Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2006, Síða 11

Læknablaðið - 15.05.2006, Síða 11
FRÆÐIGREINAR / CARCINOMA ANI tímabilinu 1987-2003 að báðum árum meðtöldum. Upplýsingar um sjúklinga voru fengnar úr tölvu- kerfum Landspítala og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri (FSA). Nafnalisti var borinn saman við upplýsingar frá Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Islands og þannig tryggt að allir einstaklingar sem fengið hefðu greininguna krabbamein í daus á umræddu tímabili væru með. Vefjasýni frá öllum sjúklingum voru fengin frá meinafræðideildum landsins, rannsóknarstofu Háskólans í meinafræði, vefjarannsóknastofunni Alfheimum 74 og meinafræðideild FSA. Öll vefja- sýni voru skoðuð og endurmetin af sérfræðingi í meinafræði með tilliti til vefjagerðar æxlanna sam- kvæmt flokkun WHO (3), þroskunargráðu, TNM stigun (tafla I) (3,15) og hvort skurðbrúnir töldust fríar eða ekki eftir því sem því var við komið. Ef vefjasneiðar voru ófullnægjandi hvað varðar gæði litunar voru sýnin endurlituð (H&E). Sérlitanir og mótefnalitanir voru notaðar til nákvæmari flokk- unar eftir því sem ástæða þótti til. Sjúkraskrár sjúklinga voru skoðaðar. Upp- lýsingar um kyn, aldur við greiningu, einkenni, tíma einkenna, meðferð og endurkomu voru skroma krabbameinsins var skilgreind sem end- urkoma sjúkdóms eftir læknandi meðferð, staðfest með vefjasýni. Upplýsingar um dánardag sjúklinga voru fengnar úr þjóðskrá og dánarmein úr dánarvott- orðum frá Hagstofu íslands. Við útreikninga á aldursstöðluðu nýgengi og gerð Kaplan Meier lifunargreiningu var fengin aðstoð hjá Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Islands sem notaðist annars vegar við fólks- fjöldatölur frá Hagstofu íslands (19) og hins vegar Intercooled Stata 8.2 for Windows. Rannsóknin var gerð með leyfi Persónuverndar, Vísindasiðanefndar, Landspítala og FSA. Niðurstöður Þrjátíu og átta sjúklingar greindust með krabbamein í daus á rannsóknartímabilinu, þar af 28 konur og 10 karlar (mynd 1). Hlutfallið milli kvenna og karla fyrir allan hópinn var 2,8 en fyrir sjúklinga með flöguþekjukrabbamein (n=30) var hlulfallið fjórar konur á móti einum karli. Meðalaldur sjúklinganna var 63,4 ár (bil: 33-92) og sambærilegur hjá konum og körlum. Aldursstaðlað nýgengi fyrir landið á rannsókn- artímabilinu var 0,3 (±0,2) af hverjum 100.000 körlum en 0,9 (±0,4) af hverjum 100.000 konurn. Upplýsingar um einkenni fengust hjá 36 sjúklingum. Blæðing og þreifanleg fyrirferð við daus voru algengustu einkennin. Rúmlega helmingur sjúklinganna fann fyrir verkjum í og kringum daus (tafla II). Flestir sjúklinganna eða Table I. TNM staging, American Joint Committee on Cancer (AJCC) (3,15). Primary tumour (T) TX Primary tumour cannot be assessed TO No evidence of primary tumour Tis Carcinoma in situ T1 Tumour less than 2 cm in greatest dimension T2 Tumour more than 2 cm but not more than 5 cm in greatest dimension T3 Tumour more than 5 cm in greatest dimension T4 Tumour of any size invades adjacent organ(s), e.g. vagina, urethra, bladder. (Involvement of sphincter muscle(s) alone is not classified as T4) Regional lymph nodes (N)* NX Regional lymph nodes cannot be assessed NO No regional lymph node metastasis N1 Metastasis in perirectal lymph node(s) N2 Metastasis in unilateral iliac and/or inguinal lymph nodes N3 Metastasis in perirectal and inguinal lymph nodes and/or bilateral internal iliac and/or inguinal lymph nodes Distal metastasis (M) MX Distant metastasis cannot be assessed MO No distant metastasis M1 Distant metastasis * The following lymph nodes belong to regional nodes: Perirectal (anorectal, perirectal, lateral sacral), int- ernal iliac (hypogastric) and inguinal (superficial, deep femoral). All other lymph node groups count as distal metastasis. Kaplan-Meier survival analysis Yearfrom diagnosis 30 höfðu fleiri en eitt einkenni. Tuttugu og fjórir höfðu tvö eða þrjú einkenni og sex sjúklingar höfðu fjögur eða fimm einkenni. Tími einkenna var einungis þekktur hjá 20 sjúklingum en hann var frá tveimur vikum og upp í 96 mánuði. Miðgildi var Læknablaðid 2006/92 367

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.