snorri hlaut gullverðlaun og Garún silfurverðlaun. Í slensku bjórarnir Snorri og Garún voru verðlaunaðir á bjórkeppninni European Beer Star 2014 í vikunni. Snorri hlaut gullverðlaun í flokknum Herb and Spice Beer en Garún silfurverðlaun í flokki Imperial Stout-bjóra. Það er Borg brugghús sem á heiðurinn af báðum bjórunum og veitti Valgeir Valgeirsson bruggmeistari verð- laununum viðtöku í Þýskalandi. European Beer Star er haldin ár- lega af samtökum óháðra brugg- húsa í Bæjaralandi og samtökum óháðra brugghúsa í Þýskalandi. Keppnin fór fram í München fyrir um mánuði en verðlaunaafhending- in var í vikunni. Alls tóku 1.613 bjórar þátt í keppninni að þessu sinni. Þar af eru 42 prósent þýskir bjórar en 58 prósent frá löndum um álfuna alla. Keppt er í 52 flokkum. Þetta var í ellefta sinn sem European Beer Star-keppnin er haldin. Snorri Nr. 10 er bruggaður úr inn- lendu byggi og kryddaður með alís- lensku, lífrænu blóðbergi. Hann er ósíaður, örlítið skýjaður en engu að síður ljós yfirlitum. Lyktin gefur til kynna að pundið sé þungt í Snorra, en annað kemur í ljós við smökkun; það er létt yfir honum og ferskleiki í fyrir- rúmi. Snorri þykir aðgengilegur bjór og hentar t.d. vel með léttri villibráð. Þetta eru fyrstu verðlaun Snorra, sam- kvæmt upplýsingum frá Ölgerðinni. Garún nr. 19 var fyrsta konan í Borgarfjölskyldunni. Garún er Ice- landic Stout sem er tvígerjað af- brigði af Imperial Stout sem, ásamt íslenska vatninu, gefur þessum kvenskörungi ferskara og mýkra bragð. Garún er sá íslenski bjór sem kemst hæst á nördabiblíunni Beer Advocate, nr. 14 í Skandinavíu. Garún vann gull á the Global Craft Beer Awards 2014. Hún er seld í Bandaríkjunum, Eistlandi, Kanada og hér heima. Góðir gestir á Slipp- barnum um helgina B arþjónar frá hinum virta kokteilbar Corner Club í Stokkhólmi taka yfir Slippb- arinn á laugardagskvöld. Þá munu þeir Oskar Karl og Johan Evers færa Íslendingum nýjustu strauma og stefnur frá Svíþjóð. Þeir félagar hafa verið hér á landi í vikunni. Á miðviku- dagskvöld voru þeir á Slippbarnum, á fimmtudagskvöld voru þeir með svo- kallaðan masterclass og í kvöld, föstudags- kvöld, hreiðra þeir um sig á Ice - landair hótel Héraði á Egilsstöðum. Kokteilbarinn Corner Club er að finna í Gamla Stan í Stokkhólmi, mitt á milli veitingastaðarins Fly- ing Elg og tveggja stjörnu Michelin veitingastaðarins Frantzén. Cor- ner Club þjónustar kokteila fyrir þessa staði og leggja barþjónarnir Oskar Karl og Johan Evers áherslu á klassíska kokteila, hefðir og aðferðafræði. Corner Club var valinn einn af bestu kokteilbör- um í Evrópu í Mens Journ- al á dögunum. Þessi heimsókn er hluti af stefnu Slippbarsins að fá hingað færustu barþjóna sem völ er á. Á dögunum voru hér barþjónar frá Mikropolis bar í Kaupmannahöfn og von er á fleiri heimsóknum á næstunni. Ási á Slippbarnum fær góða gesti frá Corner Club í Stokkhólmi um helgina Snorri Garún

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.