Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.11.2014, Qupperneq 68

Fréttatíminn - 14.11.2014, Qupperneq 68
68 matur & vín Helgin 14.-16. nóvember 2014 Laugardagstilboð – á völdum servéttum og kertum Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is Opið laugardaga kl. 10-16 Nýir o g fallegi r haus t- og vetrar litir í s ervétt um og ker tum ®  Bjór Borg sendir frá sér Þvörusleiki v ið höfum fyrir því mögulegan og stað-festan grun að helstu þvörur hafi á sínum tíma verið skornar út úr eik. Það lá því beinast við að lofa bjórnum að liggja á eik í einhvern tíma svo hann stæði undir nafni. Eikin gefur honum ennfrem- ur mjúkt og þægilegt bragð í bland við vanillutóna,“ segir Árni Long, bruggmeistari Borgar. Fjórði jólabjór Borg- ar brugghúss, Þvörus- leikir Nr. 28, fer í sölu í dag, föstudag. Þvörus- leikir er 7% eikarlegið rauðöl, þurrhumlað að amerískum sið. Þvörus- leikir hefur upp á þrenns- konar humla að bjóða en í bruggunina fóru Apollo-, Bravo- og Citra-humlar, og eru þeir síðastnefndu með því heitasta þessa dagana meðal bjóráhuga- manna sem þjást af hinu sívaxandi humlablæti. „Þvörusleikir er ríkur af ferskum og suðrænum ávaxtatónum sem náðust fram með þremur mismun- andi humlum sem við þurr- humluðum ölið með en þar ber kannski helst að nefna hina mjög svo móðins citra-humla sem gefa hvað mesta bragðið í blöndunni. Þetta er því trúlega fyrsti íslenski bjórinn sem tefl- ir fram þessu eftirsótta humlayrki, allavega svo við vitum,“ segir Árni. „Við erum ótrúlega ánægðir með útkom- una og þá sérstaklega hvað við náðum góðu jafnvægi og mýkt í þetta, það er alls ekki sjálfgefið þegar maður er með mikið af afger- andi og ólíkum bragð- einkennum, líkt og í Þvörusleiki. Svo er froðan líka sérstaklega sexí,“ segir Árni. Eikarlegið rauðöl með sexí froðu Árni Long, bruggmeistari í Borg, segir að Þvörusleikir sé trúlega fyrsti íslenski bjórinn með citra-humlum í. Valgeir Valgeirsson bruggmeistari var glaður þegar hann tók við verðlaununum í Þýskalandi í vikunni.  Bjór gull- og silfurverðlaun á european Beer star Snorri og Garún verð- launuð í Þýskalandi Valgeir Valgeirsson, brugg- meistari í Borg, tók á móti verðlaunum á European Beer Star í Þýskalandi í vikunni. Snorri hlaut gullverðlaun og Garún silfurverðlaun. Í slensku bjórarnir Snorri og Garún voru verðlaunaðir á bjórkeppninni European Beer Star 2014 í vikunni. Snorri hlaut gullverðlaun í flokknum Herb and Spice Beer en Garún silfurverðlaun í flokki Imperial Stout-bjóra. Það er Borg brugghús sem á heiðurinn af báðum bjórunum og veitti Valgeir Valgeirsson bruggmeistari verð- laununum viðtöku í Þýskalandi. European Beer Star er haldin ár- lega af samtökum óháðra brugg- húsa í Bæjaralandi og samtökum óháðra brugghúsa í Þýskalandi. Keppnin fór fram í München fyrir um mánuði en verðlaunaafhending- in var í vikunni. Alls tóku 1.613 bjórar þátt í keppninni að þessu sinni. Þar af eru 42 prósent þýskir bjórar en 58 prósent frá löndum um álfuna alla. Keppt er í 52 flokkum. Þetta var í ellefta sinn sem European Beer Star-keppnin er haldin. Snorri Nr. 10 er bruggaður úr inn- lendu byggi og kryddaður með alís- lensku, lífrænu blóðbergi. Hann er ósíaður, örlítið skýjaður en engu að síður ljós yfirlitum. Lyktin gefur til kynna að pundið sé þungt í Snorra, en annað kemur í ljós við smökkun; það er létt yfir honum og ferskleiki í fyrir- rúmi. Snorri þykir aðgengilegur bjór og hentar t.d. vel með léttri villibráð. Þetta eru fyrstu verðlaun Snorra, sam- kvæmt upplýsingum frá Ölgerðinni. Garún nr. 19 var fyrsta konan í Borgarfjölskyldunni. Garún er Ice- landic Stout sem er tvígerjað af- brigði af Imperial Stout sem, ásamt íslenska vatninu, gefur þessum kvenskörungi ferskara og mýkra bragð. Garún er sá íslenski bjór sem kemst hæst á nördabiblíunni Beer Advocate, nr. 14 í Skandinavíu. Garún vann gull á the Global Craft Beer Awards 2014. Hún er seld í Bandaríkjunum, Eistlandi, Kanada og hér heima. Góðir gestir á Slipp- barnum um helgina B arþjónar frá hinum virta kokteilbar Corner Club í Stokkhólmi taka yfir Slippb- arinn á laugardagskvöld. Þá munu þeir Oskar Karl og Johan Evers færa Íslendingum nýjustu strauma og stefnur frá Svíþjóð. Þeir félagar hafa verið hér á landi í vikunni. Á miðviku- dagskvöld voru þeir á Slippbarnum, á fimmtudagskvöld voru þeir með svo- kallaðan masterclass og í kvöld, föstudags- kvöld, hreiðra þeir um sig á Ice - landair hótel Héraði á Egilsstöðum. Kokteilbarinn Corner Club er að finna í Gamla Stan í Stokkhólmi, mitt á milli veitingastaðarins Fly- ing Elg og tveggja stjörnu Michelin veitingastaðarins Frantzén. Cor- ner Club þjónustar kokteila fyrir þessa staði og leggja barþjónarnir Oskar Karl og Johan Evers áherslu á klassíska kokteila, hefðir og aðferðafræði. Corner Club var valinn einn af bestu kokteilbör- um í Evrópu í Mens Journ- al á dögunum. Þessi heimsókn er hluti af stefnu Slippbarsins að fá hingað færustu barþjóna sem völ er á. Á dögunum voru hér barþjónar frá Mikropolis bar í Kaupmannahöfn og von er á fleiri heimsóknum á næstunni. Ási á Slippbarnum fær góða gesti frá Corner Club í Stokkhólmi um helgina Snorri Garún
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.